Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 DV Fréttir í viðjum hugarfarsins Einhverju sinni las ég viðtal við eina þeirra kvenna sem fyrst tóku bílpróf hér á landi. Hón var meðal annars að rifja upp það hugarfar sem fyrstu kvenbílstjórarnir mættu og sagði að eitt sinn er hún ók með vinkonum sínum um götur Reykja- vfkur hefði hún verið spurð hvar bflstjórinn væri. Þrátt fyrir að hún Jón Einarsson á Sauöárkróki, 1 skrifar um stöðu 1 kvenna. \ Él Lögfræðingur inn sei gi* sæti undir stýri. Fólk gekk einfald- lega út frá því aö bílstjórar væru karlkyns og því voru frávik frá því allt að því óhugsandi. Þar var fólk í viðjum hugarfarsins, nú er öldin sem betur fer önnur. Ástæða þess að ég rifja þetta upp eru orð Atla Gíslasonar vara- þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns ffamboðs í þættinum Silfri Egils síðasta sunnudag, 20. mars. Þar lét hann þau orð falla að störf f álverum og virkjunum væru „karllæg störf'. Hananú, hugsaði ég. Það er aldeilis að sumir eru fast- ir í hlekkjum hugarfarsins. Ég vissi ekki betur en að það væri gamal- dags og úrelt að breimimerkja tiltekin störf öðru kyninu. Ég vissi ekki betur en að það væru til kven- kyns læknar og karlkyns hjúkrun- arfræðingar, kvenbflstjórar og kvenflugmenn. Dagmömmur geta og verið karlkyns og kallast þá dag- foreldri. Vissulega eru sum störf í virkjunum og álverum erfið. En það er reginfirra að láta líta svo út sem konur eigi ekki erindi í störf þótt þau séu erfið. Með bættum tækjakosti, auknum kröfum um þekkingu og fjölgun kvenna í iðn- og tæknigreinum eru einmitt komnar forsendur fyrir því að kon- ur getí átt þann valkost að vinna í virkjunum og álverum. Er það ekki svo að yfirmaður Álversins í Straumsvík er kona? Hví skyldu þá almennir starfsmenn álversins ekki geta verið konur? En varaþingmaðurinn Atli Gíslason er fastur í hlekkjum hug- arfarsins. Hlutskiptið sem Ath Gíslason ætíar íslenskum konum á 21. öld er að sitja heima með hend- ur í skauti og bíða þess að aðrir taki ákvarðanir fyrir þær. Að Atíi og fé- lagar í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði taki ákvarðanirnar fyrir þær. Segi þeim hvað þær megi og hvað ekki. Konur skulu ekki láta sér detta í hug að læra á beltagröfu, naglabyssu eða steypudælukrana. Það eru nefnilega „karllæg störf'. Forboðin konum. Túlkanafrumskógur tryggingafélaganna Vaidimai Elíasson, 54 ára bifbjóla- maöur, skrifar: Mótorhjólaslys Bréfritari segir frá reynslu sinni af ^ tryggmgafélögum. Myndin ersviðsett. ^ | í ágúst 2004 lét ég loksins gamlan draum rætast og keypti bifhjól. Fyrir valinu varð Honda Shadow 600cc, sem hefur reynst mér vel í alla staði, miðað við fyrri reynslu - meira að segja með rafmagnsstart. Bréf til blaðsins Áður fyrr átti ég Suzuki 380cc með fótstignu starti og algjört vandamál á hjólum. Meðal annars þurfti ég oft að skipta um kerti, en samt átti ég þenn- an grip í tvö ár þrátt fyrir allt. Sæiuvíma Eftir þetta kom í ljós að trygginga- félögin höfðu hlaðið enga smá vamar- múra. Þeir vom þvflíkir, að annað hvort var harðneitað að taka mótor- hjól í viðskipti, eða iðgjöld svo stjam- fræðileg að allar svitaholur opnuðust upp á gátt. Eitthvað kraftaverk varð þó til þess að koma vitinu fyrir þá og gluf- ur eða spmngur mynduðust í þennan þykka vamarmúr, þó ennþá séu