Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 Fréttir DV Drengurinn sem skotinn var með gasskammbyssu um síðustu helgi var fórnarlamb handrukkara. Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið, Daníel Páll Snorrason og Þorsteinn Hafberg Hall- grímsson. Þeir játuðu báðir verknaðinn og var sleppt úr haldi. Þeir halda uppteknum hætti eftir gæsluvarðhaldið, handrukka, selja dóp og beita ofbeldi. Ofbeldishrotiar halda áfram aö handrukka eltir skotárás á Akurevri Mennirnir tveir sem létu ungan pilt afklæðast og skutu hann ellefu skotum með gasskammbyssu á sunnudaginn eru báðir lausir úr haldi. Blaðamaður DV varð vitni að því hvernig drengirnir héldu áfram uppteknum hætti aðfara- nðtt fimmtudags. Stærðu sig af ofbeldisverkum sínum, buðu dóp til sölu og kröfðu unglingspilt um peninga sem þeir töldu hann skulda sér. Lögreglan á Akureyri segir að um handrukkara sé að ræða. Fæstir Akureyringar trúðu því þegar fréttir af ■ misþyrmingum tveggja manna á sautján ára göml- um pilti urðu opinberar að um heimamenn hefði verið að ræða. Sú er þó raunin. Mennimir heita Þor- steinn Hafberg Hallgrímsson og Daníel Páll Víkingsson. Þeir eru báð- ir um tvítugt og ganga undir nöfriun- um Steirn og Danni danski. Báðir eru þeir góðkunningjar lögreglunn- ar og skipta kærur á hendur þeim tugum. En þrátt fyrir svartan feril, sem náði kannski hápunkti með at- burði síðustu helgar, voru þeir báðir ffjálsir ferða sinna þegar blaðamaður brá sér til Akureyr- ar. Á rúntinum Fregnir bárust af því að Steini og Danni væru báðir á rúntinn í miðbæ Akureyrar. Mennimir tveir, sem nýsloppnir vom úr fangeisi, keyrðu um á bláum Subaro Impreza og þeg- ar þeir stoppuðu við bflaplan skammt frá miðbæjarkjamanum gaf blaðamaður sig á tal við þá. Sagðist hafa heyrt af umsvif- um þeirra á Akureyri og vantaði einhvem til að sýna sér bæinn. Eftir að hafa sest upp í bflinn læsti Steini öll- um hurðum og keyrðiaf stað út úr mið- bænum. Djöfulsins aumingi Talið barst að skotárás- inni um síð- ustu helgi. Steini hló þegar hann sagði fórnar- lambið vera komið í meðferð. „Við stútum honum bara þegar hann kemur út," sagði hann og Danni bætti við: „Þetta er bara djöfulsins aumingi sem átti þetta skilið. Hleyp- ur beint til löggunar eftir að við hræðum hann aðeins. Ég hlakkar til að sjá hann aftur í bænum." Ung stúlka var einnig í bflnum. Sætið milli hennar og blaðamanns vantaði þó. Steini sagði lögguna hafa tekið það og sent út í DNA-rannsókn. „Það slettist eitthvað blóð úr stráknum í sætið," út- g SB skýrði hann. Lá í blóði sínu Steini og Danni sögðu frá því að þeir hefðu IIIIMMM . tekið þiltinn upp í bfl og keyrt með hann út fyrir bæinn. Þar skutu þeir á hann sex skomm úr gasskamm- byssu. Kúlumar em úr jámi og fóm þær á sumum stöðum ailt að þrjá sentímetra inn í líkama piltsins. Því næst létu þeir piltinn klæða sig úr fötunum og horfðu á hann veltast nakinn og blóðugan í snjónum. „Það var djöfulli fyndið að sjá hann renna svona á rassgatinu," sagði Steini um misþyrmingamar og hló. Eftir þessa niðurlægingu skiptu þeir um skot- hylki í byssunni. Skutu sex skotum til viðbótar og skyldu svo drenginn eftir í sárum sínum. Silfurpeningar Um byssuna sem þeir notuðu sagði Steini að löggan væri á villigöt- um. Lögreglan hefði haidið að um tvær byssur væri að ræða en hún væri bara ein. Þeir sögð- ust hafa fahð Bílaplanið á Akur- eyri Hérrúntuðu Steini og Danni á miðvikudagskvöld. I Steini Þorsteinn I Hafberg segir það I hafa verið fyndið að | I sjá fórnarlambiö I velta sér upp úr I snjónum. „Þetta er bara djöfuls ins aumingi sem átti þetta skilið. Hleypur beint til löggunnar eftlraðviðhræðum hann aðeins." öðrum ungum Akureyringi sem handrukkaramir tveir höfðu skömmu áður krafið um 49 þúsund krónur vegna eiturlyfjaskuldar. Það er svipuð upphæð og dreng- urinn sem þeir skutu og létu liggja í blóði skuldaði þeim. Steini sagði hann hafa skuldað þeim 70 til 80 þúsund krónur. Ofbeldismennimir tveir óttuðust ekki réttarhöld þegar blaðamaður ræddi við þá í bifreið þeirra á Akur- eyri. „Hann dregur allt tii baka fyrir rétti því hann er svo hræddur við okkur," sagði