Sjómannablaðið Nútíðin - 01.07.1938, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Nútíðin - 01.07.1938, Blaðsíða 3
N Ú T í Ð I N 3 Hafðu möður þlna I heiðri Lincoln Bandaríkjaforseti Var eitt sinn í stórri veizlu, hann var þá ekki orðinn forseti; en sat á þingi. Á borðum voru allskonar vín- föng; en þrátt fyrir það, að í þá tíð var álitið sjálfsagt að neyta þeirra, þa lét Lincoln allt fara fram hjá sér. Vinur hans setti ofan í við hann fvrir það, og fanst hann lítilsvirða húsbóndann, sem hefði gert sér far um að allt væii sem íullkomnast og bezt. „Og það er engin hætta á því, að maður á þínum aldri, og með þínu líferni falli í drykkjuskap“. Bætti hann við. Þá svaraði Lincoln: „Mér þykir þaðl eitt, ef ég skyldi særa husbóndann, og það er alls ekki ætlun mín. En nokkrum dögum áður en hún móðir mín dó, lofaði ég henni því, að ég skyldi .aldrei neyta áfengra drykkja, og ég er eins skuldbundinn því heiti í dag eins og þá“. „En það er þó munur á barni, sem er umkringt af hrakmennum, og fullorðnum manni, sem á gott heimili“, sagði vinurinn. „En loforð verður samt alitaf loforð, John! og þegar það er heitið móður, er það tvöfalt skuldbindandi“, svaraði Lincoln. Þannig hafði Lincoln minningu móður sinnar í heiðri. O, að margar mæður ættu slíka syni! Hefir þú hana móður þína í heiðri? Hrentsraiðja Bjöms Jónsaonar, Auglýsing. Ákveðið er að allir, sem aka um bæinn, hvaða fararíæki sem þeir nola, fylgi sömu reglum er nú giida fyrir bifreiðaakstur um miðbæinn, en þær erusýndar á uppdrætti. sem er í auglýs- ingakassa bæjarins. Eru menn alvarlega áminntir um að fylgja umferðareglunum, svo og reglum þeim er gilda um búnað ökutækji og urrt b.freiðastæði. Lögreglustjórinn á Akureyri, 8. júní 1938. Sig. Eggerz. Sjómannastofan Nútíðin ALLÍR er flutt i Kauqvarsgsstræti 1 og starfar þar sem sjómannaheimili. VELKOMNIRí BOYE HOLM. Fólkið með hin Ijómandi andlit. Hindúarnir á Indlandi kalla hina kristnu landa sína „fólkið með hin Ijómandi andlit". Hið sama var sagt um Móse þegar hann kom ofan af fjallinu, og hafði talað við Ðrottinn. Skyldi þetta ekki eiga að vera einkenni allra Guðsbarna? Áminningin er^ ennþá í gildi, að vér skulum fagna í Drotni! og sá sem er glaður hefir vana- lega bjart útlit. Hin bezta pré- dikun er sú, sem skín út úr and- litinu, og hún er að því leiti ó- lik flestum öðrum prédikunum, að hún verður því betri sem hún er lengri. Ábyrgðarmaður. Boye Holm. HálsMinn í fjögar ár. í borginni Regina í Saskat- chewan í Kanada býr maður að nafni John Edwards. Á dögun- um lét hann gegnumlýsa á sí hálsinn og kom þá í ljós, i hann var hálsbrotinn. Haí hann haft af þessu sífeldf hlustarverk í fjögur ár. Tókst að gera við hálsbrotið, en Ed- wards varð að liggja í gipsum- búðum í 3 mánuði. Nýstárleyar kviðdómur. Fyrir rétti í Texas voru tveir menn, ákærðir fyrir þjófnað. Allir áheyrendur í réttarsalnum, tvö hundruð að tölu, voru látnir greiða atkvæði um refsinguna. Flestir greiddu atkvæði með tveggja ára fangelsi skilorðs- bundnu og félst dómarinn á úr~ slitin.

x

Sjómannablaðið Nútíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Nútíðin
https://timarit.is/publication/868

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.