Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2004, Qupperneq 41
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 47 Alls kyns megrunarkúrar og töfralausnir tröllríða vestrænum samfélögum þessa dagana. Atkinskúr- inn, megrunarduft, megrunarpillur, megrunarsápur og -súpur eru dæmi um töfralausnir á offituvand- anum fyrir utan allar skurðaðgerðirnar sem í boði eru. DV ákvað að leggja sitt af mörkum í barátt- unni við offitu og kynnir þess vegna nokkrar aðferðir sem gætu hjálpað fólki að léttast. Við Vesturlandabúar fitnum með hverju árinu sem líður. Kjag- andi fitubollur setja æ stærri svip á samfélagið og einna augljósast er vandamálið í skólakerfinu. Fyrir nokkrum árum var ein fitubolla í hverjum bekk en nú er ein hor- rengla í hverjum bekk en hinir of feitir. Offita og kvillar samfara henni eru faraldur og stærsta heil- brigðisvandamál samtímans. Sá sem fyndi upp 100% lausn á offitu- vandamálinu yrði ríkur maður. Og svo sannarlega hafa margir reynt. Eftir því sem vandamálið verður stærra koma fram fleiri lausnir. Á 7. áratugnum fóru húsmæður til læknis og fengu svokallaðar megr- unarpillur. Þetta var amfetamín í pilluformi og þegar húsmæðurnar voru byrjaðar að ryksuga á nótt- unni gáfiist þær oftast upp. Um 1980 var hver stolt húsmóðir með slímkenndan Kákasus-geril í krukku í eldhúsinu en gerillinn átti að vera allra meina bót, þ. á m. grennandi. Síðan hafa alls konar kúrar og lausnir dunið á okkur - Atkinskúrinn, appelsínu-, epla- og sítrónukúrinn, megrunarduft, megrunarpillur, megrunarkara- mellur, megrunarplástrar, megr- unarskóinnlegg, megrunareyma- lokkar, megrunarhjólabuxur, megrunarsápur og -súpur og alls- kyns tæki og tól - en ekkert virðist duga og þjóðin hefur aldrei verið feitari. DV leggur nú lóð á vogaskál- ctr vandamálsins og kynnir til sögunnar nokkra byltingarkennda megrunarkúra. Týpíski megrunarkúrs-kúrinn Þeir sem hafa farið nokkrum sinnum í megrun ættu að kannast við þennan kúr. Morg- unmatur: 1/2 greipaldin 1 sneið Korni-hrökkbrauð með kotasælu 1 glas undanrenna Hádegisverður: 200 g magur kjúkhngur 1 bolli af soðnu spínati 1 bolli jurtate 1 Homeblest-kexkaka Miðdegissnakk: Afgangurinn af pakkanum 1/2 diet-drykkur Homeblest- Kvöldverður: 2 sneiðar af hvítlauksbrauði 16“ pítsa með pepperóní, hvít- lauk og papriku 1 stór ís með dýfu 1 Prins Póló 2 bjórar Bland í poka fyrir 300 kall Miðnætursnakk: Heil frosin ostakaka - étin beint úr ísskápnum Endurtakist eins oft og þarf til að þú gefist upp. Hrái kjúklinga-kúrinn Hrár kjúklingur er sleiktur og étinn. Blóð og safi drukkiö \ með. Síðan er bara að bíða' og vona að salmonellan eða kamfílóbakterían vinni sitt verk og guðdómlegt rennirí fylgi í kjöl- farið. Fólk hefur misst mörg kíló þennan áhrifaríka hátt. Sjálfsblekkingar-kúrinn Þessi megrunarkúr er góður að því leyti að þú breytir hvorki matar- æði þínu eða hreyfingu, heldur trú- ir bara í blindni á eftirtaldar reglur: 1. Sá matur sem enginn sér þig borða inniheldur engar hitaeiningar. 2. Það eru engar hitaein- ingar í diet-drykkjum eins og Diet Kók og Pepsi Max og því draga þessir drykkir í sig hitaeiningar úr öðrum mat eins og súkkulaði og lakkrís. Þess vegna er í lagi að borða mat með miklu hitaeiningamagni ef diet-drykkir eru drukknir með. 3. Finndu þér feitt fólk til að borða með því ef sá sem þú ert að borða með borðar meira en þú teljast hitaeiningarnar í þín- um mat ekki með. 4. Hitaeiningar í mat sem þú borðar í lækningaskyni teljast ekki með því þær fara allar í að lækna líkamann. Dæmi: Heitt súkkulaði, koníak, kók. 5. Ef þú fitar alla í kringum þig grennist þú. Byrjaðu því að lauma rjóma og sykri í mat vinnufélaga og íjölskyldu. 6. Skyndibitafæði og sælgæti sem neytt er í bíó hefur engar hita- einingar því þess er neytt í myrkri og er hluti af skemmtuninni. Dæmi: Popp, nammi, nachos. 7. Hitaeiningar í kexi hverfa ef þú neytir einungis kex sem hefur brotnað. 8. Fæða sem sleikt er af hnífi eða skeið þegar verið er að útbúa mat er hitaeiningalaus. bræður okkar og systur í þriðja heiminum „grennri" (m.ö.o. svelta í hel). Gott ráð í megrun- arvanda okkar heppnu er því að taka sér lifn- , aðarhætti fbúa þriðja heimsins til fyrir- myndar. Reglur: Dæmi: Hnetu- smjör, þeyttur rjómi, kökudeig. 