Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Sjðtíu reknir fyrir fyllerí Um sjötíu nemar í Menntaskólanum á ísafirði hafa verið reknir úr skóla tímabundið fyrir að hafa drukkið áfengi í óvissuferð í Bjarnarfjörð á Ströndum. Þá urðu sex piltar hárinu fátækari og vöknuðu með misstóra skaUabletti um morguninn. Skólameistar- inn Ólína Þorvarðardóttir leitaði í töskum áður en haldið var af stað. Þegar heim var komið á sunnu- dag hringdi skólameistari í þau sem vissa var um að höfðu verið undir áhrifum áfengis og tilkynnti að þeir nemendur þyrftu ekki að mæta næstu þrjá daga. Missti hárið í óvissuferð Strokudrengurinn Albert Þór Benediktsson sem er á flótta undan Barnaverndar- nefnd Hafnarf]aröar, fannst inni í skáp á heimili móöur sinnar. Hanna Andrea, móðir drengsins, segist ekki hafa átt von á aö lögreglan leyfði sér að fara inn í skápa á heimili hennar án allra heimilda. Faldi sig inni í skáp Lögreglan kom i heimsókn undir þviyfirskini að spjalla við móðurina en brást trausti og óð inn i alla skápa á heimili hennar. Þar fannst drengurinn i felum og var numinn á brott eftir fimm daga á fiótta. í íelum inni í fataskáp Birgir Þór Halldórsson, einn nemenda, segir að mikils titrings gæti í þeirra hópi en margir þeirra sem var vikið úr skóla megi alls ekki við því. „Þessir þrír dagar eru skráðir sem skróp og einhverjir eiga á hættu að falla á mætingu," segir Birgir en hann varð af hluta hársins í ferðinni og er ekki ánægður með það. Birgir segist ekki hafa drukkið deigan dropa og farið snemma að sofa og einmitt þess vegna hafi hann verið klipptur illa. Fjórir listar í boði á Héraði Fjórir framboðslistar verða í boði við kosningar í nýju sveitarfélagi á Héraði. Það eru listar: Framsóknar, sjálfstæðismanna, Héraðs- listinn, Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál. Kosningamar munu fara fram 16. október næstkom- andi en samhliða þeim fer fram skoðanakönnun með- al íbúa um nýtt nafn á sveitarfélagið, sem varð til við sameiningu Austur- Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. „Þeir óðu inn í skápa heima hjá mér og fundu drenginn þar og námu á brott," segir Hanna Andrea Guðmundsdóttir, móðir strokudrengsins Alberts sem strauk af meðferðarheimilinu á Stuðlum á sunnudaginn var. Hanna Andrea segir hann hafa verið í felum hjá vinum allt þar til á föstudag að hann kom til hennar. „Ég fór með hann í Smáralind og við versluðum og áttum notalegan dag saman. Hann kom síðan heim með mér og naut þess að slaka á með systkinum sínum. Um kvöldið bankaði lögreglan síðan upp á og vildi spjalla. Eg sagði það sjálfsagt og bauð þeim inn. Ég átti hins vegar ekki von á að þeir myndu fara inn í skápa heima hjá mér án allra heimilda," segir Hanna Ég átti hins vegar ekki von á að þeir myndu fara inn í skápa heima hjá mér án allra heim- ilda. og er mjög óróleg vegna ástands drengsins. Hún segist ekki vita hvert lögreglumennirnir hafi farið með hann en reiknar með að hann sé á Stuðlum. „Ég skil ekki þessi Tony Blair festir kaup á glæsivillu en tékkar ekki á nágrönnunum Annáluð pyntinga hóra í næsta húsi Tony Blair, forsætisráðherra Breta, vissi víst ekki hvað hann var að kaila yfir sig þegar hann keypti glæsi- villu við Connaught Square í London íýrir stuttu. Þrátt fyrir að hverfið þyki hentugt fyrir ríka og fræga fólkið verður ekki annað sagt en nágrann- arnir séu á köflum æði vafasamir. Þannig hafa breskir fjölmiðlar upp- lýst að næsti nágranni forsætisráð- herrans og íjölskyldu hans sé annál- uð vændiskona, sem kallar sig Jacqueline. Vændiskonan kvað hafa verið nágrönnum sínum til