Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004
Helgarblað J3V
Stebbi geit býr í Kópavogi þar sem vel er um hann hugsað. Hann hefur yndi af því að vera öðruvísi, er
fjöllistamaður með naglalakkaðar hendur og tær. Stebbi var fjögurra ára þegar hann fékk nafnið Stefán
Grímsson og hann man þá tíð þegar hann bjó tveggja ára í tjaldi. Hann hefur einu sinni verið í sambúð.
„Ég er sprautaður einu sinni í mánuði," segir Stefán Grímsson
sem oft er kallaður Stebbi geit. „Ég er náttúrulega öryrki og eyði
flestum dögum niðri í Dvöl sem er athvarf fyrir geðfatlaða í
Kópavogi," segir Stefán sem hefur verið geðfatlaður frá því 1976.
Hann á við krónískt þunglyndi að stríða að eigin sögn. „Ég
gleymdi töskunni minni í strætó og ljóðabókinni var stolið úr
henni,“ segir Stefán sem vandar sig við að naglalakka bæði
hendur og tær og finnst gaman að vekja eftirtekt.
1. Stefán 55 ára Stebbi átti 55 ára
afmæli á árinu og er hættur að vera jafn
þunglyndur og hann var. Þökk sé
lyfjunum.
2. Naglalakkar sig Stefán elskar athygli
og naut þess mjög að verða á sínum tima
landsfrægur eftir viðtal íþættinum Hjá
Eiriki á Stöð 2.
3. Hljóðfærasafn Stefán safnar
hljóðfærum og hendir aldrei neinu.
4. Eiríkur Omegaprestur Það er alltaf
kveikt á sjónvarpinu hjá Stebba og
ósjaldan hefur hann stillt á Omega, enda
frelsaður. Hann hefur samt mjög gaman
afgóðum biómyndum líka og ermeð
allar stöðvarnar.
5. Stillir bassann
Hefur bæði verið i hljómsveit og lika svo
frægur að hafa verið með Shady Owens i
bekk á sínum tima. Pabbi hans þurfti að
klaga hana fyrir skólastjóranum.
„Ég var verkamaður áður en ég
veiktist. Ég var reyndar búinn að
eyðileggja á mér bakið löngu áður og
hef ekkert getað unnið frá 1973. Ég
var að skipta um vél í bílnum mínum
og datt með 700 kílógramma vél í
fanginu. Ég hef verið með ónýtt bak
síðan," segir Stefán sem er Kópavogs-
búi í húð og hár. Hann flutti með for-
eldrum sínum í Kópavoginn tveggja
ára gamall og man það eins og gerst
hefði í gær.
Bjó í tjaldi tveggja ára
„Pabbi byggði hús hér í vestur-
bænum, mjög flott hús sem stendur
enn og allt svoleiðis. Það var byggt úr
hlöðnum steini, mjög gott hús. Þetta
var árið 1952. Ég man alveg eftir
þessu, við bjuggum í hvítu tjaldi í sex
mánuði á meðan pabbi byggði húsið.
Mamma hitaði matinn á litlum olíu-
prímus fyrir utan tjaldið. Ég á ennþá
ketilinn sem hún notaði til þess að
hita kaffið handa pabba."
Stefán er duglegur að safna, hefur
aldrei hent eða týnt neinu sem hann
hefur eignast. íbúðin er hans eigið
safn, safn minninga um hann sjálfan
frá því hann var smá gutti. I leik-
fangaskápnum geymir hann leik-
fangabflana sem hann lék sér við fyrir
utan tjaldið sem fjölskyldan bjó í á
meðan faðir hans byggði hús.
Kommúnisti og safnari
Tónlistin er hans ær og kýr. Stefán
spilar á 36 hljóðfæri, bassinn er í
mestu uppáhaldi. Keypti hann fýrir
mörgum árum, þurfti að taka banka-
lán. Auk þess að vera liðtækur bassa-
leikari er hann nokkuð flinkur á
munnhörpu. Barmnælum byrjaði
Stefán að safna á pönktímanum og
hefur aldrei hætt. Nælumar eru nú að
nálgast 1000.
I dag er Stefán með nælu Vinstri
grænna og Framsóknar í sama jakka
en segist hvomga styðja.
