Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004
Fréttir DV
íslensk stúlka í Flórída, Rán Freysdóttir, heldur úti dagbók á netinu þar sem hún hefur síðustu daga
lýst því hvernig hún undirbjó flótta sinn undan fellibylnum Frances. Hún segir fellibylinn bara hafa
verið smá gusu miðað við það sem spáð var. Hún segir fólk hafa búið sig undir það allra versta og
þakkar því lítið manntjón. Fellibylurinn Frances var helmingi stærri en fellibylurinn Charley sem reið
yfir Flórída fyrir mánuði síðan og kostaði tæplega 30 manns lífið og olli tjóni upp á tæpa 10 milljarða
Bandaríkjadala.
Frances var risastór Veruiega dró úr
fellibylnum Frances sem var risastór en
reyndist svo kraftminni þegar hann
nálgaðist austurströnd Flórlda.
Rán bloggaði um fellibylinn
Rán heidur úti dagbók á vefnum þar sem hún bloggaði dagana áður en *
fellibylurinn reið yfir Flórída. Fiún upplifði mikinn ótta meðal íbúa ríkisins þar
sem allar nauðsynjar hurfu úr hillum stórmarkaða um leið. Vatn og bensin var
varla fáaniegt.
Fimmtudagurinn 2. september
„Það var algjör geðveiki fyrir framan Publix sem er súpermarkaðurinn.
Troðningur og bilaflaut og ég veit ekki hvað, engar innkaupakerrur og hill-
ur tómar og þvílíktlangar biðraðir og allir frekar pirraðir. Bílinn minn fékk f A
að kenna á öllu saman þar sem einhver opnaði bilhurð og gerði góða StajSsSj
beyglu og rispu á bilstjórahliðinni. Svo er hann allur rispaður á stuðaran- . ^
um aftaná, ég heldeftir innkaupakerru. Viðþurftumþviað rifa okkur upp '.'.JLt IpfiSg
klukkan 7 tilað vera mætt ísúpermarkaðinn og kaupa siðustu birgöirnar . I
afvatni fyrir morðfé. Svo ætlaði ég að fylla bílinn afbensini, fór á 3 bensín- /** 'Y,
stöðvarog allt bensfn búið.. arg.. og iútvarpinu var verið aö segja að við
þyrftum og að okkur væri skylt að yfirgefa heimilið okkar vegna hvirfilbylsins, engra kosta völ.
Flvert á maður að komast á hálftómum tanknum, ég rúntaði þvi á 3 bensínstövar og allar
tómar“.
Föstudagurínn 3. september
„Það er samt búið að draga úr vindhraðanum og þetta er ekki eins
slæmt og igær, en samt eitthvað til að taka alvarlega ennþá. Veðrið úti
er frábært það ermikill vindur en það er bara svo friskandi."
. Laugardagurinn 4. september
„Það erhellings rok og rigning hjá okkur, en hann kemur nú væntaniega
ekki til með að koma á landáþessari strönd, heldur norðar við okkur. En
við eigum eftir að fá Tropical Storm i kjölfarið og það ernú alveg slæmt
llka. En við erum heppin að vera með rafmagn og kælingu ennþá, og auðvitað sjónvarp og alles.
Ekki slæmt það. Við ætlum þvi bara að vera hérna heima meðan stormurinn feryfir. Hittum
mann sem hefur búið hérna iioár og lifað helling affellibylum og hann sagði að þetta væri
góð bygging sem við værum Iog ekkert til að óttast. En við erum ennþá með allan vara á.“
sem sma gusu
íslensk stúlka í Flórída, Rán Freysdóttir innanhúsarkítekt, segist
ekki hafa þurft að flýja heimili sitt þar sem hún býr á South
Beach í Miami á Flórída.