ið- gjöldin nógu há. Eftir að ég keypti hjólið, komst ég í slíkan sæluham, að ég seldi bílinn. Ég var staðráðinn í því að skella mér í ískalda djúpu laugina og láta þetta ganga. Það skal tekið fram að það hefur ekki bráð af mér ennþá, eftir allan veturinn. Auk þess gekk ég í Sniglana, sem em mjög fjölskylduvæn samtök, hafa góð áhrif á mig og bara gott mál. Þá byrjaði ballið. í byrjun febrúar varð ég fyrir því hnjaslá að ekið var aftan á mig í kyrr- stöðu við gamamót. Við höggið féll ég í götuna og varð undir farginu og allt leit illa út. Svikin loforð En þegar upp var staðið reyndist bæði gangverkið í mér og hjólinu í lagi og hélt ég för minni áfram eftir skýrslutöku lögreglu. Sú þróun sem á eftir fór, kom mér í þvúikt opna skjöldu, að jaðraði við að allur glansinn félli af öllu saman. Sá auglýsingaáróður sem tryggingafélög- in hafa rekið, hefur reynst algjör öfug- mæli miðað við mína reynslu. Það sem hélt mér uppi var að ég er nógu þrár til að standa í lappimar. f 1. lotu fór ég með hjólið í tjóna- skoðun en út úr því kom að eitthvað þurfti ennþá að panta. Viðtökumar vom þvílíkar að ég tók varla eftir snjó- komunni þegar út var komið. Meira að segja vilyrði fyrir bílaleigubíl - ekki málið. í 2. lotu vaíð mér það á, að athuga með heimild fyrir bílaleigubíl. En þá var búið í millitíðinni að stíga svo fast á allar bremsur að þær vom orðnar pikkfastar. Þá hafði viðkomandi starfsmaður, sem hafði lofað öllu fögra, verið tek- inn á teppið svo um munaði. Hann reyndi að þvæla sér út úr þessum hremmingum með því að reglur fé- lagsins væra m.a. þær að mótorhjól væra túlkuð sem leiktæki, sem ætti einungis að nota á sumrin - alls ekki á vetuma. Ég ættí rétt á greiðslu fyrir ökutækjamissi (ökutæki þó), en að- eins meðan gert væri við, en ekki meðan beðið væri eftir varahlutum - hugsið ykkur. Þessi glaðningur virk- aði þyngra á mig heldur en sjálft óhappið. Eg trúði því varla að þetta væri að gerast - lái mér hver sem vill. Þegar hér var komið afhenti ég hjólið á verkstæði til að trafla ekki þá þróun. Til að bæta gráu ofan á svart fór hluti varahlutanna á mis og tíminn leið. Af tilviljun hafði ég aðgang að bíl um tíma og það bjargaði öllu. Baðst vægðar í 3. lotu freistaði ég þess að reyna að biðjast vægðar, en það þýddi bara ekkert. Þá varð annar starfsmaður fyr- ir svöram, sem tjáði mér af mikilli föð- urlegri umhyggju og hluttekningu, að því miður gæti hann ekkert gert fyrir mig. Hvar Vora bflaleigubílamir núna? Hann bauð mér 12.600 krónur fyrir öll óþægindin og ífá hans hendi var málið leyst. Það er því mín reynsla, að þrátt fyr- ir að tryggingafélögin lofi öllu fögra, eins og þau eigi líflð að leysa, þá virð- ist fólk þurfa að hugsa sinn gang vel. Hætti fólk sér út á þá braut að sinna sínu hjartans áhugamáli, eða jafnvel einkalffi, þá þarf vel að huga að öllum túlkanafrumskógi tryggingafélaganna. Allt er túlkað sundur og saman og ógerlegt að finna nokkum bom í því. Það skal að lokum tekið fram að ég er tryggður hjá íslandstryggingu sem hefur reynst mér á þann hátt að mér finnst ég kominn heim. Mussolini stofnar fasistaflokkinn Á þessum degi árið 1919 stofnaði Benito Mussolini fasistaflokk sinn. Mussolini hafði áður starfað með sósíalistum en klauf sig frá þeim og stofii- aði þjóðemis- sinnaða hægri flokkinn Fasci