Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 DV Vortónn Sóleyjar Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður hefur alltaf fylgst vel með tískunni. Svona verður tískan í vor að mati Sóleyjar. INNI Handavinna - Upp með saumavél- arnar, prjónana og heklunálarnar. Það er gaman að dunda sér á kvöld- in fyrir framan sjónvarpið og ganga svo um stoltur í heimaprjónuðu. Sólgleraugu - Þegar sólin hækkar á lofti er frábært að setja loksins upp sólgleraugunjíka lífsnauðsynlegt ( umferðinni. Kjólar og pils - Kvenleg tlska er málið ( sumar, litrík mynstur, fallegir fótleggir, litaðar sokkabuxur, stígvél eða hælaskór. Klæða sig eftir veðri - Ég mætti nú sjálf taka mér þetta til fyrirmyndar. Ef það er kalt og rok að vefja sig (þykka peysu, úlpu og trefil eða smella sér f regnkápu þegar rignir.Ekki má heldur gleyma að vera sumarlegur í sólinni. Eldamennska - Það er alltaf inni að elda góðan mat,finna nýjar uppskriftir og bjóða fólki (smakk. Prófa sig áfram og kynna sér framandi krydd og grænmeti. Gervineglur - Gervineglur eru gervi- legar. Það er hægt að lakka litlu neglurnar og gera þær sætar. Svo er hægt að safna sínum eigin. Ljósabekkir - Það er fallegt að vera brúnn og útitekinn.Við eigum að nota þessar fínu sundlaugar og fyrir þá sem nenna er hægt að maka á sig brúnkukremi. Ljósabekkir eru gamal- dags og grilla mann fyrir aldur fram. Neonlitir - Það er ekki hægt að segja að þeir geri mikið fyrir mann. Þeir stinga í augun og eru hálfgerð sjón- mengun. Sílikon - Ég vil frekar lifandi brjóst. Síikon er steindautt. til að slaka á 1. Ekki taka vinnuna með þér heim. Ef þú þarft þess nauðsynlega takmarkaðu það þá við eitt til tvö skipti í viku. 2. Skipuleggðu vinnudaginn. Gerðu lista yfir það sem liggur mest á og kláraðu það fyrst. Þannig gæt- irðu komist fyrr heim. 3. Taktu þér tíma til að slaka á. Lokaðu augunum í þrjár til fimm mínútur, dragðu djúpt inn andann og tæmdu hugann. 4. Geymdu körfú í forstofunni og vendu þig á að setja veskið og bíliyklana í hana. Með því þarftu ekki að eyða tímanum í að leita á morgnana og hefur meiri tíma fyrir sjálfa þig. 5. Þegar þú átt erfiðan dag í vinnunni taktu upp penna þegar þú kemur heim og skrifaðu um daginn. Rífðu blaðið í tætlur og hentu því. 6. Búðu þér til rútínu og farðu eítir henni á hverjum degi. Finndu eitthvað sem þú getur hlakkað til sem táknar byrjun kvöldsins þíns. 7. Skipuleggðu heimilið. Of mik- ið drasl veldur vanmáttartilfinn- ingu. Taktu nokkrar mínúmr í að laga til áður en þú ferð að sofa svo þú getir gengið að heimilinu fínu eftir vinnu daginn eftir. 8. Hlustaðu á tónlist. Með því að hlusta á skemmtilega tónhst verða leiðinlegustu heimilisverkin skemmtileg. 9. Ekki ætla þér of mikið. Ef þú ætlar að þvo þvottinn, laga til í eld- húsinu og raða inn reikningunum sama kvöldið verðurðu stressuð og pirruð. Skiptu verkunum niður á daga eða geymdu þau til helgarinn- ar og slakaðu á. 10. Gerðu eitthvað fyrir sjálfa þig. Hlustaðu á tónlist eða lesm góða bók. Nokkrar mínútur af skemmtun gera þig hamingjusam- ari og minnka stress. MAGASIJSI mænr meo.. sumarið Nú þegar vorið er á næsta leiti er um að gera að taka fram litríku og skemmtilegu sumarhattana. Þær sem ekki eiga hatta uppi (skáp slðan í fyrra ættu að klkja (verslanir borgar- innar. í versluninni Park er til dæmis fjölbreytt úrval. Hattar búa ekki bara til flott og öðruvísi útlit heldur verja þeir einnig hárið fyrir sólinni sem er nauðsynlegt þegar' hún er sem sterkust. ...skemmtilegum höttum fyrir Verslar föt fyrir fólk Anna og útlitið Anna hefur haldiö námskeiðin slnllö ár og er alltafaö breyta og bæta. „Ég býð upp á þá þjónustu að versla föt á fólk,“ segir Anna F. Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Anna og útlitið. Anna segir viðskiptavini sína ails ekki ríkt fólk, þarna séu meðal annars konur sem vinni við að steikja hamborgara hjá McDonald’s. „Ég tek 6 þúsund krónur á tímann en ég er svo fljót að þessu og fæ svo góð tilboð í verslununum að fólk græðir á því að hafa mig. Venjulegt fólk er stærsti hlutinn af kúnnunum mínum enda eru þeir ríkustu svo nískir." Anna heldur námskeiðin sín ennþá og segir alltaf mik- ið að gera. „Konur geta komið í einkatíma eða vinkonur saman. Ég mæli þær hátt og lágt, sýni þeim hvað er já- kvætt við þeirra vöxt og hvað neikvætt og kenni þeim að leggja áherslu á það jákvæða. Einnig fer ég út í hvernig á að byggja upp fataskáp út frá áhugamáh, atvinnu og per- sónuleika og hvernig maður setur saman flíkur og bland- ar saman flíkum, hvaða litir passa saman og hvaða litir geri þær feitar og hvaða litir geri þær grannar og ungleg- ar. Svo förum við út f förðun og fleira." Anna segir konur á öllum aldri duglegar að kíkja á námskeið. „Konur og karlar sem eru á krossgötum í lífi sínu vilja oft breyta alveg um stíl og þurfa hjálp til þess og kaupa sér þá þjónustuna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.