Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST2004 Fyrst og fremst TJV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: Itlugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvlk, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað yeist þú um Italiu 1. Hvað heitir forsíusráð- herra landsins? 2. Hver borga landsins er stærst? — 3. En næststærst? 4. Hvað búa margir í land- inu? 5. Hvenær var lýðveldi komið þar á? Svör neðst á síðunni Mannsins megin Þetta er vefsíða Matvælarannsókna Keldnaholti (Matra), sem er samstarfsvettvang- ur Rannsóknar- stofnunar land- búnaðarins og Iðntæknistofn- unar á sviði mat- vælarannsókna. Á síðunni er hægt að kynna sér ýmis verk- efni Matra, út- gáfu á vegum þess og t.d. fara á upplýsingavef um gæði, vinnslu og holl- ustu matvæla. En eitt af markmiðum Matra er að reka gagna- grunn um efnainnihald matvæla og það kemur sér einkar vel fyrir alla þá sem vilja vita hvað þeir setja ofan í sig á degi hverjum. Að ekki sé nú talað um næringarefnatöflur mat- væla sem birtar eru á vefn- Ýmist í ökkla eða eyra Málið Orötakið merkir að ýmist sé eitthvað eða einhver ofeða van, skapferli eða tilfinn- ingar einhvers eru t.d. frá einum öfgum til annarra. Líking þessi mun dregin af á sem ýmist er hálfþurr eða í stórflóði. Hún nær ýmist í ökkla eða eyra þeg- ar menn vaða yfír hana. Þannig eru þeir menn sem fullyrða eitt í dag og annað á morgun eins og slíkt vatnsfall, allt er ýmist í ökkla eða eyra hjá þannig mönnum. ~o c. <u c 3 E c o E Ol 1/1 *< 'O T3 ra X «o ro E fTJ TO *o Svör við spumingum: 1. Silvio Berlusconi. 2. Róm. 3. Mílanó. 4. Um 58 milljónir manna. 5.1946. Möllin og miðbærinn Islenzku möliin í Kringlunni og Smára- lind eru krækiber í samanburði við 400 verzlana Mall of America í Bloomington í Minnesota, sem senn á að tvöfalda að stærð og gera að „áttunda furðuverki ver- aldarinnar" með ótal kafB-, vín- og veitinga- húsum, tívolu, dýragarði og fjölskyldugörö- um. Möllin rísa, þar sem miðbæir verjast ekki, svo sem víða hefur gerzt í Bandaríkjunum, svo sem í Dallas, Los Angeles, Atlanta og Buffalo, en ekki í New York og San Francisco, einnig sums staðar á Englandi, svo sem í Liverpool og Manchester. Möllin taka við, þegar miðbæir fara að deyja. Á meginlandi Evrópu hafa miðbæir varizt og sums staðar teflt tíl sóknar, til dæmis í Berlín og Barcelona. Almenna reglan um alla Evrópu er, að miðbæir eru fullir af lífi jafnt utan sem innan vmnutíma. Víðast í Bandarfkjunum eru miðbæir dauðir utan vinnutíma, ef yflrleitt er unnt að staðsetja þá. Miðbærinn í Reykjavík hefur ekki varizt möllum, þótt óeðíilega hlýir sumardagar getí vUlt mönnum sýn um stundarsakir. Fyr- ir miðbæ er ekki nóg að hafa hundrað bari, slíkt framleiðir bara St. PauU eða Mont- martre, en skapar ekki raunverulegan mið- bæ, sem fjölskyldur geta notíð. íslenzkar fjölskyldur fara um helgar í Kringluna og Smáralind, þótt þær séu ekki nema svipur hjá sjóninni í Bloomington. Þær fara ekki í miðbæinn, þótt þar séu hundrað barir. Þær fara líka í fjölskyldu- garðinn og í Nauthólsvík, þegar veður leyfir, sem gerist sjaldan í venjulegu árferði. í miðbæ Reykjavíkur er einkum takmark- að aldurssnið af lausagöngufólki og svo auð- vitað mergð af túristum. Þar berst verzlun og önnur þjónusta í bökkum, önnur en veit- ingar. Við Laugaveginn er jafnan verið að loka fimm eða tíu verzlunum eða flytja þær. Miðbær íslands er á hægfara undanhaldi. Auðvitað eru möllin þunn eftirlíking mið- bæjar, þótt fólk áttí sig ekld á því. MöUin geta aldrei orðið borgaralegt samfélag eins og sögufrægir miðbæir heimsins. Þær eru aðferð markaðarins tíl að Iina vanda, þegar ráðamenn geta ekki haldið Iífi í miðbæjum eða átta sig ekki á þeirri þörf. Feillinn í Reykjavíkvar, að borgaryfirvöld hafa aidrei áttað sig á, að haust, vetur og vor er mestan hluta ársins og þjóðin viU eyða frítíma síniun í veðursæld undir þaki. Þess vegna tókst aldrei að yfirbyggja Laugaveg- inn. Þess vegna tóku yfirbyggð möU við af miðbænum með léttiun leik. íslenzkir ferðamenn flykkjast í MaU of America, sem er ekki heimaland neins, öfugt við Börsunga og Feneyinga, Parísarbúa og Rómverja, sem vita, hvaðan þeir koma og hvar er heima. Jónas Krlstjánsson CYLFI f>. GfSLASON, fýrrverandi ráðherra, er látinn og var 87 ára gamall. Hann var einn helsti for- ingi Alþýðuflokksins um og upp úr miðbiki síðustu aldar og einn af þeim mönnum sem settu