Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Síða 200
92
og eins heillaóskunum, sem eg íékk, þá heíir mer
tekizt eins vel — eða jafnvel betur — en eg hafði
tremst vonað.
I. W. Russell stóð upp strax á eptir mér og ósk-
aði mér til hamingju með »jómfrúræðu« mína, sera
pinginu »hefði verið unaður að«. Pingmenn tóku
undir pað með fagnaðarópum. Eg haíði ágæta a-
heyrendur, og pó að peir virtist eptirtektarlitlir 1
fyrstu, — eins og peir eru optast, pegar áburðarlitlir
pingmenn tala —, pá íóru peir — í báðum flokkum
— bráðlega að hlusta með athygli«.
Lloyd George sótti sig á pingi eptir pvi sem
leingra leið, og eptir kosningarnar 1900 var hann
talinn einhver harðsnúnasti mótstöðumaður íhalds-
stjórnarinnar, er pá sat að völdum. Þess vegna átti
hann víst sæti í ráðuneyti frjálsly^ndu stjórnarinnar,
sem tók við völdum af Balfour-stjórninni í December-
mánuði 1905. Hann varð pá formaður viðskipta-
ráðsins (Board of Trade), en í pví embætti fer saman
umsjón með verzlun og' atvinnumálum, auk margra
annara minni háttar mála. Allir viðurkendu pá hæíi-
leika hans og mælsku og vissu að hann var öruggur
til sóknar og varnar, en hitt var óreynt, hvort hann
væri að sama skapi hagsýnn og duglegur, pegar til
íramkvæmda kæmi. Starfið var afarerfitt, og haíði
mörgum mikilhæfum mönnum orðið pað um megn.
En svo vel reyndist Lloyd George pessu embætti
vaxinn, að hann kom fram meiri umbótum á tveim
árum heldur en íyrirrennarar hans á 10 árum. Meðal
annars dró hann yfirrád hafnar og skipakvía í Lund-
únaborg úr höndum einstakra manna og setti undir
yfirráð ríkisins. Hann bætti kjör sjómanna og verk-
manna, og jaíníramt jókst verzlun, iðnaður og siglingar
fyrir ráðstafanir hans og umbætur. Hann pótti og
koma ágætlega íram í sáttagerðum milli verkmanna
og félaga og afstýrði einu sinni allsherjar verkfalli,
er yfir voíði meðal járnbrautarpjóna, og leiddi marg-
L