Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 Fréttir J3V Sturla leyfir aksturfram og til baka Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra frá Ólafsvík hefur ákveðið að breyta reglum um akstur leigubif- reiða á milh höfuðborgar- svæðisins og Reykjaness. Tilgangur breytinganna er að bæta þjónustu við flug- farþega og auka hagræði við akstur til og frá Flug- stöð Leifs Eiríkssoncir. Til þessa hefur leigubílstjórum aðeins verið heimilt að aka með farþega aðra leiðina og hafa þeir því orðið að snúa til baka án farþega. Með fyrirhugaðri breytingu sameinast þessi svæði í eitt aksturssvæði og er bifreiða- stjórum beggja svæðanna um leið heimilt að aka með farþega báðar leiðir. Kanna munna barna Nú stendur yfir lands- rannsókn á munnheilsu ís- lenskra barna á aldrinum sex, tólf og fimmtán ára. Þetta er fyrst áfangi um- fangsmikillar rannsóknar á tannheilsu íslendinga sem fyrir- huguð er. Markmið rannsóknar- innar er almennt að fá upp- lýsingar um munnheilsu Islendinga og að fá upp- lýsingar um hvað tengist slæmri munnheilsu. Verið er að kanna munnheilsu sex, tólf og fimmtán ára barna í grunnskólum á höf- uðborgarsvæðinu og næsta nágrenni en í vor verða börn á landsbyggðinni skoðuð. Gert er ráð fyrir að ljúka rannsókninni á yfir- standandi skólaári. Bflveltur á Reykjanesi Tvær bílveltur urðu á skömmum tíma á Reyk- janesi í vikunni. Laust fyrir miðnætti á sunnu- dagskvöldið missti varn- arhðsmaður stjóm á jeppabifreið sinni á Vogavegi sem valt út fyrir veg og hafnaði á toppn- um. Sá bandaríski slapp án meiðsla en biff eið hans skemmdist mikið. Laust eftir miðnætti varð önnur bilvelta, nú á Sandgerðisvegi. Ung stúlka missti þar stjórn á bifreið sinni vegna hálku og fór bifreiðin út fyrir veg og valt. ökumaður- inn var talinn viðbeins- brotinn. Eldur kviknaði í listamiðstöðinni Straumi í síðustu viku. Lögreglan lagði hald á kannabisplöntu sem listamaðurinn Tryggvi Hansen hafði ræktað í húsinu. Á þriðju- daginn var málið tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og eru ekki allir á eitt sáttir um plönturæktun myndlistarmannsins í Straumi. Sjálfur segir Tryggvi ekkert að því að rækta kannabis. Það örvi sköpunargáfuna sem sé listamönnum nauðsynlegt. Hafnarqapðarbær leigir lista- miðstöð nndir kannabisrnklun „Ég sé ekki glæpinn í því að rækta plöntur til að róa hugar- ástandið," segir Tryggvi Hansen myndlistarmanns sem hefur síðustu mánuði fengið að búa í listamiðstöðinni Straumi í Hafn- arfirði. í síðustu viku kviknaði í Straumi og lagði lögreglan í kjöl- farið hald á kannabisplöntu sem Tryggvi hefur ræktað í húsinu. Tryggvi, sem er menntaður myndlistarmaður, segist vilja lifa öðruvísi lffi. Hann sé einfaldlega þannig maður. „Ég vil geta ræktað allt sem þarf til að lifa á einum og sama staðnum. Mat, grænmeti eða kartöflur. Þó að ein planta sé til að örva sköpunargáfuna sé þar með talin sé ég ekki glæpinn í því." En ekki eru allir á sömu skoðun og Tryggvi. Lögreglumaðurinn og bæjarfiilltrúinn Gissur Sigurðsson tók mál Tryggva upp á bæjar- stjórnarfundi í Hafnarfirði á þriðju- daginn. Listamiðstöðin Straumur á ekki að vera notuð til ræktunar á kanna- bisplöntun var hnan sem gefln var á bæjarstjórnarfundinum. Ekki Hafnfirðingur Sú spurning hlýtur því að vakna. Af hverju fékk Tryggvi að vera þarna á annað borð? Marín Hrafnsdóttir, menningarfulltrúi Hafnafjarðarbæj- ar, segir: „Þetta er listamaður sem fékk að vera þarna upp frá. Því miður reyndist hann síðan vera bara hálfklikkaður." Símon Jón Jóhannsson, formað- ur menningarmálanefndar, segir: „Við leyfðum honum að vera þarna í góðri trú. Það er betra að hafa ein- hvern þarna upp frá en engan því þetta er afskekkt. Ég þekki Tryggva líka bara af góðu, en hann er ekki Hafnfirðingur. Hann er frá Akur- eyri.