Steini. dóp Rúnturinn endaði aftur við bflaplanið. Áður en Steini og Danni kvöddu vildu þeir þó fá að leita á blaðamanni. „Maður veit aldrei nema þú sért iögga und- ercover," sagði Danni og bað um að fá að leita í bflnum lflca. Eftir að hafa gengið úr skugga um að þama væri ekki laganna vörður á ferðinni sögð- ust þeir eiga gramm af kóki sem þeir væm til- búnir að deila frítt. Engir aðkomu- menn Ofbeldi á Akureyri Fórnarlambið Fluði afspítala til að reyna aö | borga skuld sína við handrukkarana. færist í vöxt. Fflaúefnaheimurinn er orðinn harðari. Fyrir nokkrum árum var það viðkvæðið hjá Akureyring- um að þegar eitthvað slæmt gerðist í bænum væri um „aðkomumenn" að ræða. Nú hafa heimamenn tekið upp sömu aðferðir og þekkjast í stór- borginni Reykjavík. Það spilar inn í að lögreglan í bænum er fáliðuð. Það er ekki þeim að kenna að þessir menn gangi lausir. Það er kerfið. Lifa í ótta Þrátt fyrir að bæði Steini og Danni hafa hlotið fjöida dóma fyrir fíkniefriamisferli og umferðarlaga- brot og bmtu báðir skilorð með skotárásinni síðustu helgi ganga þeir báðir iausir. Var sleppt út á miðviku- daginn og hafa haldið uppteknum hætti síðan þá. Og meðan þeir halda áfram að handrukka og ógna bæjar- búum þora aðstandur fómarlamba þeirra vart út úr húsi fyrir ótta. Eftir að pilturinn var kominn á spítala var ljóst að hann þyrfti á að- gerð að halda. Önnur hönd hans var mölbrotin og tvær kúlur höfðu borað djúpt inn í vöðvann. Kvöldið fyrir aðgerðina, á sunnudaginn, strauk pilturinn hins vegar af spítal- anum. Gekk heim til sín með nálina enn í hendinni. Drengurinn ætlaði að útvega pening til að klára að borga skuld- ina. ” simon@dv.is Móðirin flúði heimili sitt Móðir drengsins 17 ára sem var skotinn í b j á Akureyri fékk lög- regluvemd yfir nótt eftir að hafa endurheimt drenginn slasaðan úr höndum handrukkara. Daginn eftir fór sonurinn í uppskurð. Móðirin flúði hins vegar af heimili sínum ásamt 14 ára dóttur og 9 ára dreng. Hún óttaðist um öryggi sitt, vegna þess að annar handrukkarinn, Steini Hafberg, var þegar sloppinn úr haldi. Hann hafði játað allt og því var honum sleppt. Félagi hans, Daníel Páll, var hins vegar enn í haldi. Lögreglan hafði enn ekki upplýst hvar byssa þeirra félaga væri falin. Viðtal verður við móðurina í Helgarblaði DV á morgun. Brýtur skilorð en er samt sleppt Lögreglan spyr sig hvað gerist næst Daníel Páil Snorrason og Þorsteinn Hafberg hafa báðir áður hlotið dóma fyrir glæpi sína. Daníel Páll rauf tveggja mán- aða skilorðsbundinn dóm með handrukkun sinni um síðustu helgi. Hann hafið áður fengið dóm fyrir að brjótast inn í Gler- árskóla og Síðuskóla á Akureyri þar sem hann stal peningum, töivu, skjávarpa, DVD-spiiara og flefru. Eftir núsþyrmingamar um síðustu helgi var honum samt sem áður sleppt, en var gert að greiða Sjóvá Almennar skaðabætur upp á arrnað hund- mð þúsund krónur. Nú selur hann fíkniefrú. Þorsteinn Hafberg var dæmdur í fyrra fyrir að keyra undir áhriftmi amfetamíns og nitrazepams, keyra á 155 kíló- metra hraða og fleira. Fyrir þetta fékk hann 120 þúsund króna sekt og var gert að borga verj- anda sínum 130 þúsund krónur. Þorsteinn selur nú fíkniefhi. „Undirheimarnir eiga sér greiiú- lega engin landmæri," segir Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi hjá lög- reglunni á Akureyri. „Ofbeldi hefur færst gífurlega í vöxt síðastliðin fimm ár á Akureyri. Fflaúefriabransinn er orðinn harðari og við erum farnir að glíma við sömu hlutina hér og eiga sér stað í Reykjavík. En við erum fáliðaðir og mjög álag á köflum," segir Daníel. Dam'el sagði það ljóst að þama væri um handrukkun að ræða. Eitt- hvað sem fæstir hefðu trúað að við- gengist í höfuðborg Norðurlands. Og aðferðir heima- manna famar að slá út fyrirmyndir þeirraíReykjavík. Einn lögreglu- maður sem DV ræddi við sagði siðferðisþröskuld þessara manna verða lægri í hvert skipti sem þeir sitji inni. „Miðað við hvert þeir em komn- ir í dag þarf vart að spyrja hvað gerist næst," sagði hann. Daníel Snorrason Lögreglufulltrúi á Akur- eyri segir ofbeldi hafa færst f vöxt á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.