Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Vill dómara í geðrannsókn „Mér flnnst kominn n'mi til að dómarar sæti geð- rannsðkn," segir Ingvar Magnússon, félagi Ásgeirs Elías- sonar leigubílstjóra sem skorinn var á háls í júlí og eigandi leigubílsins. „Eg var viðstaddur réttar- höldin og mér finnst ekki vera ágreiningur um hver stóð við hlið bflsins og því skil ég ekki þetta. Auðvitað er það klúður hjá lögreglu að gæta þess ekki að hafa allt á hreinu," segir Ingvar sem telur fullvíst að málinu verði áfrýjað enda engin niðurstaða í þeim dómi sem kveðinn var upp í gær að hans mati. Fimm hund- ruð rútur á hlaðið Forsvarsmenn Álafoss ehf. í Ála- fosskvos segjast reikna með að á þessu ári heimsæki staðinn um fimm hundruð rútur með samtals yfir tíu þúsund ferðamönnum. í ljósi þessa hefur félagið ósk- að eftir því við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að aðstaðan verði bætt þannig að hægt verði að legga rútunum á meðan ferðamennirnir skoði sig um. Sett er ff am sú hugmynd að gera stæði við norðanverðan Álafossveg- inn og takmarka bflastæði við Álafossföt best. Virkjanakort vandskilið U pplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, Þorsteinn HÚmarsson, segir kortið „ísland örum skorið" geta grafið undan rammaáætlun um virkjanir. Á ráð- stefiiu Reykjavíkurakademí- unnar sagði Þorsteinn þá sem standa kortinu telja að allar helstu jökulár landsins sem teknar hefðu verið til skoðunar í fyrsta áfanga rammaáædunar yrðu að líkindum virkjaðar ef það sem þeir nefna „orkufyrir- heit stjómvalda" til stóriðju rættust. Vandskilið sé að þeir telji að mögulegt áhrifasvæði virkjunar nái fimm kflómetra út frá bökk- unum niður allan farveg ánna. Jaugnablikinu erum við að skipuleggja og þróa heildar- úttekt á skóla-, íþrótta-, og æskulýðsmálum ÍVestmanna- eyjum," segir Andrés Sigur- vinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs í Eyjum.„Þessi úttekt er sú fyrsta sinnar Landsíminn teg- undar hérlendis og nær til leikskóla, grunnskóla og framhalds- skóla. Úttekin er gerð í sam- vinnu við Fláskólann á Akur- eyri og menntamálaráðuneyt- ið en ráðherra hefurmikinn áhuga á þessu verkefni. Að öðru leyti erum við svo á fullu við að undirbúa komandi sumar og allt sem fylgir þvi." Héraðsdómur sýknaði í gær Guðbjart Sigurðsson af ákæru um að hafa skorið Ásgeir Elíasson leigubílstjóra á háls í júlí á síðasta ári. Klúður hjá lögreglu varð til þess að ekki var hægt að byggja á rannsóknargögnum lögreglu nema að litlu leyti og var rannsókninni sömuleiðis ábótavant að mati meirihluta dómsins. Einn dóm- ari skilaði séráliti og vildi Guðbjart í fangelsi og bætur til Andrésar. Dómur héraðsdóms í máli sem höfðað var gegn Guðbjarti Sig- urðssyni fyrir alvarlega árás á Ásgeir Elíasson er fullur af ávítum á lögreglu vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Þannig fannst áætlað vopn aldrei við leit en þó þótti lögreglu ekki ástæða til að kanna vasahníf sem félagi Guðbjarts bar á sér eftir árásina né heldur voru föt þess manns og tveggja annarra farþega í bflnum rannsökuð. Sakbendingu vantaði einnig og því fær Ásgeir Elíasson engar bætur. „Ég hef verið stunginn af rón- um,“ sagði skjálfandi rödd Ásgeirs Elíassonar leigubflstjóra í síma Neyðarlínunnar þegar klukkuna vantaði nokkrar mínútur I tvö aðfaranótt 27. júlí síðastliðins. Fullir og dópaðir farþegar Hann var þá alblóðugur, staddur í stigagangi íbúðarhússins við Vest- urgötu 29, eftir að hnífi hafði verið brugðið um háls hans svo þrjátíu sentimetra skurður myndaðist. Ás- geir hafði komist út úr bfl sínum við illan leik en hann hafði ekið fjórum fullorðnum - og fullum - karlmönn- um. Stuttu áður hafði hann stöðvað leigubfl sinn og hleypt út þremur af fjórum farþegum. Einn hafði farið inn í yfirgefið hús við götuna og annar fylgt honum. Sá þriðji stóð hins vegar fyrir utan bflinn, bfl- stjóramegin. Þegar fjórði farþeginn, sem enn sat í bflnum, gaf til kynna að sá sem fyrir utan bflinn beið ætti að borga bflinn skrúfaði Ásgeir niður rúðuna, alls óafvitandi um það sem þá myndi gerast. Minnisleysi og týndur hnífur Skyndilega fann hann hita niður eftir hálsi sínum og þegar hann rak fingurinn, að því er honum fannst inn í hálsinn, áttaði hann sig á því hvað hafði gerst: Hann hafði verið skorinn. Ásgeir og ölvaði farþeginn í bflnum báru báðir í fyrstu að maður- inn sem stóð fyrir utan bflinn, Guð- bjartur Sigurðsson tæplega fertugur ógæfumaður, hefði horfið á bak og burt stuttu eftir árásina. Leigu- bflstjórinn benti þannig á