Sjómannablaðið Nútíðin - 01.07.1938, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Nútíðin - 01.07.1938, Blaðsíða 1
Opinbert málgagn hins Kristilega sjómannafélags Nútíðin. 3. blað Stofnandi: Boye Hoim. Akureyri, júíi 1938 Aöalstöö: Hafnarstr. 102 V. árg. AUGIJ MIN HAFA SÉÐ HJÁLPKÆÐI ÞITT (Lúkas 2, 25.—32.). Lúkasarguðspjall skýrir frá um .Símeon, gamla manninn, sem á elliárum sínum fyltist gleði og undrun yfir að hann skyldi fá að ~sjá Jesú, áður en hann dæi. "Gamli Símeon var réttlátur og guðrækinn maður, sem vænti huggunar ísraels, og Heilagur Andi Var yfir honum. Honum hafði ver- ið birt það af Heilögum Anda, að hann skyldi ekki deyja, fyr en hann hefði séð Drottins Smurða. Símeon trúði á Guð og hans orð, og um komu Frelsarans til jarðarinnar, til að gera mennina glaða og blessa þá; en hann fann, að þetta var ekki nægilegt, hann þráði persónulega að þekkja hann, og nú var hann í helgidómnum. ! að tillaðan Andans. Hann gleymdi því, sem var bak við, og lét ekkert hindra sig; hann hafði aðeins þetta eina takmark — að sjá Jesú. Símeon var hlýðinn, hann leidd- ist af Guðs anda og ávextir þess Urðu þeir, að hann fékk að sjá Jesú, sem hann í mörg ár hafði þráð; áreiðanlega hefir þetta ver- ið bæn hans: „Drottinn, sýn mér vilja þinn og kenn mér að breyta eftir honum, ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt“. Þegar íoreldrarnir komu inn með barnið Jesú, til þess að fara með það eftir reglu lögmálsins, tók Símeon það í fang sér, lofaði Guð og sagði: „Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefir heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt“. Halle- lúja! — Nú, dag, þakka ég Guði fyrir, að hann hefir leitt mig inn á veg sannleikans. Eg hafði lengi þráð að losna undan bölvun synd- arinnar, og ég bað líkt og Jakob: „Eg sleppi þér ekki, nema þú blessir mig“, og hann blessaði sálu mína með frelsi. — Ef jólin eiga að færa þér gleði, þarft þú að opna hjarta þitt fyrir Jesú. Þú hefir máske oft fundið að þú ættir að gera það, en samt sem áður slegið því á frest og sagt eins og svo margir aðrir: Það er nógur tími. Vinur, minstu þess að eiiífðin bíður þín — glat- aðu ekki sálu þinni. í dag talar Guðs Andi tíL þín, á sama hátt og til Símeons; ef þú ert lilýðinn og segir: „Herra, hér er ég“, tekur hann á móti þér. Láttu þessi jói verða úrslitastund um afstöðu þína til Guðs. Þú veitst, að það er alvarlegt að vera einn með Guði, því að þar mætir þú sannleikanum, fyrst og fremst sannleikanum um þitt eigið ástand, sem þú til þessa heíir flúið, og þar næst sannleik- anutn um kærleika Guðs og kraft. — Minsíu þess, að þótt sannleik- urinn sé óttalegur, þá, veltur allt á honum, velferð sálar þinnar — því að sannleikurinn mun geraþig frjálsan; og þegar þú ert orðinn frjáís, getur þú t'agnað líkt og gamli Símeon. Hallelúja! Augu mín hafa séð :hjálpræði þitt.

x

Sjómannablaðið Nútíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Nútíðin
https://timarit.is/publication/868

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.