Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2005, Side 55
DV Fréttir LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 55 Játarfimm rán Karlmaður á fertugsaldri hefur játað á sig ránin tvö í Grafarvogi og Mjódd á fimmtudag. Lögregla hand- tók manninn í íyrrakvöld og við leit í bil hans fundust vopn og lambhúshetta sem notuð var við ránin. Mað- urinn hefur ennfremur ját- að aðild að þremur ránum sem öll voru framin í síð- ustu viku. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður en maðurinn tjáði starfsfólki í þeim verslun- um sem hann rændi að hann væri örvæntingarfull- ur og vantaði peninga. Meðvitundar- laus maður Meðvitundarlaus maður lá inni á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík klukkan 4 í fyrrinótt. Hann hafði verið sleginn niður. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til og var maðurinn fluttur á HeObrigðisstofnun Suður- nesja. Hann reyndist nef- brotinn. Maðurinn sem sló hann var handtekinn en honum var sleppt nokkru síðar. Natalía vill skilnað Natah'a Wiium vill skilja við Ástþór Magnússon for- setaframbjóðanda. Mála- ferli milli þeirra hjóna standa nú yfir í Héraðs- dómi Reykjaness vegna þessa. Málið var tekið fyrir í vikunni. HjónadeilaÁst- þórs og Natalíu rataði á síð- ur blaðanna þegar Natalía lýsti á opinskáan hátt sam- bandi þeirra í viðtali við DV. Þar sagði hún til dæm- is: „Hann [Ástþór] varð mjög reiður þegar ég sagði honum að ég vildi skilja. Ástþór viil vera sá sem ræð- ur. Sá sem hefur valdið." Nýrfram- kvæmdastjóri áHöfn Bæjarráð hefur sam- þykkt ráðningu Guðrúnar Júlíu Jónsdóttur sem fram- kvæmdastjóra við Heil- brigðisstofnun HSSA á Höfn í Hornafirði, en frá þessu er greint á horna- fjordur.is. Guðrún hefur starfað við stofnunina í fimmtán ár og hefur verið hjúkrunarforstjóri um skeið, en hún tók níu mán- aða frí á meðan hún stund- aði nám í stjórnun og rekstri í heilbrigðis- þjónustu. Stofhunin hefur verið í fram- kvæmdastjóra- laus í nokkra mánuði þrátt fyrir að staðan hafi tvívegis verið auglýst. ..v. / Ifcl Maður sem í gær var dæmdur í héraðsdómi í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir áralanga misnotkun á stjúpdóttur sinni, ætlar að áfrýja dómnum til Hæstaréttar og vonast til að rétturinn telji brotin fyrnd eins og í málinu í fyrradag. Hann gengdi trúnaðarstörfum fyrir trúfélag og þrýstingur frá því varð til þess að hann bjó áfram inni á heimilinu hjá stúlkunni. Treystir á að Htestiréttur biargi sér eins og feita Fertugur maður sem gegndi trúnaðarstörfum hjá trúfélagi var í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota stjúp- dóttur sína kynferðislega. Misnotkunin stóð í fimm ár og var stúlkan átta ára gömul þegar maðurinn leitaði fyrst á hana. Mað- urinn neitaði að hafa leitað á stjúpdóttur sína og sagði hana alltaf hafa haft upptökin að samræði þeirra. Stuttu eftir að móð- irin og stjúpinn skildu sagði hann móðirinni frá kynferðisofbeld- inu. Þau tóku hins vegar saman aftur vegna þrýstings frá trúfé- lagi sem þau voru félagar í og stjúpanum því gert kleift að mis- nota stúlkuna áfram. „Að sjálfsögðu áfrýja ég,“ segir maðurinn sem var dæmdur í gær. „Mér finnst þetta furðulegt allt saman.“ Hann segist hafa kynnt sér dóm Hæstaréttar frá í fyrradag þar sem barnaníðingur var sýknaður af brotum sínum vegna fyrningar. „Mitt mál er ennþá meira fyrnt," seg- ir hann. Hann stendur í þeirri trú að samfélagið leggi hann í einelti. „Ég fer aldrei á Litla- Hraun. Það hljóta að vera til aðrar leiðir." „Þetta er ekki mannlegt." Maðurinn var stunginn illa fýrir rúmu ári síðan og sá sem það gerði var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Staðfesti Hæstiréttur dóminn frá í gær, munu þeir Júttast á Litla- Hrauni. „Ég fer aldrei á Litla-Hraun. Það hljóta að vera til aðrar leiðir," segir hann. Styrkur og einbeittur brota- vilji í dómnum segir að brot manns- ins beri vott um sterkan og einbeitt- an brotavilja. Hann hafi fullkomlega brugðist því trausti sem stúlkan bar til hans. í dómnum segir einnig að brot mannsins hafi verið