Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 23
J1 létm
m bp komin
Branson floppaði
Það gekk ekki sem skyldi hjá rikisbubban-
um og ævintýramanninum Richard Bran-
son i sjónvarpinu í siðustu viku. Branson
hugðist feta í fótspor annarrar aurasálar,
Donald Trump, með raunveruleikaþættin-
um Uppreisnarmilljarðamæringurinn, eða
The Rebel Billionaire. Á fimmtudaginn fór
fyrsti þátturinn i loftið og lenti i fimmta
sæti með áhorfá þeim tíma, sem þykir ekki
vænlegt. Þetta kvöldið var Kaninn aðal-
lega að horfa á Kántrítónlistarverðlaunin
og nýju þáttaröðina Lost. Lost vekur mikia
athygli en þar erfylgst með /t-
hópi fólks sem lend-
ir á eyðieyju
eftir flugslys.
Eyjan er vægast sagt
undarleg, óvættir
virðast leynast þar.
Síðan eru þættir úr ævi
fólksins á eyjunni rifjaðir
upp. Þátturinn kemur
væntanlega í sjónvarpið
gkkar á næstunni.
Oliver Stone
floppaði líka
Nýlega leyfði Óskarsverð-
launaleikstjórinn Oli-
ver Stone nokkrum
gagnrýnendum að
kikja á nýju epísku
myndina sina, Al-
exander, með Colin
Farrel í aðalhlut-
verki. Myndin kemur
út í Bandaríkjunum á
fimmtudaginn og verður væntanlega tekin
til sýninga hér á Klakanum 14.janúar. Það
erskemmst um það að segja að gagn-
rýnendurnir voru vægastsagt ó-ánægðir
og létu Stone heyra það á netinu eftir sýn-
inguna.Á
AintltCoolNews.com sagði:„Þessi mynd er
rugl. Stone sagðist vera nýbúinn að klára
hana og hún litur út eins og hann hafi drif-
ið hana fljótt í gegn. Sagan er ekki isam-
hengi, leikurinn ósannfærandi og allt útlit
virðist samansett. “Annar gagnrýnandi
bætti við:„Ég er í losti - og ég segi það án
kaldhæðni - í losti yfir því hversu léleg
myndin var. Ofleikur, undarlegar tökur,
veikir bardagar. Hún var bara írugli."
Omar Sharif í slag
Kvikmyndastjarn
an OmarSharif
sannaði það á
dögunum að
ekki er allur
vindur farinn úr
honum, þráttfyr-
ir að hann sé
orðinn 72 ára
gamall. Sögu-
smettur Daiiy
Mirror herma að
hann hafí ráðist
með lampa á sam-
leikara sinn á fylleríi á Indlandi. Sharif, sem
komm.a. til fslands að spila bridds fyrir
u.þ.b. fímmtán árum siðan, var að rifast
við John Noble, sem lék Dynþór, ráðs-
manninn i Minas Tiríð I Hilmir snýr heim, á
hóteli i Jodhpur. Rifrildið endaði á því að
Sharifgreip lampa og braut hann á höföi
Noble. Þá sveifað annar stórleikari, Peter
O’Toole, sem lék m.a. með Sharifi Arabiu
Lawrence, og stöðvaði slagsmálin.„Samtal
varð að miklu rifrildi milli John og Omars.
Það veit enginn hvað þeir voru að tala
um," sagði sjónarvottur. Sharif virðist á
miklu fylleríi þessi misserin. Hann var
handtekinn i Frakklandi isumar fyrir að
skalla lögregluþjón eftir upp-nám í spila-
víti.
Á ráöstefnu kvikmyndaáhugamanna á dögunum sat handritshöfundurinn
David Goyer fyrir svörum og ætlaði að skýra skiimerkiiega frá sinni fyrstu
mynd, þriðju myndinni um hálfvampíru Wesley Snipes, Blade: Trinity. Plögg-
ið gekk ekki betur en svo að allir byrjuðu fljótt að spyrja Goyer um Leðurblöku-
manninn en hann skrifaði handritið að Batman Begins.
Mikil leynd hvflir yfir myndinni, sem var tekin upp að hluta til á íslandi í
vor. Goyer sagði að Chris Nolan leikstjóri væri þremur vikum frá því að klára
fyrstu grófu útgáfuna af henni. „Chris er mjög ákveðinn, einbeittur og leynileg-
ur. Hann er bara læstur inni í klippiherbergi. Ég get fullyrt það að þetta veröur
ekki Batman-myndin sem mörg ykkar óskuðu sér að yrði gerð.“
Þegar talið barst að fleiri framhaldsmyndum neitaði Goyer öllum sögu-
sögnum úr netheimum. Þar hefur m.a. komið fram að næsta mynd ætti að vera
Batman: Intimidation og byggja að hluta til að hinni víðfrægu sögu Frank Mill-
er, Batman: Year One.
„Að vissu leyti er freistandi fyrir okkur að hætta núna, gera bara þessa einu
mynd og láta okkur hverfa. Hins vegar er kvikmyndaverið, Warner Brothers,
æst í að Chris leikstýri annarri Batman-mynd. Hann vill samt ekki ræða þetta
fýrr en hann er búinn með törnina í klippiherberginu. Það verður fundað ein-
hvern tímann í janúar."
Goyer staðfesti að þeir væru búnir að leggja drög að sögunni í næstu mynd-
um. „Við létum Warner Bros. eiginlega fá drög að næstu þremur myndum. Það
er ekki eins og við gerum eina og hugsmn síðan um hvernig sú næsta eigi að
vera. Það er komin leiðarvfsir að bæði sögufléttum og aðalpersónum næstu
þriggjamynda."
Það er kannski fullmikiö fyrir okkur áhorfendur að hugsa svona langt fram
í tímann. Nóg að einbeita sér að næstu mynd. Eins og komið hefur fram leikur
Christian Bale sjálfa blökuna og Michael Caine er Alfreð, þjónninn knái.
Helstu óvinirnir eru Liam Neeson, Ken Watanabe sem Ra’s al Ghul, margra
alda gamall höfuðpaur ninjasöfnuðar, Tom Wilkinson sem Carmine Falcone,
glæpaforingi með mikil ítök í Gothamborg, Rtitger Flauer sem Richard Earle,
yfirmaður hjá fyrirtæki Wayne sem vill svindla á honum og Cillian Murphy
sem Scarecrow, bældur prófessor sem flnnur upp hræðsluvökva sem drepur.
Einnig leika Morgan Freeman, Gary Oldman og Katie Holmes stór lilutverk.
Myndin er áætluö til frumsýningar hér á landi á þjóðhátíðardaginn, 17. júnf.
<