Bræðrabandið - 01.12.1979, Side 5

Bræðrabandið - 01.12.1979, Side 5
fETTUM UIÐ fffl FYLBJfl DŒMIKRI5T57 Við lifiom á þeirri öld sem lítur á kristnina sem liðið tímabil. Það eru því allar líkur á því að fólk yfirleitt hafi lítinn sem engan áhuga á andlegum málum. Þeir fáu sem fara reglulega í kirkju, í hvaða kirkjudeild sem er, eru þeir sem hafa yndi af sálmasöng og ræðum. Þessir, ásamt nokkrum öðrum, gætu hugsanlega sýnt áhuga á einhvers konar boðun fagnaðarerindisins. Það er til neisti af áhuga. LÍfsmáti 20. aldarinnar hefur ekki slökkt þann neista. En hvað gerum við aðventistar fyrir hin 90% fólksins í Bretlandi, sem sýna engan áhuga á andlegum málum? Þá sem fara á knattspymuleik á laugar- dagskvöldi, sofa út á sunnudögum, sem drekka og reykja og bölva. Eða þá sem gefa trúarbrögðum ekkert rúm í daglegu lifi sínu, eða iðka þau aðeins í ein- rúmi hugans. Vissulega getum við hö'fðað til þeirra með opinberum samkomum okkar. Margir af prestum okkar og leikmönnum gera þetta í hlýðni við skipunarorð fagnaðarerindisins. Þeir standa upp líkt og spámennimir forðum hjá jafn miklum guðleysis-kynslóðum og boða boð- skapinn skýrt og skilmerkilega með sér- stakri áherslu á endurkomu Krists. Vissulega eiga auglýsingar okkar, bæði boðsmiðar og veggspjöld, að boða þennan dýrlega viðburð. Samt ná opinberar samkomur ekki til yfirgnæfandi meirihluta fólksins. Biblíugjafaáformið nær heldur ekki til þessa meirihluta. Við gætum reiknað sem svo að þetta fólk myndi hvort eð er ekki taka á móti guðsríki, og við ættum því að láta það kyrrt í syndum sínum og kæruleysi. En það viljum við ekki gera. Ef til vill er eina leiðin til að ná til þeirra sú að mynda brú vingjarnleika og vináttu á milli þeirra og okkar. Vera má að við höfum verið að tala til þeirra á erlendu "kristnu" tungumáli, verið að reyna að slá á streng í brjósti þeirra sem er fyrir löngu orð- inn falskur eða ekki lengur til. Sé svo verðum við að hjálpa þeim á þann hátt sem þeir kunna að meta. Við þurfum aðsnúa okkur til þeirra þarfa sem þeir finna til. Jesús vissi að algengasta meðvitaða þörf mannsins er heilsa hans. Oft notaði hann þessa leið að hjartanu. "Frelsari heimsins notaði meiri tíma og vinnu í að lækna hina sjúku, heldur en í að prédika." (Ministry of Healing,bls. 144). Ellen White minnir okkur á að vinna fyrir aðra eins og hann gerði það. "Þjónar Krists eiga að fylgja dæmi hans. Stað úr stað fór hann og veitti huggun hinum þjáðu og læknaði sjúka. Síðan lagði hann fyrir þá hin miklu sannleiks- atriði varðandi guðsríkið. Þetta er verk fylgjenda hans."(Christ's Object Lessons,bls. 233,234). Eru þessi orð orðin úrelt vegna sjúkratrygginga? Eða er þetta raunveru- lega ein af bestu leiðunum til þess að hjálpa fólki sem berst við böl reykinga, áfengisneyslu og andlegt álag? Oft hefi ég heyrt sagt eða gefið í skyn að 5-daga námskeiðið sé tíma- eyðsla. Þeir sem gera gys að þessu segja venjulega að við séum að "hjálpa reykingarfólki á leið sinni til glöt- unar." Þeir sem segja slíkt ættu að skammast sín. Vissulega vildum við frekar hjálpa reykingarmanninum, þótt hann glatist, heldur en að hjálpa hon- um alls ekki. En um leið og við hjálp- um honum verðum við að leita að tæki- færum til þess að veita honum hlut- deild í hinu dásamlega fagnaðarerindi. Með 5-daga námskeiðinu, 4DK áfengis námskeiði (bara að við gætum komið slíku námskeiði á hér hjá okkur), megr- unarnámskeiði, streitu-námskeiði, mat- reiðslu-námskeiði, heilbrigði og bind- indi, læknakristniboðsstarfi, hægri hönd boðskaparins, snertum við líf fólks þar sem það veit að það þarf hjálp. "Hann áformar að læknakristniboðs- starfið eigi að undirbúa boðun h.ins frelsandi sannleika fyrir okkar tíma boðun boðskapar þriðja engilsins. Sé

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.