di Combatti- ____________________ mento. Nafn — flokksins var tiivísun í uppreisnarhreyfingu ítalskra bænda frá 18. öld. Fasista- flokkurinn fór fljótt að láta á sér bera og vöktu svartar einkennisskyrtur flokksmanna jafnan athygli. I dag árið 1956 fékk Indland sjálfstæði innan breska samveldisins í október 1922 gekk Mussolini á fund Emmanúels II konungs ásamt mönnum sínum og varð úr að kon- ungurinn fékk Mussolini til að stofna ríkisstjórn, Mussolini var sjálfur skip- aður forsætisráðherra. Sósíalistar á ítatíu reyndu að bylta stjóminni en lögregla bældi uppreisnina niður. í janúar 2005 var svo stofiiað opinbert fasistarfld og Mussolini úmefiidur II Duce, eða „Leiðtoginn." ítalskir uppreisnarmenn hand- tóku Mussolini 29. aprfl 1945 ásamt hjákonu hans Clöru Petacci og voru þau skotin. Lík þeirra voru flutt til Mflanó þar sem þau vora hengd upp og þeim misþyrmt af borgarbúum. ...að leika Jóhann Sigurjónsson? „Það var bara mjög innspírer- andi, gaman að fara inn í einn af þessum stóra í sögunni," segir Stef- án Jónsson, leikari og leikstjóri. í fótspor mikils meistara „Þetta er svona dæmigert verkeftii þar sem maður lærir eitthvað frekar um viðfangsefnið. Þetta er svolítið eins og að vera í sýndarveruleika- leiklistarsögu- tíma. Ég ætía nú ekkert að ljúga því að ég hafi hellt mér út í ein- hverja gríðarlega rannsóknarvinnu um manninn. En ég er hins vegar leikaramenntað- ur og hef þar af leiðandi lesið hitt og þetta og meðal annars um hann og hans tíma og hans innlegg í listina, sem er ekki lítið. vin ur is- ri nátt- lensl úru Jón Egill hafði samband og bað mig um þetta, ég virðist vera eftir- sóttur í svona sögulega kalla, eins og Hvítárvallabaróninn, svo var ég í mynd um Jörund hundadaga- konung á sínum tíma, þetta hefur kannski eitthvað með nefið á mér að gera. Svo era augun náttúra- lega upprunninn á Veðramóti í Gönguskörðum í Skagafirðinum, þannig að svipurinn er höggvinn úr íslenskri náttúru og sögu. Þetta verk fjallar öðrum þræði um það hvaða afleið- ingar það hefur að gróðursetja ótt- ann í brjóstinu, selja sál sína skrattanum, hon- um kölska, eins og Jóhann veltimeð- al annars svo eftir- minnilega fyrirsér. Galdra-Loftur rýnisins var ekki slæmur Við Jóhann Sigurjónsson eram ekki skildir að öðra leyti, að mér vitandi. En hann var mikill meistari og synd að hann skyldi ekki afkasta meiru, en það má svo sem segja um allt og marga af okkar gegnu bræðram og systr- um. Ég hef ekki leikið í neinu verka hans en hef notið þeirra með því að lesa og sjá. Galdra-Loftur stendur upp úr, ég sá uppfærslu menningarrýnis DV á sínum tíma í Borgarleikhúsinu sem var ekki slæm. Hryðjuverko samningar vi kölska Nú er ég á lokasprettinum á æfingu hér inni í Borgarleikhúsinu á rússnesku nú- tímaverki sem heitir Terrorismi og verður ffurn- sýnt á nýja sviðinu þann 15. aprfl. Þetta verk fjallar öðrum þræði um það hvaða afleiðingar það hefur að gróðursetja óttann í brjóstinu, selja sál sína skrattan- um, honum kölska, eins og Jó- hann velti meðal annars svo eftir- minnilega fyrir sér. Þetta verk er eftir rússneska bræður úr freranum í Síberíu svo þeir eiga kannski fleira sameigin- legt með títt nefndum Jóhanni." n páskana frumsýnir Sjónvarpið hfimiidarmyndmeö 25leikuram,um l.f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.