ama allt ffá árinu 1979 en hún býður körlum að njóta kynh'fs fyrir 22 þúsund krón- ur og þeir sem borga 3 þúsund til við- bótar fá svipuhögg í sérútbúnum pyntingaklefa. Blair-fjölskyldan kemst víst ekki leiðar sinnar nema ganga ffamhjá húsi Jaqueline þar sem eðli málsins samkvæmt er oft heitt í kolunum. Hvað liggur á? Tony og Cherie Blair Svipuhögg og vændi blða þeirra í nágrenni nýja hússins. Jacqueline er ekki sú eina sem fal- býður blíðu sína í hverfinu því sím- klefi, skammt frá nýja heimili Blair- ijölskyldunnar, er veggfóðraður með auglýsingum um kynh'fsþjónustu af ýmsu tagi. Tony Blair, sem er óðum að ná sér eftir hjartaaðgerð, flytur að líkindum inn í nýja húsið á næstu vikum. „Oddvitar stjórnarflokkanna hafa lýst þvíyfir að í byrjun október verði Ijóst hvernig staðið verði að skattalækkunum. Því fyrr sem peningarnir koma beint til fólksins, því betra,“segir Gunnar I. Birgisson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. vinnubrögð að halda drengnum í fangelsi þar og ætlast til að hann geti þegið einhverja meðferð undir þeim kringumstæðum," segir Hanna. Veit að hann þarf hjálp Hún bendir á að ef eigi að hjálpa drengnum væri nær að hann fengi að vera hjá henni þar sem honum líði vel. „Ég er reiðubúin að veita honum alla þá hjálp sem mér er unnt í samvinnu við barnaverndar- yfirvöld. Hann gæti til að mynda gengið til geðlæknis og sálffæðinga þó hann byggi hjá mér,“ segir hún og skilur ekki hvað vakir fyrir þeim sem stjórna þessu. Hún segist þess fullmeðvituð að hann þurfi hjálp og verði að gangast undir agameðferð en það sé ekki hægt að þröngva upp á fólk meðferð sem það er ekki til- búið að gangast undir. Vill vinna með yfirvöldum Hanna kveðst ekki vita hvað næsta skref verði. Hún muni hafa samband við lögmann sinn, Dögg Pálsdóttur, í dag og engan bilbug sé á henni að finna. „Ég gefst ekki upp á að hjálpa barni mínu sem hefur mátt þola svo mikið undanfarin ár. Hvernig er við öðru að búast þegar barn er rifið úr örmum manns há- grátandi. Vitaskuld líður honum illa en þessi meðferð og sá flótti sem hann hefur verið á bætir það ekki," segir Hanna Andrea og ætlar ekJci að gefast upp. bergijot@dv.is Flóttamaður henti sér í hafið af sjöunda dekki Norrænu Sendurfráíslandiog henti sérísjóinn Á föstudag fékk örvæntingarfull- ur flóttamaður skipstjórnendur á Norrænu til að snúa til Hjalt- landseyja þegar hann henti sér í hafið af sjöunda dekki ferjunnar eða úr 21 metra hæð. Flóttamaðurinn er á fertugsaldri og kom um borð í Björgvin í Noregi. Skilríld hans voru fölsuð og var landganga hans á Seyðisfirði stöðv- uð, hann settur í fangaklefa um borð og stóð til að senda hann aftur til Noregs. Þegar starfsmaður ferj- unnar færði honum mat á föstudag, réðst flóttamaðurinn á hann. Hann komst yfir björgunarvesti, fór yfir handriðið á sjöunda dekki og heimtaði að skipinu yrði snúið til Hjaltlandseyja. Skipstjórinn ákvað að verða við bón mannsins en hafði samband við strandgæsluna á Hjaltlandseyjum og sendi hún þeg- ar þyrlu til móts við Norrænu, sem þá var um þrjár sjómílur austur af eyjunum. Að sögn blaðafulltrúa Norrænu varð maðurinn mjög órólegur þegar hann sá þyrluna nálgast og stökk frá borði. Þyrlusveitin náði manninum úr sjónum og flutti hann á sjúkrahús á Hjaltlandi. Læknar þar segja manninn við góða heilsu, en nokkur rif hafi þó brotnað í fallinu. Þegar hann er búinn að ná sér verður hann sendur til Noregs og yfirheyrður þar. Ekkert er vitað um manninn en haft er eftir farþega um borð að hann sé líklega frá íran eða írak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.