Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 209
101
1
ogurlegur jötunn, sem lífsspursmál var að temja og
taka i þjónustu vora.
Eins og þegar er sagt hafa 10 aldir liðið af þjóð-
arasíinni, og vér höfum ekki veitt þessu eftirtekt. En
ómur handan um haf hefir nú loks á seinni timum
kveðið oss að eyrum og bergmálað aftur frá hugsjóna-
mönnum og skáldum, sbr. vísuna: »Sé eg í anda knör
°g vagna knúða« o. s. frv., en hvergi nærri nógu
öflugt, ekki með lífi og sál. Lítils háttar viðleitni
hefir verið gerð með einstöku bæjarlæk, en það er
°f hægt farið, núna í samkeppninni. Pað er svo
oiikið afl, sem vér eiguin ónotað um land alt, að ef
jafna ætti því saman við kolanámur Breta eða jafn-
vel Ameríkumanna, yrðu þær smáræði hjá því; því
kolanárnurnar eyðast og tæmast að lokum, en þetta
Vort afl er sístreymandi lind, sem aldrei þornar f^'r
®n landið er orðið jafnað við sjó. Þetta afl er vatns-
aflið á íslandi.
Eg skal nú með nokkrum línum leitast við að
skýra frá, hvert feikna afl er til i landinu, og fer þar
eftir skýrslum þeiin, sem fyrir hendi eru.
Eins og kunnnugt er, er landið okkar, ísland,
eyja í úthafi millum tveggja misheitra meginhafs-
strauma, Atlandshafsstraumsins (Golfstraumsins) og
íshafsstraumsins (Pólstraumsins). Áhrif strauma þess-
ara og samvinna þeirra sin í millum hefir geysimikla
þýðingu fyrir loftslag á íslandi og veðurfar. í hinni
miklu íslandslýsingu Porvalds Thoroddsens er afar-
fróðlegur kafli um þetta efni, sem menn ættu að lesa
og kynna sér.
Hálendið á suð-austurlandinu dregur til sín hinn
mikla raka loftsins, sem stigið hefir upp í það frá
hinu heita 3'firborði sævarins suður og suðaustur af
íslandi, en eftir því sem norðar og vestar kemur á
landið, minkar loftraki þessi; hálendið hefir tekið
svo mikið til sín af honum. Til þess að gefa hug-
mynd um þenna mismun, set eg hér meðaltal úr-