Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 Helgarblað DV Ferill Hannesar Smárasonar gæti alveg sómt sér sem söguþráöur í bíómynd. Eða sápuóperu: Alþýðudrengurinn sem brýst til mennta af því hann var góður í íþrótt- um, berst áfram í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, kemur heim og tekur þátt í stærsta frumkvöðlaverkefni þess tíma með stórmerkilegum og sérkennilegum vís- indamanni. Umsvif Hannesar hafa verið umtalsverð síðustu mánuði og hlotnast honum því sá heiður að verða fyrstur íslenskra kaupsýslumanna til að verða tekinn fyrir í DV Nærmynd en á næstu vikum mun DV varpa ljósi á mennina á bak við íslenska viðskiptaundrið sem teygir nú anga sínu um allan heim. ■ m F 4Æ Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því unglingalands- liðsmaðurinn Hannes Smárason komst á fdtboltastyrk í verk- fræðinám í MIT. Hann er núna einhver stórtækasti bisness- maður landsins, stjómarfor- maður Flugleiða, farinn að bjóða í Eimskip og kominn í beina samkeppni við tengda- föðurinn sem ól hann við brjóst sér. Hann leggst í fjárfestingar með tengdaföður sínum og nýtur sam- banda hans og orðspors. Allt leikur í lyndi, fjárfestingarnar byrja að skila arði, hann kaupir risahús með menntaskólaástinni sinni á Amar- nesi. Allt er á uppleið. Síðan kemst upp um framhjá- haldið. Harðvítugur skilnaður, vin- slit og valdabarátta fylgja í kjölfarið. Hannes stendur uppi með pálmann í höndunum og nýja konu og er í dag áhtinn einn djarfasti og umsvifa- mesti maður í íslensku viðskiptalífi. Fótboltastjarna Hannes Smárason ólst upp í Laugameshverfmu, spilaði með Fram og gekk í MR og langaði að verða verkfræðingur. Hann var í unglingalandsliðinu í fótbolta og út á þá hæfi- leika fékk hann styrk til að læra við einn besta háskóla Bandaríkj- anna, MIT. Eftir verkfræðina lærði Hannes til MBA, sem býr menn undir að verða forstjórar. Eins og svo margir sem ljúka því námi fór hann að vinna hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey, fyrst í Svíþjóð en síðan í Boston. Þar vinnur ungt fólk myrkr- anna á milli og gerir skýrslur fyrír forstjóra sem nota þær síðan til að taka erfiðar ákvarðanir um stefnu fyrirtækjanna. Þar hafa menn orð á sér fyrir að vera klárir en ófor- skammaðir. Kynntist Kára í körfubolta Hannes bjó í Bandaríkjunum og gerði út frá Boston. Þar spilaði hann stundum körfubolta við aðra íslend- inga, einn af þeim var læknisffæði- prófessorinn Kári Stefánsson sem var farinn af stað með ævintýri sitt, íslenska erfðagreiningu. Þama kynntust þeir fyrst, mennirnir sem áttu eftir að vinna saman við að sannfæra almenning og fjárfesta um að leggja fé í fyrirtækið í von um að byltingarkenndar nýjungar skiluðu þeim miklum arði. Á meðan Kári átti erfitt með að vinna með mörgum öðrum stjórn- endum hjá fyrirtækinu náðu þeir Hannes vel saman lengi vel. Hannes var fyrst fjármálastjóri og síðar að- stoðarforstjóri íslenskrar erfða- greiningar og fékk að eignast tölu- vert af hlutabréfum á hagstæðu verði sem hann seldi síðan hluta af fyrir haustið. Hann var síðan arki- tektinn að því, ásamt Kára Stefáns- syni og Bjarna Ármannssyni, þegar íslenskir bankar keyptu stóran hlut í DV Helgarblað LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 15 deCODE genetics af stofnfjárfest- unum í júní 1999 en í þeim viðskipt- um fóm peningar til dularfuÚra eignarhaldsfélaga í Lúxemborg og Panama. Giftist menntaskólaástinni Þótt Hannes væri bara launþegi hjá íslenskri erfðagreiningu stökk hann fram ásamt Kára Stefánssyni sem fjárfestir í Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Kom fram í Morgun- blaðsgrein að Hannes hefði ekki haft fullt samráð við Kára í öllum þeim viðskiptum. Þeir bám smyrsl á sárin og héldu áfram sem fjárfest- ar í þeirri valdabaráttu sem fór í hönd í FBA og sfðar íslandsbanka. Síðar lét Hannes til sín taka í fjár- festingum með Jóni Helga Guð- mundssyni tengdaföður sínum og eiganda BYKO. Hannes var kvæntur Steinunni dóttur hans sem er inn- anhússarkitekt. Þau kynntust sem unglingar í MR og menntaskólaást- in virtist gefa vel af sér. Á sumrin kom Hannes heim frá Bandaríkjun- um og vann hjá tengdaföður sínum í BYKO. Það varð síðan fyrsta stopp- ið hans þegar hann kom til lands- ins, áður en hann hóf störf hjá íslenskri erfðagreiningu. Fjárfesti með tengdapabba Jón Helgi hefur notið mikiUar virðingar í íslensku viðskiptalífi. Hann tók við fjölskyldufyr- irtækinu BYKO og efldi það mjög. í gegnum tengsl hans og viðskipti opnuðust ýmis tækifæri fyrir tengdasoninn. Hann- es sat í stjórn Smáralindar fyrir eignarhlut þeirra og varð stjórnar- formaður. Þar kynntist hann Nóa- túnsfjölskyldunni og Byggingafélagi Gylfa og Gunnars sem hafa nú fjár- fest með honum í Flugleiðum og Húsasmiðjunni. Hannes fjárfesti einnig með Jóni Helga í Keri en Jón Helgi hafði komist í viðskipti með Ólafi Ólafssyni þeg- ar flutningafyrirtæki hans Jónar sam- einaðist Sam- skipum. f gegnum gömul tengsl Jóns Helga og Þórðar Magnússon- ar, ákváðu þeir að fara saman inn í Búnaðarbank- ann. Hannes var með og það er þessi hlutur sem rann inn í KB banka á hagstæðu gengi, sem hefur staðið undir hans umsvifum upp frá því. Keypti af sjálfum sér Því var sérstaldega fagnað þegar þeir tengdafeðgar héldu áfram og keyptu saman ráðandi hlut í Flug- leiðum í nafni eignarhaldsfélagsiris Oddaflugs. Morgunblaðið skrifaði leiðara um að það væri gott þegar slíkir menn tækju að sér svo stóran eignarhlut í svo mikilvægu fyrir- tæki. Hugmyndin var að gamlir vinir og félagar, Jón Helgi og Sigurður Helgason forstjóri, byggðu félag- ið upp í sameiningu. Svo kom babb í bátinn. Jón Helgi komst að því að þegar Flugleiðir keyptu, að undir- lagi Hannesar, 10 prósenta hlut í Eimskipi, meðal annars liluti af Hannesi sjálfum fyrir 300 milljón- ir króna. Sam- kvæmt heimildum DV voru nokkrir stjórnarmenn og Jón Helgi sjálf- ur ekki ánægðir með að komast að því að Hannes væri báðum megin við borðið. Ástarævintýri upp á milli tengdafeðga Á sama tíma og þetta kom upp skildi Hannes við menntaskólaást- ina sína Steinunni og tók saman við Unni Sigurðardóttur. Þau hafa nú eignast barn saman. Kaldhæðni örlaganna er að Unnur var einka- ritari Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þegar Hannes og hún byrjuðu að draga sig saman en nú upp á síðkastið hafa Jón Ásgeir og Hannes átt samleið í viðskiptum í meira mæli en áður. Hannes hefur fjárfest með Baugi í Húsasmiðjunni og Baugur hefur fjárfest með honum í Flugleiðum. Kunningsskapur þess- ara tveggja ungu viðskiptamanna hefur verið sagður eins náinn og hægt er í þeim bransanum. Skilnað- ur Steinunnar og Hannesar var erf- iður en það flækti málin að Hannes var líka að skilja við tengdaföðurinn sem hafði fjárfest með honum í mörgum fyrirtækjum. Eftir skilnað- inn byrjaði Steinunn að hasla sér völl í viðskiptum og hefur nú eign- ast stóran hlut í lslandsbanka og tekið þar sæti í stjórn, fýrst kvenna. Tekist á um lcelandair Hjá Flugleiðum þurfti að leysa úr eignarhaldinu og börðust tengda- feðgarnir um yfir- ráðin í félaginu. Jón Helgi og Sigurður Helgason forstjóri stóðu saman en Hannes Smárason fékk