Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1914, Blaðsíða 232
124
Afskipti Ellenar Key af kvenfrelsismálinu urðu
langtum víðtækari en hún í byrjun bjóst við. Kven-
frelsishreyfingin ruddi sér til rúms á skömmum tíma
og altók þá þegar hugi margra, einkum kvenna.
Slíkum hreyfingum hættir opt mjög við að vera í
fyrstu öfgakendar, og eru til þess náttúrlegar orsakir.
En þegar hæstu bylgjurnar eru brotnaðar, fer aptur
að komast jafnvægi á. Hinir fyrstu talsmenn kven-
frelsisins álitu, að konnr yrðu og ættu að keppa viö
karlmenn á hvaða starfsviði sem væri; þar var ekk-
ert undan skilið. En þeim sást yfir það, að mart
ber til þess, að starfssvið kvenna jafnan hlýtur að
verða á nokkuð annan veg en starfssvið karla,
án þess þó að starf konunnar í þarfir mannkynsins
sé á nokkurn hátt þýðingarminna en starf karla. Á
þessa skoðun kvenfrelsiskvenna gat Eilen Key ekki
fallist. Af ritum hennar um þetta efni má nefna, auk
fjölda smágreina: vMisbrukad kvinnokraftn, y>Naturen-
liga arbetsomráden för kvinnanv, »Kvinnlig psgkologi
och kvinnlig logikv og »Kvinnorrörelsen«. Færir
hún í ritum þessum fjós rök að máli sínu. Á móti
þessum ritum kom hinn mesti aragrúi af mótbárum
og varð úr ein hin snarpasta ritdeila, er sögur fara
af, þar sem sérstaklega kvenþjóðin hafði orðið. En
nú hefir reynslan sýnt, hve mikill sannleikur lá aö
baki orða Ellenar Key, — allar raddir um þetta efni
eru nú þagnaðar og sátt og samlyndi á komið. Fleiri
mál til almenningsheilla hefir Ellen Key látið sig
varða, t. d. að fá gerða breytingu á eignarrétti giptra
kvenna, og fl. Þannig hefir hún jafnan í ræðu og riti
stutt að eflingu friðarmála.
Aldamótaárið 1900 gaf Ellen Key út bók, er nefn-
ist sBarnets Árhundrade«. Tileinkar hún hana öld-
inni, sem upp er að renna, er hún vonar, að verði í
sannleika »Öld barnsins«. Bók þessi, er fjallar um
skoðanir höfundarins á uppeldis- og fræðslufj7rir-
komulagi framtíðarinnar, er rituð af glöggum skiln-