„Ég hef alltaf verið kommúnisti,
það em ekki margir kommúnistar á
íslandi. Lenín og Stalín voru
hinsvegar miklir óbótamenn sem
meiddu fólk. Ég kaus alltaf Alþýðu-
bandalagið en kýs Samfylkinguna
nú," segir Stefán.
Glimmrandi gaman í Edinborg
„Ég hef tvisvar ferðast til útlanda.
Það var alveg glimmrandi að koma til
Edinborgar. Ég hitti þar fimm íra sem
buðu mér upp á nautasteik á
svissneskum veitingastað sem var
opinn til klukkan fimm um nóttina.
Þeir spurðu mig þegar ég kom inn
hvaðan ég væri og ég svaraði, „I’m
from Iceland!" og þeir hrópuðu í kór
„are you from Iceland, you are my fri-
end. Do you like to eat?“. Síðan sat ég
með þeim fram eftir nóttu og lenti í
þvflíkum vandræðum með að fá
leigubfl," segir Stefán og hefur unun
af því að segja sögur. Bendir á gamlan
fána Sjálfstæðisflokksins og segir:
„Mér var nú bara gefið þetta fyrir
löngu síðan, ég nota þetta til þess að
hengja útvarpsloftnetið mitt, þetta
hefur nú bara svona praktískt gildi
hérna, ég er ekkert að taka fánann of
alvarlega sem slíkan," segir Stefán.
Það er alltaf kveikt á sjónvarpinu
heima hjá Stefáni. Eiríkur Omega-
prestur prédikár fyrir kristinboði í
Miðausturlöndum.
„Ég er frelsaður," segir Stefán.
„Fyrir löngu síðan. Ég sæki messur
hjá Ffladelfíukirkjunni á sunnudög-
um.“
Kærasta með rækna brókarsótt
Stefán er ekki giftur og hefur búið
einn mest allt sitt líf.
„Ég hef verið í sambúð einu sinni á
ævinni. Hún hélt bara svo mikið
framhjá að það var ekkert hægt að
láta bjóða sér upp á þetta. Hún var
með það rækna brókarsótt að maður
kom engum vörnum við, vinur minn.
Hún hefur nú eitthvað skánað núna
vona ég. Mér skilst að hún sé bóndi út
á landi. Sá einhvern tímann fréttir af
því þegar hún og maðurinn hennar
voru borin út af bæ sínum af sýslu-
manninum á Selfossi," segir Stefán og
augljóst að kærastan var honum afar
kær þrátt fyrir allt.
„Já, hún var alltaf úti í bæ með ein-
hverjum körlum á meðan ég sat
heima og passaði strákinn hennar. Ég
hef engan áhuga á bömum og hef
aldrei langað að eiga bam. Hún var
alltaf með talstöð og ég gat kallað í
hana þegar ég vildi. Auðvitað var hún ‘
yfirleitt upptekin. Éggafst á endanum
upp og henti henni út," segir Stefán.
Naglalakkar á sér tærnar
Síðan hefur engin kona verið í lífi
Stefáns, sem segist ekki vera samkyn-
hneigður þótt honum finnist gaman
að mála sig og nagla á sér tásurnar.
„Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf
verið. Mér finnst gaman að vekja eft-
irtekt. Þess vegna naglalakka ég mig
og mála á mér andlitið. Mér finnst
voðalega fallegt að vera með augna-
háralit, kinnalit og svoleiðis," segir
Stefán sem auk þess gengur oft í
þykkbotna kvenmannsskóm með
naglalakkaðar tæmar berar út. Hann
er þannig klæðskiptingur, án þess að
hafa neinar sérstakar hvatir til karla.
„Ég var nú landsfrægur eftir að ég
kom fram í þætti Eiríks Jónssonar á
Stöð 2 fyrir mörgum ámm. Þá var
hrópað á mig út á götu og svoleiðis."
„Mér fannst það æðislegt og hafði
voðalega gaman af því,“ segir Stefán
sem hefur haft viðurnefnið geit síðan
hann var í gaggó vest.
„Ég var farinn að safna skeggi þeg-
ar ég var í gaggó. Þá byrjaði einhver
að kalla mig geit sem hefitr loðað við
mig síðan. Ég var með í bekk með
Shady Owens söngkonu í bamaskóla.
