Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Qupperneq 211
103
niður að sjávarfleti á tilteknum tíma (t. d. 1 sek.).
Vér finnum út að ársvatnið alt, sem niður fellur á
ísland, verður að meðaltali nær þvi 90,000,000,000 m3
* eða tons (o: 90 pús. milj.) eða 90 biljónir kílógrömm.
Vatn það, sem niður fellur á 1 sek., verður þá hér
uni bil 30 milj. hluti (af 31,557,000) þar af, eða um
3000 m3 (tons). Pegar þetta vatnsmegin fellur niður
frá 600 m. hæð á 1 sek., samsvarar það um 24,000,000
hestafla, »theoretiskt« reiknað.
Hvílík býsn! Vatnið, sem ofan á landið okkar
fcllur, hefir í sér fólgnar að minsta kosti
34 milljónir hestafla!
á hverri einustu sekúndu ár út og ár inn. Pað er
engin furða þó að mörgum verði fyrir að spyrja: Er
nokkurt vit í þessu? eða hvað verður um þetta
íeikna afl? Fj'rri spurningunni ber oss ekki að svo
stöddu að svara, en síðari spurningunni er fljótsvar-
aðast með þvi, að aðallega vinni það einungis að
hinni miklu jarðsmíð, að leysa alt í sundur og færa
á haf út.
Eins og gefur að skilja, er það ekki meiningin
með þessum línum að ætlast til, að vér nokkurn tíma
getum orðið þess megnugir að hagnýta þetta afl alt;
það verður aldrei hægt. Meiningin er aðeins sú, að
skýra það lítilsliáttar eða vekja athygli á þvi, að vér
þurfum ekki að vera hræddir um, ef vér værum
»menn með mönnum«, að oss skorti aflgjafa, að eins
þegar vilji, vit og máttur er fyrir hendi lijá oss til
að hagnýta lítinn hluta þess, þar sem vel stendur á.
Pví er ver, að ekki er auðvelt að gera sér
rétta liugmynd um það afl í ám og fossum þessa
lands, sem komið gæti til greina að liagnýta til afls-
framleiðslu á »praktiskan« hátt. Til þess þarf marg-
ar mælingar á ýmsum árstímum og aðrar athuganir.
En mælingatilraunir þær, sem mér er kunnugt um,
að gerðar hafi verið á nokkrum fossum og framburði
ánna hér á Suðurlandi, og sem hvergi nærri eru full-