Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 Síðast en ekki sist DV Rétta myndin Frfkirkjuvegurinn rís eins og kross í þokunni við Reykjavfkurtjörn. Ragga Bjarna boðið út á skyndibitastað „Ég vissi ekkert af þessu íyrirfram en tók bara við miðunum og sagði takk,“ segir söngvarinn Ragnar Bjarnason í samtali við ritstjórn Ha? en er hann kom fram sem gesta- dómari í Idol-Extra á Popptíví nýlega var honum boðið út að borða á skyndibitastaðinn Subway, það er hann fékk afhenta frímiða að launum fyrir að koma fram í Idol- Extra. „Annars var þetta þræl- skemmtilegur þáttur enda lék Stórsveit Reykjavíkur undir," heldur Ragnar áffam. Víkverji Morgunblaðsins skrifar um þetta boð á Subway og gerir rétt- mætar athugasemdir við það að Ha? mati Ha? Víkverji segir um Popptíví: „Þar gengur þáttastjórnandinn milli viðmælenda með fulla vasa af fríð- indum og gylliboðum frá styrktarað- ilum þáttarins. Steininn tók úr þegar heiðursmanninum Ragga Bjarna voru boðnir frímiðar á Subway. Maður býður ekki Ragga Bjarna út að borða á skyndibitastað!" Ha? tekur heilshugar undir þessi orð. Ef bjóða á Ragga Bjarna út að borða dugir ekkert annað en Holtið, Naustið eða Grillið. Ragnar Bjarnason „Annars varþetta þrælskemmtilegur þáttur enda lék Stór- sveit Reykjavíkur undir, “ Hvað veist þú ur Ydko Ono 1. Hvenær fæddist Yoko Ono? 2. Hvar fæddist Yoko? 3. Hvaða ár kom Yoko til íslands? 4. Hvað heitir platan sem Yoko sendi fra sér eftir dauða Lennons? 5. Hvað heitir sonur Yoko og Lennons? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Auövitað er ég feikilega stolt af henni.þaðer ekki spurning," segirHelga Jónsdóttir leik- kona, móðirÁlf- rúnar örnólfs- dóttur leikkonu sem hefur staðiö sig mjög vel á leiksviðinu að undanförnu. „Ég gleðst virki- lega vegna þess hversu vel henni gengur, en ég get ekki sagt að það hafi kom- ið mér sérstaklega á óvart. Álfrún sýndi það snemma h vert hugur hennar stóð og hún varekki nema fjögurra ára þegarhún ákvað að veröa leikkona. Hún fór i ballet hjá Eddu Scheving íÞjóðleikhúsinu til að undirbúa sig undir leiklistina og ætlaði lengi vel að halda áfram i dansinum. En hún tók ákvörðun eins og hrúturinn gerir svo oft afmikilli einbeitingu. Keyrði á hug- myndir sínar og vissi hvað hún var að gera. Hún sinnti sínum verkefnum afmikl- um krafti og dugnaði, enda öguð og skipulögð. Hún hefur lika einkar gaman af að sjá árangurafverkum sinum," segir Helga og bætir við að dóttir hennar sé lika mjúk, nærgætin og tillitsöm. Helga Jónsdóttlr leikkona er móðirÁlf- rúnar Örnólfsdóttur sem hefur verið valin i Europian Film Promotion, hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu, og í„Shooting Star" hópinn 2005. Árið 1979 birtist þjóðinni svana- söngur Spilverks þjóðanna í breið- skífunni Bráðabirgðabúgí. Yrkisefn- ið voru hjónin Þor- valdur og Lína og unglingssonur þeir- ra, hann Einbjörn. „Þetta er úr sjón- varpsþætti sem var gerður í kringum plötuna okkar," segir Valgeir Guðjónsson um brúðkaups- myndina sem fylgir hér með. Á mynd- inni eru Valgeir og Sigrún Hjálmtýs- dóttir í gervum Þor- valds skafara og Landssíma-Línum, vestfirsku hjónanna sem íluttu suður og áttu þar soninn Einbjörn. „Það er svolítið merkilegt með þennan þátt að það virðist eins og hann hafi gufað upp," upplýsir Val- geir um sjónvarpsþáttinn. „Ég veit ekki hvort honum var fargað eða hvað var gert. Þetta er nú eitt af því skrítna sem maður lendur í.“ Nokkur atriði úr þessum upptök- um voru á sínum tíma not- uð sem skemmtiefni á kosningavöku Sjónvarps- ins. Sjálfur segist Valgeir aldrei hafa séð þáttin: „Ég var í námi í útlönd- um og hef aldrei séð þátt- inn. Ég hélt reyndar að hann hefði aldrei farið í loft- ið út af einhverri pólitík sem var þarna í gangi hjá Sjónvarpinu." Að sögn Valgeirs var það i Þráinn Ber- telsson sem stjórnaði upptökum á þættinum um Bráða- birgðabúgí. „Mér var flogið heim sérstaklega frá Noregi og ef ég man rétt var Diddú komin í nám í London. Valgeir og Diddú „Lina beibí, settu greip - ! vodk- ann-égset Bítlana á", sagði meðal annars i text- anum i hversdagsóperu Spilverks þjóðanna um heiðurshjónin Valda skaf- ara og Landsíma-Línu. Bráðabirgðabúgf | Plötumslagið frá 1979. | Þannig að það var heilmikið fyrir þessu haft. Heila platan var tek- in og myndskreytt. Það mætti kannski bara lýsa eftir þessum þætti. Þetta er mjög undarlegt mál," segir Valgeir. GOTT hjá Evu Marlu Jónsdóttur að vera að ná sér á strik i þáttum slnum Einu sinni var... á Stöð 2. Þetta leit ekki nógu vel út til að byrja með en nú eru hlutirnir að komastigang. j, 1.18. febrúar 1933 2.Tokyo í Japan 3.1991 4. Season of Glass 5. Sean Ono Lennon Krossgátan ■ ■ mu m u i Veðrið Lárétt: 1 dugleg,4 jarð- sprungur, 7 strýta, 8 las- leiki, 10 hræðslu, 12 eyktamark, 13 sofi, 14 holdfúi, 15 stúlka, 16 kýr, 18 ákefð,21 traðki,22 slungin,23 basla. Lóðrétt: 1 vitur, 2 henda,3 einkenni,4 ringulreið, 5 nöldur,6 hækkar, 9 yfirsetukonu, 11 grín, 16 ávana, 17 hlóðir, 19 liðug, 20 svelg- ur. Lausn á krossgátu •egj 0Z 'tug 6 L 'pis z l '>|ae>| 91 'suð|6 11 'n>jsoí| 6 'sjj g '6ef s 'egot -pun|6y'>jjeLU!uu9>| £'a>|s z'sja i :ua.igo-] e|uje EZ '>I9I>I 23'ie°Jl LZ'ISJO 8L 'esn>| 91 'jaeuj s t 'dajp þ i '|>|9lu £ j 'ugu z L 's66n o l 'ua|s 8 'e|ja>| z 'J?f61 ^soa i :uaje-| a“ ^ Ö ÖV Gola' Gola n 3 Gola'’ +1 +4 23 x Gola Gola Gola +5' . Gola Gola

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.