Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 202
r
1
94
fimtungur verðhækkunar ganga í ríkissjóð, en einginn
skattur var lagður á akurlönd eða annað notað land.
Eins og nærri má geta, varð Lloyd George f}'rir reiði
stóreignamanna og bruggara. Hann lét ölgerðarmenn
greiða skatt af hverri öltunnu, sem þeir brugguðu, og
lagði nýjan skatt á »Whisky«, og kom það illa við a
víngerðarmenn, en lét vínsöluhús kauþa leyfisbréf
dýrum dómura. Mótsþyrnan gegn frumvarpinu varð
afskapleg, sem nærri má geta, þar sem fyrir urðn
hinir auðugustu menn: landeigendur, ölgerðarmenn l
og vínsalar.
Frumvarpið var samþykt í neðri málstofunni, en
synjað staðfestingar í lávarðadeildinni. fótti það
mikið gjörræði af því, að lávarðadeildin hafði aldrei
áður felí tjúrlagafrumvarp stjórnarinnar. Var þa
geingið til nýrra kosninga tvivegis árið 1910, og voru
þær sóttar af meirakappi en dæmi eru til áður á Bret- I
landi. Lagði Lloyd George sig þá mjög fram í móti ^
lávörðunutn, og var þá sótt að honum af mildu kappi>
en svo lauk báðum þessum kosningum að frjálslyndi
fiokkurinn fékk sigur. Náði fjármálafrumvarpið þá
staðfestingu lávarðanna, og þá var og samþykt frum-
varp það, sem sviftir lávarðadeildina öllu synjunar-
valdi í fjármálum og takmarkar vald hennar stórum
í öllum öðrum málum. Pó sáu lávarðarnir þann
kost vænstan að samþykkja þetta frumvarp neðn
málstofunnar, og er það hin merkilegasta brej7ting>
sem gerð hefir verið á stjórnarfari Bretlands á síðari
öldum. Átti Lloyd George drjúgan þátt í því frum-
varpi, þó að fleiri stoðir rynni þar undir.
Enn eru ótalin ein lög, sem Lloyd George hefir /
fengið framkvæmt, en það eru lögin um alsherjar
trygging, bæði gegn slysum, veikindum og atvinnu-
leysi, er almenningi er gert að skyldu að leggja
nokkurt fé til gegn framlagi úr ríkissjóði. Frum-
varpi þessu var í fyrstu tekið tveim höndum af öll-
um stéttum, en áður en varði tóku einstök félög og