„Ég var búin að undirbúa að
þurfa að flýja frá ströndinni og inn í
land en það kom svo í ljós að það var
engin ástæða til þess,“ segir Rán,
sem hefur síðustu daga lýst undir-
búningi sínum fyrir fellibylinn á
heimasíðu sinni ran.is þar sem hún
heldur úti dagbók. Hún segir fólk
hafi verið afar vel undir fellibylinn
búið, enda aðeins rétt tæpur mán-
uður síðan fellibylurinn Charley reið
yfir. Charley var helmingi minni en
Frances, en tjónið af hans völdum er
að öllum líkindum margfalt meira.
„Maður bjóst við hinu versta, miðað
við það sem spáð var er óhætt að
segja að þetta hafi bara verið smá
gusa, að minnsta kosti fýrir okkur
hér á Miami,“ segir Rán.
Flórídabúar búnir undir það
versta
Talið er að tvær og hálf milljónir
manna hafi þurft að yfirgefa heimili
sín um helgina vegna fellibylsins.
Aldrei áður hefur jafn mörgum verið
ráðlagt að yfirgefa heimi sín í sögu
Flórídarfkis. Heldur dró úr fellibyln-
um þegar hann nálgaðist austur-
strönd Flórída og var vindhraðinn
margfalt minni en búist hafði verið
við. Rán segir að fólk hafi undirbúið
sig undir það versta. Hún segir að
búið hafi verið að negla fyrir alla
glugga og fyrirbyggja fok á lausum
hlutum eins vel og mögulegt var.
„Það eru allir búnir að vera mjög
meðvitaðir um þetta og hafa undir-
búið sig vel. Ég fór í stórmarkaðinn á
Rán Freysdóttir Var búin að búa sig undir
það versta. Hún hefur búið í Flórida í tvö ár
þar sem hún er innanhúsarkítekt á arkitekta-
stofu sem hannar stórhýsi fyrir milljarða-
mæringinn Donald Trump.
laugardaginn og þá var til dæmis allt
vatn, rafhlöður, vasaljós og slíkt
uppselt. Ég þurfti líka að fara mjög
víða til þess að fá bensín á bílinn
sem var uppselt á flestum stöðum",
segir Rán, sem er þó ekki alveg tjón-
laus því nýleg bifreið hennar
skemmdist talsvert í örtröðinni fyrir
utan stórmarkað áður en fellibylur-
inn reið yfir.
Tjónið líklega minna en talið
var
Fjöldi bygginga skemmdist og ein
og hálf mfiljón heimila er enn raf-
magnslaus. Fjöldi fólks gistir enn í gisti-
skýlum þar sem því var komið fyrir
áður en fellibylurinn reið yfir. Tæplega
100.000 manns eru í 350 gistiskýlum
víða um ríkið. Mikill ijöldi hjólhýsa-
hverfa er á svæðinu en þau em talin
hafa sloppið betur en á horfðist. Enn
hefur tjónið ekki verið metið en talið er
Bátum skolaði á land Þó skaðinn
sé minni en búist var við var vindur-
inn samt sem áður mikill og óveðrið
var lengi aðganga yfir.
Rán býr á ströndinni Rán býr íþessu húsi
á South Beach í Miami. Hún segir húsið
sterkbyggt og óskemmt eftir marga mann-
skæða fellibyli Igegnum tiðina.
að það verði talsvert minna en eftir
Charley. Ekki er vitað um fjölda látinna
en fómarlömbin em talin vera margfalt
færri en fómarlömb Charleys, sem dró
26 manns til dauða. Á meðan Flór-
ídabúar jafna sig eftir Frances er fimmti
fellibylurinn, Ivan, að myndast í
Atlantshafinu en reiknað er með því að
hann nálgist land ílok vikunnar. Ekki er
Bensínið búið Bensín var víða búið auk
þess sem vatn var afskornum skammti í
stórmörkuðum í Flórída.
vitað hversu stór hann mun verða.
Flestir þeir sem deyja af völdum felli-
bylja drukkna í vatnsflóðum sem
óveðrið veldur. freyr@dv.is