hvað mestan svip á sína samtíð. Að honum gengnum er greinarlegar en áður að tuttugasta öldin er lið- in. Hann fæddist árið 1917 og var sonur Þorsteins Gíslasonar rit- stjóra og Þórunnar Kristínar Páls- dóttur húsmóður. Hann lauk hag- fræðiprófi frá þýskum háskóla árið 1939 og varð reyndar doktor frá sama skóla hálfum öðrum ára- tug síðar. Heimkominn á stríðsár- unum síðari hóf hann þátttöku í stjórnmálum og var árið 1946 kjörinn á þing. Hann þótti á þeim tíma nokkuð vinstrisinnaður og ekki aðeins í innanlandsmálum, heldur utanríkismálum líka. Hann var til dæmis annar af tveimur þingmönnum Alþýðu- flokksins sem greiddu atkvæði gegn aðild íslands að NATO árið 1949. Hinn var Hannibal Valdi- marsson. SÍÐAR FÆRÐIST GYLFI allmjög til hægri á litrófi stjórnmálanna og sannfærðist bæði um gildi vest- rænnar samvinnu í varnarmálum og markaðskerfisins í efnahags- málum. Er hann settist í viðreisn- arstjórnina árið 1959 varð hann einn af helstu hugmyndafræðing- um samstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokksins sem leitaðist við að draga úr skaðlegum áhrif- um haftastefnunnar sem þá hafði furðu lengi verið við lýði í íslensk- um efnahagsmálum. Árið 1968 varð hann formaður Alþýðuflokksins og gegndi því embætti til 1974. Hann varð um svipað leyti prófessor við hag- fræðideild Háskóla fslands. Fjór- um árum síðar lét hann af þing- mennsku og hætti afskiptum af stjórnmálum en gegndi prófess- orsstarfinu allt til ársins 1987. Hann hélt áfram háskólakennslu og margvíslegum ritstörfum, bæði um hagfræði, stjórnmál og fleira. Ógetið er þá starfs Gylfa að tónlist en hann samdi sönglög við íslensk ljóð og hafa sum hafa náð vinsældum. GYLFI NAUT VÍÐAST VIRÐINGAR og hylli sakir gáfna, hófsemi og almennra mannkosta. f bókinni Island í aldanna rás er sögð saga af því hversu bráðger hann þótti strax í æsku. Þar segir - með leyfi höfundar: Hjónunum Þorsteini Gíslasyni ritstjóra og Þórunni Pálsdóttur fæddist þann 7. febrúar sjötta barnið, sonur sem þótti snemma efnilegur. Sagan segir að síðla hausts hafi hin stolta móðir verið úti að ganga með barn sitt er hún hitti kunningjakonur sínar sem ekki höfðu séð hana síðan barnið fæddist. Dáðust þær mjög að drengnum og spurðu: „Hvað heit- irhann?Hvað erhann gamall?"Þá er haft fyrir satt að snáði hafi opn- að munninn og mælt skýrt og greinilega: „Égheiti GylfiÞ. Gíslason ogég er níu mánaða. “ Siv Friðleifsdóttir Háskólamenntaður sjúkraþjálfari. í FJÓRÐA LAGI skjátl- aðist okkur þegar við bárum ekki kennsl á að BS-próf Sivjar Frið- leifsdóttur í sjúkra- þjálfun 1986 er að sjálfsögðu háskólamenntun. Menntun framsóknarmanna Árið 1959 varð hann einn af helstu hug- myndafræðing- um samstjórnar Aiþýðuflokks og Sjálfstæð- A isflokksins sem leitaðist við að draga úr skaðlegum áhrif- um haftastefn- unnar. þingisvefnum - samvinnuskóla- próf ffá 1965 og lauk svo námi í endurskoðun 1970 sem ekki var háskólamenntun. Hann sótti kúrsa og ffamhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn 1971-1973 en lauk þar ekki prófum. Mennt- un Halldórs var þó talin næg til þess að hann var skipaður lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1973 og gegndi starfinu í tvö ár. Allt annað í grein okkar var rétt! Eitthvað mistókst okkur þegar við vorum í gær að fabúlera um menntun framsóknarþingmanna og reyndum að ráða í hvaða fjórir þingmenn (aftólf) hefðu háskóla- menntun að mati Elsu B. Frið- finnsdóttur. ( FYRSTA LAGI gleymdum við há- skóla- menntun Jónínu Bjartmarz sem er náttúrlega lögfræð- ingur að mennt og er okkur óskiljanlegt hvernig hún smaug úr greipum okkar í þetta sinn. í ÖÐRU LAGI héldum við því fram að Magnús Stefánsson væri há- skólamenntaður vegna þess að á vef Alþingis segir að hann hafi „rekstrarfræðapróf [frá] Sam- vinnuháskólanum" að Bifröst 1990. Hér er orðalag Alþingis- vefsins vill- andi því árið 1990 var Sam- vinnuskól- inn að Bif- röst hreint ekki kom- inn á há- skólastig þótt svo hafi síðar orðið. En þetta áttum við auðvitað að vita. Magnús Stefánsson Samvinnuskólagenginn, ekki Samvinnuháskóla- genginn. ( ÞRIÐJA LAGI héld- um við því fram að HalldórÁs- grímsson teldist vera háskóla- menntað- ur. Svo mun ekki vera sam- kvæmt strangasta skilningi. Halldór hefur - samkvæmt Al- Halldór Ásgrímsson Ekki háskólamenntaður þótt hæfur hafi þótt til háskólakennslu. Fyrst og fremst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.