liðsinni frá gömlum félögum úr Smáralind, þeim Einari í Saxhól og Gunnari og Gylfa í BYGG. Einar og Hannes áttu saman hótel Búðir. Félagið Saxbygg var búið til sem keypti hlut Baugs og Fengs út úr Flugleiðum. Með þessu var Hannes kominn með undirtökin í félaginu og gat farið að þróa það í þær áttir sem hann langaði tU. Hann breytti viðskiptaáætluninni og færði út kví- arnar. Flugleiðir upplifa nú nýtt blómaskeið með nýjan karl í brúnni. Hannes er óhræddur við að taka áhættu. Hann stóð fyrir kaup- um á hlut í Easyjet, Flugleiðir hafa gert stærsta flugvélakaupsamning á íslandi og Hannes leitar sjálfur nýrra leiða til að ávaxta sitt pund. Hannes sýndi síðan áhuga á að kaupa Eimskipafélagið en eigendur þess vildu fá meira fyrir en hann var til í að bjóða. í samkeppni við tengdapabba Hannes Smárason er kominn yfir krossgöturnar. Hann stendur nú uppi, algjörlega á eigin fótum, djarfur fjárfestir sem tekur áhættu. Margt af því sem hann hefur gert liefúr gengið vel upp. Hann hefur líka hafið nýtt líf með nýja konu, nýtt hús og lítið barn. Nýjasta fjár- festing hans er í Húsasmiðjunni. Þar er hann kominn í beina sam- keppni við Jón Helga og fyrirtældð sem hann vann hjá þegar hann var í háskóla. kgb@dv.is 5 fŒLANDAIR 1 000Q0QÍQ 0 Q Q Q Q Byrjaði hjá BYKO Hefur nú fjárfest i stærsta samkeppnisaðilanum, Húsasmiðjunni. I Easyjet I Flugleiðirhafa I keypt hlut í Easyjet I undirstjórn I Hannesar. Unnur Sigurðardóttir ritari Unnur sambýliskona Hannesar er39 ára. Hún er nú í barneignarleyfi en þau Hannes eignuðust barn á síðasta ári. Unnur starfar sem ritari yfirstjórnar hjá Baugur Group hf. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1987 og starfaði á skrifstofu bankastjóra Seðla- banka Isiands áður en hún hóf störf hjá Baugi þarsem hún hefur starfað isjö ár. Kári Stefánsson Hannes og Kári unnu | velsaman hjá deCODE. Hannes var kvæntur Steinunni dóttur Jóns Helga sem er innanhússarkitekt. Þau kynntust sem unglingar í MR og menntaskólaástin virtist gefa vel af sér. Á sumrin kom Hannes heim frá Bandaríkjunum og vann hjá tengdaföður sínum ÍBYKO. fslensk erfðagreining Hannes var einn af lykil- mönnum i uppbyggingu fyrirtækisins. i (H Hafa fjárfest gríðarlega upp á siðkastið með j Forstjórinn og stjórnarformaðurinn ii þeim tilgangi að auka umsvif Flugleiða „ allan heim. Hannes stjórnar en Sigurður hættur. Stemunn Jonsdottir innanhússarkitekt Steinunn erdottirJons Helga GuðmundssonaríNorviksem með- a/ annars a BYKO og meirihlutann iKaupási, sem rekur verslanirnar 11-11, Nóatún, Krónuna, Húsgagnahöllina og Intersport. Þau Hannes skildu á siðasta ári en eiga ía™n,?0 börn sem hæði búa hjá móðursinni i húsi fjolskyldunnar i Blikanesi. Steinunn er menntaður inn- anhussarkitekt og hefur lítið skipt sér afviðskiptalifinu þar tila siðasta áriþegarhún fjárfesti istórum hluti Islandsbanka þar sem hún situr nú i bankaráði. Blikanes 9 Heimili Hannesar og Steinunnar á Arnarnesi þar sem hún býrnú ein með börnunum tveimur. ____ Bláfugl keyptur I Hannes undirritaði | 1 nýlega kaup Flug- I leiða á fraktfélag- I inu Bláfugli. Naustabryggja 16 Hannes og Unnurstofnuðu heimili i Bryggjuhverfinu i Grafarvogi en nú er talað um aðþau hafi fjárfest íglæsilegu framtiðarheimili við Fjölnisveq i Þinaholtunum. ffs I Jón Ásgeir Jóhannesson ■ "II ’ \ Leiðir Jóns Ásgeirs og Hannesar I hafa oft legið saman, nú siðast I með innkomu Hannesar I i Húsasmiðjunna. I Bjarna Armannsson I Hannes og Kári unnu með Bjarna i valdabaráttu í FBA og Islandsbanka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.