Bræðrabandið - 01.12.1979, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.12.1979, Blaðsíða 9
2) að sannreynt er að fólk er í því meiri hættu vegna áfengisneyslu því yngra sem það byrjar drykkju. Heili mannsins er mjög viðkvæmur á meðan hann er að þroskast og eru því heilaskemmdir tíðar hjá fólki sem byrjar drykkju á unga aldri. 3) að mikil hætta er á þvx að neysla áfengis og annarra vímuefna á með- göngutíma valdi skaða á fóstri. 4) að áfengisneysla hér á landi er, eins og annars staðar þar sem ekki hefur verið tekið í taumana, að færast til yngri aldurshópa, jafnvel niður fyrir 12 ára aldur. 5) að mikil nauðsyn er á að svipta áfengið dýrðarljóma þeim sem hagsmuna- aðilar sveipa það og er þá líklegast til árangurs að nota það ekki til tæki- færisgjafa og að stjórnvöld taki þann hátt upp að nota það ekki í veislum og móttökum gesta. 6) að áfengi ryður öðrum enn hættulegri eiturefnum braut og því veróur ekki barist móti þeim af neinum heilindum nema jafnframt sé unnið gegn áfengis- neyslu. 7) að áfengisvenjum verður ekki breytt með því að láta eina tegund áfengis koma í stað annarrar. Alls staðar, þar sem slíkt hefur verið reynt, hefur hin nýja áfengistegund komið til viðbótar við þær sem fyrir voru. Þetta eru staðreyndir og þarf því ekki að halda neitt eða álíta í þessu sambandTT 8) að vísindarannsóknir hafa sannaó að gegn áfengisneyslu verður ekki barist með árangri nema beita hömlum á ýmsum sviðum. Til að mynda hefur Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) lagt áherslu á að beitt verði hömlum, m.a. háu verð- lagi, takmörkun vínveitingaleyfa, fáum sölustöðum, stuttum opnunartíma vín- veitingahús a o.f1. 9) að samstaða Norðurlandaþjóða um afnám tollfríðinda ferðafólks og far- manna á áfengi er mikilvæg. Mættu íslendingar gjaman hafa þar forystu. Á barnaári hefur verið efnt til viku gegn vímuefnum. Þar var rækilega kynnt hve alvarlegar afleiðingar áfeng- isneysla hefir á börn en þau þurfa flestu öðru fremur á ástúð, umhyggju og öryggi að halda. Og nú þegar erfið- leikar steðja að þjóð vorri er aukin þörf á því að þegnar hennar, hvar í stétt sem þeir standa, séu vakandi á verðinum eigi vel að fara. Heilladrýgst mun að ganga alls gáður til dáða og feta þannig í fót- spor hinnar bindindissömu aldamóta- kynslóðar til framfara og eflingar þjóð vorri. ★ LJOÐ Enn í Ritning ritað stendur ræða þxn sé já og nei hafðu jafnan hreinar hendur hugsun eins og blíóan þey. Aldrei sért við illverk kenndur óláns mútur þiggðu ei. Ef aö Drottinn ekki byggir upp vor hús og heimili ekkert er sem okkur tryggir arð af voru erfiði. En ef Drottinn yfir skyggir er vort besta öryggi. Hyggjum ekki á illt i hjarta hindrast bæn og kraftur dvin láttu Drottinn ljós þitt bjarta lýsa veginn heim til þín. Gegnum dauóans dalinn svarta dýrleg birtan handan skin. Þorkell Bergsson

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.