mynd af Guðbjarti við myndbendingu. Við skýrslutöku fyrir dómi gat þó hvor- ugur með vissu borið að Guðbjartur hefði lagt til Ásgeirs. Farþeginn bar við minnisleysi í kjölfar áralangrar baráttu við Bakkus en leigubflstjór- inn kvaðst hafa verið að horfa í hina áttina þegar lagt var til hans. Annar mannanna, Valgeir Magn- ússon sem fór inn í yfirgefna húsið, var með hníf á sér þegar hann var handtekinn. Hvað með hníf Valgeirs? Tveir dómarar héraðsdóms gerðu alvarlegar athugasemdir við að hvorki hnífurinn sem Valgeir bar við handtökuna né föt hans hefðu verið rannsökuð. Af lestri dómsins má í raun ráða að hnífurinn hafi ver- ið tekinn af Valgeiri þegar hann var færður í fangageymslu en svo af- hentur honum aftur að því loknu. Við þessi vinnubrögð lögreglu gerir dómurinn alvarlegar athugasemdir og í ljósi þess og þeirrar staðreyndar að svokölluð myndbending, en ekki sakbending, fór fram í málinu svo skera mætti úr um með afgerandi hætti hver hefði staðið fyrir utan bfl- inn þegar árásin varð, rýrnaði sönn- unargildi lögreglu í málinu það mik- ið að ekki væri hægt að sakfella í málinu. Einn af þremur dómurum fjöl- skipaðs héraðsdóms komst að annarri niðurstöðu en meirihlutinn sem sýknaði Guðbjart. Helgi I. Jóns- son taldi sannað með framburði vitna og atburðalýsingum að Guð- bjartur væri þvert á móti sekur af ákæru um árás á leigubflstjórann og skyldi greiða honum eina milljón króna í skaðabætur. helgi&dv.is Saklaus? Tveir afþremur dómurum héraðs- dóms töldu ekki fullsannað að Guöbjartur Sigurðsson, sem hér sést á leið úr dómssal, hefði skorið Ásgeir á háls. Birting kennitölu Bobbys Fischer gengur gegn úrskurði Persónuverndar Mogginn misnotar kennitölu Bobbys Fischer „Okkur fannst kennitalan einfald- lega fréttnæm,“ segir Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri á Morg- unblaðinu. í gær var kennitölu Bobbys Fisch- er síegið upp á baksíðu Morgun- blaðsins og í fleiri fjöl- miðlum. Slíkt samræmist ekki lögum um persónuvernd og virðist þar með strax Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónu vernd Segir Fischer ekki hafa haft samband vegna málsins. brotið á réttindum Bobbys Fischer hér á landi en hann er eins og kunn- ugt er í varðhaldi í Japan. Málið er sérstakt, skoðað í ljósi þess að nýlega féll úrskurður hjá Per- sónuvernd yfir umsjónarmanni spjallþráðar þar sem kennitala ein- staklings hafði verið birt á vefnum. Var það ekki talið samræmast lögum um persónuvemd sem kveða á um að notkun kennitölu sé eingöngu heimil sé hún nauðsynleg til að tryggja ömgga persónugreiningu og að hún eigi sér málefnalegan tilgang. Björn Vignir á Morgunblaðinu segist ekki vera kunnugt um þennan úrskurð. „Ég held að þetta mál sé nú allt svo sérstakt með Bobby Fischer að það sé hægt að horfa í gegnum fingur sér með þessa kennitölubirt- ingu,“ segir Björn Vignir. Aðspurður hvort þama hafi verið nauðsynlegt að tryggja ömgga persónugreiningu segir hann: „Nei, það er bara einn Bobby Fischer." Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Per- sónuvemd, bendir á að sérstök ákvæði séu varðandi meðferð fjölmiðla á persónu- upplýsingum en að þau geti líka náð yfir birtingu á kennitölu. Hann segir Bobby sjálfan ekki hafa haft samband vegna máls- ins. „Nei, hann hefur ekki hringt," segir Þórður. „Allavegana ekki ennþá." simon@dv.is íslenskkenni- tala Fischers: n Þá hafa rtjóróvMd íkw*- 10. gr. Notkun kennitölu. Notkun kennitölu er heimil eigi hún sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja ör- ugga persónugreiningu. Persónu- vernd getur bannað eða fyrirskip- að notkun kennitölu. afheota hotwuit þ*ð. S*mundur Pálswn oR rietri Ktuðnup- ntena 8ot>h> Fbchent muuu h*M«Ui J«p- an* á mestu d8gum. Að *««« S»ra»udur tnunl)»nn fut.da ntvóstuanmK'oMUumí dttjt oir *Ul>ulemd> V nawtkowandi fiifctu<U«. t* Sawtmd- ,ir að *tu8ninK*Mpur F»cto«« trflnttnn *d K»n*a fni s]tikralr> f>TÍr 1 **vS*SííiliSí* <«**%!** rtoei til »8 fá Uu«n »ir to*Mu sikpt Baan S. Ein*r**onar. fymeraad) formanu* Skákaambatul* * i-onum innitrga *d munl SKSÍKESSSÍ- Japsrn*cftit viH **8og fteiri urokk*r bópi. Þi «r bar* «8 von* *á h*£!*** ** kmn* m*ð okkur h«m.“ Itildur DunttaL forstjírt: Ittktti- tncn*tofmm*r, k*lla«tt «tuðmnK«nr“n ^toen.óvmnttafundarúf^^'^T Wim \ar takjmnt *d alU vteri frárrntrW- Snniþvkkihetti bori*t frúdóro*n.ál*;oK Frétt Morgunblaðsins Kennitölu Fischers slegið upp á baksíðu. S3“l BobbV Fischer Ekkikominn tilís- lands en réttindi hans þegar brotin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.