Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Hvftir menn geta vfst troðið. DV-mynd Vilhelm Nýtt hernám á Reyðarfirði? Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að veita Krist- jáni Elíasi Jónassyni leyfi til reksturs BBQ Centers í starfsmannaþorpi Bechtel við Reyðarfjörð. Áætlað er að um 1500 manns búi og starfl í þorpinu meðan á byggingu álvers Fjarðaáls stendur og mun Bechtel í því skyni ætla að tryggja starfsmönnum sínum afþreyingu á byggingatímanum. Nýverið var gengið frá ráðningu nokkurs konar skemmtana- stjóra fyrir þorpið en fyrir val- inu varð enginn annar en söngvarinn og bæjarfulltrúinn Guðmundur Gísla- son, söngvari níunda stórsveitarinnar Sú Ellen. Mun Guðmundur skipuleggja Ha? í hers höndum? Uppgangurinn á Reyöar- firði minnir á stríðsárin. afþreyingu fyrir starfsmen, sjá um skemmtanahald og fnstundagaman. Grillmiðstöðin sem setja á upp í þorpinu veitir mat og drykk handa starfsmönnum og segja gamlir Reyð- firðingar að bærinn sé æ meir að taka á sig þá bæjarmynd sem menn þekktu á stríðsárunum, þegar þúsundir her- manna fylltu bæinn með tilheyrandi uppgangi og uppsveiflu. Þá voru að minnsta kosti tveir veitingastaðir í bænum, sem báðir seldu fisk og fransk- ar til hermanna og annarra gesta, auk bíóhúss og samkomusalar. Síðan þá hefur veit- ingasala á Reyðarfirði verið stopulli og því óhætt að segja að her- námið hafi nú gengið í garð öðru sinni á Reyðar- firði. Skemmtanastjóri verkamanna Guðmundur Gíslason, Sú Ellen-liði og bæjarfulltrúi, skemmtir álversmönnum. Hvaðveistþú um Peter Sellers 1 Hvenær og hvar fæddist Peter Sellers? 2 Hvert er skírnarnafn Sellers? 3 Hvað heitir persónan sem Sellers gerði ódauðlega í myndunum um Bleika Pardusinn? 4 Hversu margar eiginkon- ur eignaðist Sellers? 5 Hvenær og hvernig lést Sellers? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Hann erstór- kostlegur og ég er afskap- lega heppin að vera skyld honurn, fá að umgangast hann og læraafþess- ari reynslu hans/'segir Inga Birna Dungal, móðir Halldórs Dungal sem er blindur listmálari og ætlar að sýna verk sfn á ársfundi Blindrafélagsins. „Sem barn var hann hálfgerður of- viti, fór framúr I skóla, listrænn og gáfaður. Eftir að hann lenti I þessu slysi er hann annar maður en hafur sýnt mikla þrautseigju og dugnaö og íraun sýnt hvað Ihonum býr. Hann vaknaði eftir átta mánuði í öndunar- vél og var þá eins og nýfæddur og þurfti að læra allt upp á nýtt. Það segir sína sögu." Inga Birna Dungal er móBír Hall- dórs Dungal listmálra sem varð blindur eftir að hafa drukkið sáravatn af slysni á Spáni fyrir nokkrum árum. BJART, sumarlegt og gott hjá Lista- safni Reykjavikur að bjóða borgar- búum ókeypis á allar sýningar sínar á sumardaginn fyrsta. Það er ekki amalegt að fá frftt inn í Hafnarhúsiö, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn I blábyrjun sumars. 1. Árið 1925 í Hampshire í Englandi. 2. Richard Henry Sellers. 3. Clouseau lögregluforingi. 4. Fjórar; Anne Howe, Britt Ekland, Miranda Quarry og Lynne Frederick. 5. Árið 1980 úr hjartaslagi. Skyggn guöleysingi Selur Énningar fyrir rafmagn „Ég er að hringja út og selja æviminningar mínar," segir Björg- vin Brynjólfsson, 82 ára gamall fyrr- verandi sparisjóðsstjóri sem stund- ar símasölu á æviminningum sín- um. Björgvin komst í fréttirnar á dögunum þegar hann neitaði í fyrsta skipti á ævinni að borga reikning. Það var rafmagnsreikn- ingur hans sem hafði hækkað um 35 þúsund krónur vegna breyttrar löggjafar, eða sem nemur 160%. Björgvin segir að það komi sér vel að selja æviminningarnar ef hann neyðist til að borga meira en tvöfaldan rafmagnsreikning héðan í frá. „Bókin heitir Minningar og lífssýn og er fyrst og fremst minn- ingar í gegnum