Hún var nú meiri djöfulsins frekjan.
Barði mig einu sinni í eyrað með
veski sem var fullt af smápeningum.
Ég var með hellu fyrir eyranu í marg-
ar vikur á eftir. Pabbi lcvartaði í skóla-
stjórann og hún var hundskömmuð
fyrir þetta."
Sjónvarpið drepur tímann
„Ég nennti ekkert að læra og hætti
snemma í skóla. Ég keypti reyndar
sjónvarpstæki snemma, ég held að
það hafi verið 1965. Þannig lærði ég
ensku. Pabbi var mjög vondur þegar
ég keypti það og talaði ekld við mig í
tvo mánuði. Maður horfði bara á kan-
ann til að byrja með, svo kom rflds-
sjónvarpið þremur ámm seinna. Ég
er mikill sjónvarpsglápari, er með all-
ar stöðvar og allt svoleiðis. Mér finnst
skemmtilegast að horfa á bíómynd-
ir," segir Stefán og hóstar ljótum
hósta.
„Ég byrjaði nú ekki að reykja fyrr
en ég var 25 ára. Lét tékka á lungun-
um á mér um daginn, þau em í fi'nu
lagi, þó að ég reyld mildð. Læknirinn
trúði ekki að ég reykti eins mikið og
ég geri. Ég var drykkfelldur í gamla
daga, hef ekki drulddð síðan ég keypti
mér íbúð 1976. Ég hef alla tíð sfðan
farið á AA fundi tvisvar í viku. Ég h't á
mig sem óvirkan alkóhólista og þetta
er góður félagsskapur og gaman að
hitta þetta fólk," segir Stefán sem er
lflca ljóðskáld en þegar ég bið hann að
lesa fyrir mig ljóð getur hann það ekki
vegna þess hversu illa þau em skrif-
uð. Hann segist skrifa hörmulega.
Innhald ljóðanna er þannig falið í
hrafnasparkinu.
Áfall að missa foreldrana
Foreldrar Stefáns dóu bæði úr
krabbameini 1973. Það var mikið áfall
fyrir Stefán sem í kjölfarið greindist
með geðsjúkdóm sem hefur hrjáð
hann alla tíð síðan. Honum finnst lyf-
in hafa góð áhrif á hann. Finnur ekki
fyrir þunglyndinu lengur. Stefán er
líka flogaveikur en segist sjaldan fá
köst í seinni tíð.
„Ég var mjög veikur héma áður. Þá
var ég á Kleppi, það er góður staður
og kunni alltaf vel við mig þar," segir
Stefán.
Hann er afar sáttur við hlutskipti
sitt sem öryrki í Kópavogi. Fær heim-
flshjálp og konur sem baða hann
tvisvar í viku.
„Mér h'ður mjög vel héma. Það er
vel um mig hugsað. ísskápurinn er
fýlltur hjá mér tvisvar í viku, félags-
þjónustan hugsar svo vel um mig. Ég
get ekkert gert sjálfur út af bakinu,"
segir Stefán sem er alveg tannlaus.
„Tennurnar í mér vom rifnar úr
mér fyrir mörgum ámm síðan. Þegar
ég flutti hingað fyrir 7 ámm missti ég
gervitennumar mínar og hef ekki ver-
ið með neinar tennur síðan. Það háir
mér ekkert lengur, ég hef náð að
temja mér það að éta hvað sem er
svona tannlaus. Get alveg nagað
harðfisk og allt. Ég veit alveg hvað
kom fýrir gervitennumar mínar. Kerl-
ingin sem hjálpaði mér að flytja henti
þeim í mslið. Mér var eiginlega alveg
sama, þær vom alveg ómögulegar
hvort eö var,“ segir Stefán og galopn-
ar galtóman munninn. Honum finnst
tannleysið sjarmerandi. Hann er fjöl-
listamaður, málar, skrifar og spilar á
öll möguleg hljóðfæri. Finnst samt
skemmtilegast að horfa á sjónvarpið,
fær sér smók, naglalakkar á sér tærn-
ar á meðan hann horfir á góða mynd
á Hallmark. freyr@dv.is