Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 221
113
JDr. Yaldemar TPoulseiíi,
verkfræðingurinn danski, er fæddur 25. Nóy. 1869 í
Kaupmannahöfn; faðir hans er dómari í hæsta rétti.
1889 varö hann stúdent og lagði stund á ýmsar fræði-
greinar. 1893 fór hann í þjónustu talsimafélagsins í
Kaupmannahöfn. 1898 fann hann upp áhald, sem
hann nefndi Telegraphon, og var það svo gert að
það gat endurtekið tal og önnur hljóð, sem það hafði
heyrt, jafnvel þótt á laungu færi væri, svo sem tal í
síma og því um líkt; ritaði rafsegull alt slíkt á stál-
plötu; með öðrum segul mátti svo burt má þau skrif
og nota plötuna aptur. Árið 1901 hafði ítalinn Mar-
coni fundið upp aðferð til firðritunar símalaust, og
nefndi hann þá aðferð neistafirðritun.1) En 1903 fann
Poulsen upp aðra aðferð til hins sama, sem hann nefnir
ljósbogafirðritun. Aðalmunurinn á aðferð Poulsens
og Marconis er sá, að rafsveiflurnar1) hjá Poulsen
stafa af Ijósboga, sem logar milli tveggja viðarkola-
búta, og dregur hún nafn sitt af þessum ljósboga, en
hjá Marconi af neistaflugi milli tveggja málmkúlna.
Uppfundning Poulsens var að vísu afarþýðingarmikil
fyrir þráðlausa firðritun, en hitt var þó þýðingar-
mest, að þráðlaust firðtal, sem með neistaáhaldi Mar-
conis hafði verið óhugsandi, varð nú auðfeingið. Vegna
þess að útstreymið úr neistaáhaldinu hættir um stund
eptir hvern neista, var það of sjaldan (nokkur 100
sinnum á sekundu) og sveiflurnar of óstöðugar til að
flytja með því tal, mörg hljóð með fleiri þúsund sveifl-
ur á sekundu. í áhaldi Poulsens aptur á móti var
ljósbogi, óslitið útstreymi og óslitnar rafsveiflur, og
fyrir þá sök auðvelt að flytja tal með tóli hans.
Hverja þýðingu þetta heíir, getur hver maður gert
sér ljóst, auðskilinn sá sparnaður, sem af þvíhlytist,
1) Sjá æfisögu M. hér aö framan.
Alm. Pjóðv.fél. 1914. II.
8