bæði mörg og svívirðileg og til þess fallin að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fýrir stúlkuna. Dómurinn segir einnig að maður- inn eigi sér engar málsbætur vegna þessara brota. Maðurinn var sýkn- aður fyrir að hafa brotið kynferðis- lega á bróður stúlkunar. Héraðs- dómur segir að þrátt fyrir trúverðug- an framburð og vitnisburð sálfræð- ings séu ekki nægar sannanir fyrir hendi til að sakfella hann. Byrjaði þegar hún var átta ára Stúlkan sagði frá því að maðurinn hefði byrjað að leita á sig stuttu eftir að hann flutti inn til fjölskyldu henn- ar í júní 1989. Hann bjó þar til ársins 1994. í fyrstu gerði hún sér ekki grein fyrir að eitthvað væri athugavert við athæfi stjúpa síns en eftir því sem árin liðu hafi athafhir hans gagnvart henni orðið grófari. Stjúpi hennar ít- rekaði sífellt við hana að hún ætti frumkvæði af kynferðisofbeldinu og því mundi ekkert stoða fyrir hana að kæra málið. Stjúpinn hefur haldið því ffam við Litla-Hraun Maðurinn sem vardæmdurí gær í þriggja og hálfs árs fangelsi segist aldreiætla á Litla-Hraun. lögreglu og fyrir dómi að stúlkan hafi leitað á sig síðan hún var átta ára gömul. Sagði kynlífið betra með stjúpdóttur sinni Málið er heild-sinni afar óhugna- legt. Stjúpinn skrifar til dæmis í bréfi til móður stúlkunnar að kynlífið sem hann stundaði með stjúpdóttur sinni hafi verið betra en það sem hann stundaði með móðurinni en stúlkan var 11 ára gömul á þeim tíma. Stjúpinn sýndi stúlkunni bréfið og sagðist hún þá ætla að kæra hann. Stjúpinn brást þá illa við og sagði að engin mundi trúa henni. Hún hefði líka alltaf átt upptökin að samræði þeirra. Dómurinn segir þessa full- yrðingar fráleitar. Dóttirin segir fyrir dómi að eitt sinn hefði móðir sín verið brjáluð út í sig, sagði hana vera sífellt að leita kynferðislega á stjúpa sinn. andri@dv.is kgb@dv.is Hæstiréttur Dæmdur níðingur treystir á að Hæstiréttur bjargi sér. r -i Jón Egilsson tók feilspor fyrir rétti Ruglingsleg kröfu- gerð í Hæstarétti Máli sem Jón Egilsson hæstarétt- arlögmaður flutti nýlega í Hæstarétti hefur verið vísað frá á þeim forsend- um að hún sé ruglingsleg og í henni gæti innbyrðis ósamræmis. Málið sem Jón rak var skaðabóta- mál á hendur manni sem var fund- inn sekur um líkamsárás á skjól- stæðing Jóns. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að framsetning kröfugerðar Jóns hafi verið svo ruglingsleg og í innbyrðis ósamræmi að hún sam- ræmdist ekki fyrirmælum laga. Taldi Hæstiréttur einnig að Jón hafi ekki náð að skýra nægilega þau atriði er lúta að lykilatriðum skaða- bótakröfunnar. Hæstiréttur sagði auk þess að vegna þessa annmarka á málatilbúnaði Jóns yrði ekki komist Kvenkyns mörgæsir fluttar frá Svíþjóð Tekst ekki að snúa hommamörgæsum Nýjasta útspil stjórnenda dýra- garðsins í Bermerhaven í Þýskalandi til að snúa mörgæsum þar frá sam- kynhneigð hefur runnið út í sand- inn. Sex karlkyns mörgæsir hafa búið saman í dýragarðinum og allar hneigst til eigin kyns. Stjórnendur dýragarðsins brugðu á það ráð að flytja i dýragarðinn nokkrar mör- gæsir frá Svíþjóð, gagngert í þeim tilgangi að fá mörgæsirnar til að sækja í kvenkynið og æxlast. En mörgæsirnar fúlsuðu við kvenkyn- inu og héldu sig við hverja aðra. „Samband þeirra virðist of sterkt," sagði Heike Kúck, forstöðu- maður dýragarðsins. Humboldt- mörgæsirnar eru flokkaðar sem dýrategund í útrýmingarhættu. Ekki síst vegna þess hefur það angrað Mörgæsir Hommamörgæsirnar I Þýska- landi fúlsuðu við sænskum kvenmörgæsum. dýravini að karlkyns mörgæsirnar skyldu bindast svo föstum böndum, og jafnvel tekið sér grjót til að sitja á, líkt og um egg væri að ræða. Önnur tilraun til að snúa ^ hommamörgæsunum verður gerð vorið 2006. hjá að vísa málinu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi. Niðurstaðan þykir vandræðaleg fyrir Jón Egilsson en hann er annars þekktur fyrir sköru- legan málflutning í ofbeldismál- um og þykir góð- ur verj- andi. andri@dv.is Jón Egilsson Niðurstaðan þykir vandræða leg fyrirJón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.