“ Óreglufólk Eldurinn sem leiddi til þess að upp komst um kannabisræktun Tryggva kviknaði á fimmtudeginum í síðustu viku. Að sögn Tryggva var þetta ekki stór eldur en nóg til þess að athygli yfirvalda beindust að staðnum. Reyndar hefur Straumur áður komist í fréttirnar þegar deilur Marínar menningarfulltrúa og „Ég vil geta ræktað allt sem þarf til að lifa á einum og sama staðnum." Sverris Ólafssonar myndlistar- manns stóðu sem hæst. Það virðist engin lognmolla vera í kringum þessa fögru listamiðstöð. „Ég hafði leyft ungum manni og kærustu hans að búa hérna hjá mér," segir Tryggvi. „Það var tóm óregla á þeim og ég held að eldurinn hafi kviknað út frá sjónvarpinu þeirra. Ég þurfti sjálfur að lilaupa til og ná í slökkvitæki til að slökkva eldinn." Langar í Hobbita-holu Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur fengið skriflega fyrirspurn frá Gissuri lögreglumanni og bæjarfulltrúa um framtíðar- áædanir fyrir Straum. Ætlunin er sú að halda áfram að leyfa listamönn- um að búa í húsinu þó að trúlega muni menningarmálabatterí Hafn- arfjaröar draga dýrmætan lærdóm af þessari reynslu. Sjálfur segist Tryggvi vera hálf- feginn að þetta mál hafi komið upp. Örlögin hafi komið honum þarna inn og nú séu örlögin að koma honum út aftur. „Nú langar mig til að komast út á land og búa til vistvænt þjóðlegt þorp. Svona einskonar hobbita-hol- ur þar sem hægt er að rækta plöntur utan á húsunum. Mér finnst Straumur samt fi'nt svæði. Það á að halda áfram að leyfa lista- mönnum að búa þarna." simon@dv.is andri@dv.is Fundur Samherja með Stöðfirðingum vegna lokunar fiskvinnslu Þorsteinn boðaði uppsagnir Stöðfirðinga á Reyðarfirði Fyrirhuguð lokun frystihúss Samherja á Stöðvarfirði leggst þungt á íbúa. Á fimmta tug starfsmanna munu missa vinnu sína og uppsagn- irnar eru taldar hafa bein eða óbein áhrif á alla íbúa bæjarins, en frysti- húsið hefur um árabil verið lang- stærsti vinnustaðurinn á Stöðvar- firði. Sveitarstjórn Austurbyggðar, sameinaðs sveitarfélags Stöðfirð- inga og Fáskrúðsfirðinga, brást við með að óska eftir því við forstjóra Hvað liggur á? Samherja, Þorstein Má Baldvinsson, að hann kæmi til fundar við sveitar- stjórnina vegna málsins næst þegar hann ætti leið um Austurbyggð. Síðan liðu tvær vikur. í pistli í nýútkomnum Austur- glugga ritar einn sveitarstjórnar- manna í Austurbyggð, Björgvin Val- ur Guðmundsson, um það þegar Þorsteinn Már kom loks austur og til fundar við sveitarstjórnina. Björgvin Valur, sem situr við annan mann í minnihluta sveitarstjórnar Austur- byggðar, segir að einhverra hluta Pað liggur langmest á að komast heim Iþessum töluðu oröum,"segir Sverrir Berg- mann, söngvari Daysleeper og dagskrárgerðarmaður á Popp-Tíví.„Svo liggur mérá að hætta að fitna. Ég er að byrja í ræktinni og er raunar á leiðinni þangað seinni partinn í dag. Ég fer ekki á morgnana í ræktina, þyrfti að vera hálfruglaður til þess.“ vegna hafi Þorsteinn Már ekki kom- ist alla leið til Stöðvarfjarðar heldur farið fram á það við forsvarsmenn Austurbyggðar að þeir legðu á móti land undir fót og hittu forstjórann á Reyðarfirði, sem eins og landafærðiáhuga- mönnum ætti að vera kunnugt að er næsti fjörður við Fáskrúðsíjörð. Björgvin furðar sig á þessu í pistli sínum og einnig því að forsvarsmenn sveitarstjórnar hafi samþykkt að keyra rúma hundrað kíló- metra, yfir í annað sveitarfélag, til að fara til fundar við Þorstein, sem flestir íbúa Stöðvarfjarðar hugsa nú þegjandi þörfina vegna lokunar frystihúss staðarins, sem samkvæmt pistlinum verður 1. október næst- komandi. Bjorgvin Valur SveitarstjórnarmaÖurinn furöarsig á þvl TnmH^ríVerTlÓTrAUStUrby^ f°rstjóra Samherja hafi þurft að fara fram I öðru sveitarfélagi. Forstjórinn Þorsteinn Már. Lok- ar á Stöðvarfirði en vill helst ekki funda þar að mati Björgvins Vals.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.