Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Page 214
106
vötn. Én verum á veröi og gætum vor, að vargarnir
gangi ekki á rétt vorn áður en oss varir. Að leyfa
útlendum auðfélögum að beizla fossa vora, í sam-
bandi við iðnaðarstofnanir, er máske hyggilegt, ef
það er gert á þann hátt að vér höfum óskertan eignar-
réttinn og arð, eftir tiltekið árabil; annars getur svo
farið, að vér gelum ekki rönd við reist, og þá verðum
vér ofurliði bornir; þjóðernið blandast og hverfur
og oss verður ýtt út af hólmanum. Samkeppnin er
voldug. Að eins með samhuga framsóknarbaráttu,
skynsamlegri hagnýtingu þeirra gæöa, sem náttúran
hefir útbúið þetta land með, stöndumst vér áhlaup
þeirra, sem búast má við, að gangi á rétt vorn, þeg-
ar arðs er að vænta, alveg eins og sameinað afl hins
sistreymandi vatns megnar á endanum að brjóta í
sundur hina hörðustu kletta, sundra þeim og flytja
á liaf út, þar sem þeir verða að leggjast til »eilífrar«
hvildar.
í júlí 1913.
Sctm. Eggertsson.
Letivísa
Steindórs Finnssonar í Krossnesi í Eyrarsveit
(d. 1734) um sjálfan sig.
Latur maður lá í skut,
latur var hann þegar hann sat,
latur opt fékk lítinn hlut,
latur þetta kveðið gat.
Önnur eptir síra Gunnar Pálsson (d. 1791).
Viljugan að halda hund
hundrað ár er skárra
en latan mann um stutta stund,
stundar hann gagnið fárra.