tíðina, alveg frá 1924 og þangað til núna um alda- mótin. Bókin er 366 síður í svörtu bandi og gylling á kilinum, nafnið mitt er með gylltu letri í skrifformi utan á forsíðunni," segir Björgvin Brynjólfsson. Hann selur bókina á 4.200 krónur fyrir utan 475 krónur í sendingakostnað. Því þarf hann að selja meira en átta bækur á mánuði til að eiga fyrir hækkun rafrnagns- reikningsins. „Ég er enn að hringja út úr símanúmerinu 4522710 og bjóða bókina. Ég er með þær tutt- ugu saman í kössum hér heima. Það er nóg eftir. Þetta er eiginlega ritsafn. Þarna eru ferðasögur, úrval úr blaðagreinum. Það eru í henni 234 myndir, mest mannamyndir. Mér finnst það auka sagnfræðilegt gildi bókarinnar," segir hann. Björgvin hefur komið víða við, er guðlaus jafnaðarmaður með húm- anískar lífsskoðanir, og stofnaði meðal annars samtök um aðskilnað ríkis og kirkju. „Ég trúi ekki á himnaríki, en ég trúi á eftirlíf. Ég hefði nú ekki trúað því nema af því að ég er skyggn.“ Hvað sérðu? „Það kemur fram í bókinni. En þegar ég var lítill drengur ruglaðist ég á því hverjir voru lifandi og hverjir látnir. Þetta byrjaði um tveggja ára aldur og ég þurfti að þegja yfir því. Þetta þótti ekki nógu gott. Fólk misskildi þetta eitthvað, sumt. Það kemur fyrir að ég sjái enn í dag, þótt ég sé kominn yfir átt- rætt." Manstu eftir þér tveggja ára? „Þetta eru minningarnar alveg frá því ég var eins og hálfs árs. Ég man þetta alveg aftur, en hift er annað að það getur vel verið að ég muni það ekki á morgun sem ég segi í dag. Nærminnið fer fyrst. Það er talað um að gamalt fólk gangi í barndóm. Það er af því að það miss- ir minnið alveg aftur að því þegar það var barn.“ jontrausti@dv.is Harður hrepparígur vegna Ijósastaura „Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði hefur útbúið hringtorg á Reyðar- firði. Það er gert til þess að íbúar svæðisins komist á ruslahaugana, - flott skal það vera. Þegar ég kom þarna fyrstu ferð mína eftir þessa aðgerð, lenti ég á eftir vörubíl sem fór vinstri hringinn," segir Benedikt V Waren, vefstjóri umræðu- og fféttavefjarins gluggi.net sem hald- ið er út á Austurlandi. Benedikt gremst mjög að Vega- gerðin eystra, sem hefur aðsetur á Reyðarfirði, skuli hafa byggt hring- torg innst í þorpinu við Reyðar- flörö. Benedikt er sérlegur áhuga- maður um flugvöllinn á Egilsstöð- um og eru tilefni skrifa hans þau að honum finnst sem Vegagerðin hafi látið hjá farast um margra ára skeið að setja upp ljósastaura við flug- völlinn en þegar nýtt hringtorg Reyðfirðinga var tekið í notkun voru þar settir upp nýir ljósastauar- ar til að lýsa upp torgið. Um þá seg- ir BenecÚkt svo: „Venjulegur Hér- aðsmaður þarf að setja upp sólgler- augun þegar þeir nálgast flottheit- in, sem eru þó vanari geislum sólar- innar en íbúarnir f Fjarðabyggð." Þórarinn V. Guðnason Fjarða- maður bendir Benedikt á að hann sjálfur hafi alist upp og búið í „neðra," eins og gárungar á Héraði nefna stundum firðina eystra. Málefhalegir þama fyrir austan. Blindur Benedikt Benedikt V Warén fellurþungtað búið sé að lýsa upp nýtt hringtorg á Reyðarfirði.Segist fá ofbirtu í aug- Krossgátan Lárétt: 1 trébút,4 ullar- flóki, 7 leik, 8 flatfiskur, 10 æviskeið, 12 gagn, 13 geð, 14yndi, 15 henda, 16ryk, 18fálma,21 strýtu, 22 glöggur, 23 dugleg. Lóðrétt: 1 ávana,2 rúm, 3 boði,4deiluatriði,5 kvæðis, 6 flökta, 9 kúg- uðu, 11 afl, 16 hrúga, 17 þykkni, 19 tóm, 20 beita. Lausn á krossgátu 'u6e oz 'gne 61 'Á>js l. l 'so>| 91 'yeJ>| L l 'ngn>jo 6 'bqí 9'sqo s 'i|da -njæjc) v'Ja>|spu!|q £'|oq z'>)3e>| t ujajQon ujQj 'jAys rryn|ia>j iz'ejed 81 '>)sn>| 9L 'a>|S s 1 'QBun 'pun| e L 'iou zl 'e>|sæ 01 '!|o>| 8 'QJæ|Q l 'gocj y 'qqn>( l :Majeq

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.