9. Fæða sem er eins á litinn inni- heldur sama hitaeiningafjölda. Dæmi: Hvítkál og hvítt súkkulaði, Spínat og grænn frostpinni, eggald- in og lakkrís. Alltaf að flytja-kúrinn Kyrrseta er ein af ástæðum offitu. Því er upplögð lausn að byrja í fasteignabraski sérstaklega þar sem hagstæð lán bjóðast nú sem aldrei fyrr. Þú selur íbúðina þína og kaupir aðra sem þarfnast mik- ils viðhalds. Þú ert hálfan mánuð að flísaleggja, brjóta niður veggi, parketleggja og ferð ítrekað í bygg- ingarvöruverslanir og Sorpu. Pass- aðu þig á að vinna undir pressu, t.d. með því að losa gömlu íbúðina fljótt og þurfa því að vera búinn að gera nýju íbúðina upp innan skamms tíma. Þú hamast og ham- ast, ert alltaf á ferð og flugi og hefur engan tíma til að borða. Einstaka sinnum treður þú í þig sjoppumat. Með þessum hætti ættirðu auð- veldlega að losna við a.m.k. 5 kíló á 2 vikum. Ef það er ekki nóg ferðu strax að leita að nýrri íbúð sem þarf að gera upp og þannig koll af kolli þar til kjörþyngd er náð, Þriðja heims-kúrinn Það er staðreynd að eftir því sem við Vesturlandabú- ar verðum feitari verða * Þú vinnur minnst 14 tíma á dag en biður yfirboðara þína að borga þér bara fyrir hálf- tíma. * Ekki eyða meira en 30 krónum í mat á dag. * Soðin hrísgrjón eru aðaluppi- staðan í mataræðinu. Þó ekki meira en 100 g í einu. * Drekktu vatn úr drullupollum. * Ef svengdin sækir á máttu at- huga ruslatunnur nágrannanna. Ekki er ráðlegt að vera á þessum kúr lengur en í eina viku. Eftir það skaltu spara við þig í mat og gefa Rauða krossinum það sem þú hefð- ir annars eytt í óhóf. Gúrkutíðar-kúrinn Svengd er tengd ytri aðstæðum og ljóst að fólk borðar eftir því í hvernig skapi það er. ísland er dvergríki og því er stundum lítið í ff éttum. Hér ríkir því blessunar- lega oft það sem er kallað gúrku- tíð. Þessi kúr byggir á að borða eftir því hvernig ffétt- irnar eru, en fréttir hafa mikil áhrif á líf flestra. Það eru um 60 hitaeiningar í meðalstórri gúrku og því augljóst að um ákjósanlega fæðu er að ræða. Gúrkan kemur því nokkuð við sögu í þessum kúr. Hér koma nokkur dæmi um það hvernig á að borða í þessum kúr þar sem innihald ffétfa ræður ferðinni: * Gúrkutíð Einkenni: Fréttamaðurinn á Suðurlandi er með aðalfrétt kvölds- ins í Sjónvarpinu og Magga Massi er aðalmálið framan á Séð og heyrt aðra vikuna í röð. Kvöldmatur: Ein gúrka. Vatn. * Miðjumoð Einkenni: Fyrstu fréttir kvölds- ins eru erlendar og nokkuð djúsí, en um miðjan fréttatímann skellur á 10 mínútna umfjöllun um eitthvað sem er að gerast á Sjálandi. Frétt um ógæfu- saman ungling sem rændi ellilífeyrisþega og danglaði í mann á förnum vegi er það helsta af innlendum vettvangi. Kvöldmatur: Hálf gúrka skorin ofan á hrökkbrauð. 200 g magurt kjöt. Diet-drykkur. Einkenni: í fréttum er spenn- andi efni sem varðar flest fólk. T.d. vaxtastríð bankanna, eða það að á landinu er heimsfrægt stórmenni sem fer lofsemdarorðum um land og þjóð. Spennandi gíslataka er í gangi í útlöndum og múslimar eru með einhver læti. >• Kvöldmatur: Hakk og spagettí með súrum gúrkum. Rjómaís með berjasultu í eftirrétt. * Brjálæði Einkenni: Þjóðin stendur á önd- inni og skiptist í tvö lið. Þeir sem aldrei hafa mótmælt áður fjöl- menna öskrandi niður í miðbæ. Fólk er með ákveðinn stjórnmála- mann á heilanum og allir vinnu- staðir landsins eru undirlagðir af umræðum um málefnið. Fólk vílar ekki fyrir sér að fylgjast með frétt- um aÚra ljósvakamiðlanna og lesa v öU dagblöðin til að fá að vita sem mest um málið. Kvöldmatur: Þrefaldur ham- borgari með beikoni, spældu eggi og gráðosti, franskarkartöflur, hálf- ur líter af kokteilsósu, kók, hnetusmjörsís. Tvær gúrkur, sykraðar og velt upp úr hamsatólg. Guðjón Zöega er einn af þeim sem reynt hefur Gúrku- tíðar-kúrinn. Guðjón er aUs ekki ánægður með hann: „Ég gerði þau mistök að fara á " þennan kúr í ár og er búinn að þyngjast um heil 60 kfió frá því ég byrjaði. Fyrst var það þarna l£k- fundarmálið í Neskaupstað og svo skaU fjölmiðlamálið á og þá fór þetta út í algjört óefni hjá mér. Ég þyngdist nú bara um heil fjögur kíló daginn sem Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir ^ frumvarpið. Ég ætla þó að halda áfram á þessum kúr og bind von- ir við að Davíð hætti við að fara í utanríkisráðherrann. Það er eig- inlega ekki hægt að vera á gúrku- tíðar-kúrnum á meðan hann er ennþá eitthvað með puttana í pólitíkinni." Heilbrigð skynsemi-kúrinn Að lokum kemur kúr sem virkar örugglega. Þessum reglum er fylgt í hvívetna: 1. Borðaðu minna. 2. Hreyfðu þig meira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.