Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 208
100
Norður-Múlasjvsla 91 A.-Skaptafs. 42
Suður-Múlasýsla 189 Útlönd 381
Otilgreint 33
G. Ó.
"Vratn?«í\ilic> ii Islancli.
Pegar vér vorum börn, nutum vér oft hrífandi
lífsgleði og undrunar af að horfa á vatnið í smásítr-
unni, bæjarlæknum eða ánni, bæði pegar það leið
hægt fram hjá og við vorum viss um, að okkur væri
óhætt að vaða út. En á hæsta stígi var gleðin, pegar
rigningin eða leysingarvatnið hafði aukið svo vatns-
megnið, að pað bullaði upp yflr bakka sína og flaut
langt frá farveginum. fegar straumurinn ruddist
fram og reif með sér mold, leir og sand, pá var
gaman að lifa og horfa á ólætin, en síður var pá j
hugsað um skaðrœðið og notin, sem fólust í slraumn-
um. Hið feikna afl skildum vér ekki, en skepnurnar,
sem vanar voru pessum vatnsföllum, stóðu hissa og
hræddar, pegar ofvöxturinn hljóp í vötnin og voguðu
sér ekki út í; pær kunnu að »reikna út«, að straum-
krafturinnn var peim ofvaxinn.
En lengi höfum vér »börnin veriöa. í þúsund
ár höfum vér staðið á bakkanum og horft á straum-
inn í öllum myndum; séð hann líða fram lygnan og
meinlausan, og enginn hefir geflð honum gætur vegna
vanans, nema börnin; og vér höfum líka séð hann
hamast og hræða okkur. Grenjandi og hvítfyssandi
hefir áin brotist júir engjar og tún og riflð með sér
alt, sem á vegi var og ráðið lögum og lofum, oftast
okkur til stórtjóns. Vér höfum heyrt drunur (nið)
fossanna, séð vatnið steypast úr háa lopti, stall af
stalli niður fjöllin, fundið alt nötra og skjálfa, og pó
ekki veitt pví eftirtekt, að hér barðist um viltur,