Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 203
95
stettir að rísa gegn pví, og var það nítt niður íyrir
allar hellur. Geingur pað undrum næst, hve Lloyd
George lánaðist smátt og smátt að bæla pá mótspyrnu
niöur, svo að frumvarpið varð að lokum sampykt.
^ykjast menn aldrei hafa vitað snildarlegri vörn
veitta nokkru máli í brezka þinginu.
I fyrra sumar var brezka stjórnin að leita samn-
inga við Marconifélagið, og varð pá einn ritstjóri til
Þess að bera Lloyd George á brýn, að hann hefði
ootað stöðu sína til að auðga sjálfan sig á hlutabréfa-
kaupum Marconifélagsins. Út af óhróðri þessum
hófust málaferli og pingið setti ransóknarnefnd til
aö athuga málavexti. Ritstjórinn tapaði málinu og
nefndin fann ekkert sviksamlegt eða óheiðarlegt i
''’iðskipíum Lloyd Georges við Marconifélagið, en þó
kefir honum ef til vill ekki farizt par sem hyggileg-
ast, og mikla skapraun haft af máli pví.
Þegar Lloyd George lagði fram fjárlagafrumvarp
ársins 1913, gat hann lýst yflr pví, að nýjar álögur
J’rði eingar á pessu ári, þrátt fyrir aukin útgjöld.
Hann lét þess og getið, að hagur almennings hefði
aldrei verið betri á Bretlandi en nú, aldrei meiri
siglingar, verzlun eða iðnaður, og höfðu pó mótstöðu-
menn hans spáð, að fjárlagafrumvarp hans mundi
leiða örbirgð og atvinnuleysi yfir landslýð.
Lloyd George er svo lýst, að hann er meðalmað-
ur á vöxt, léttur á fæti og snarlegur, allra manna
bezt eygur, hverjum manni ljúfari í umgeingni og
yfirlætislaus, tryggur í lund og heflr haldið fullkom-
inni vináttu við fornvini sina í Wales, þar sem hann
ólst upp. Pykir peim mikið til hans koma. Sumir
telja hann áhrifamesta ræðumann, sem nú er uppi á
Englandi.
B. Sv.