Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2005, Blaðsíða 10
7 0 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 Fréttir DV Agnar er hugmyndaríkur og skapandi og umfram allt heið- arlegur.Hann tekur gagnrýni með miklu jafnaðargeði og er vinur vina sinna. Hann þykir með skemmtilegri mönnum og er góður dansari og liðtæk- ur í hvers kyns leikjum. Agnar á það til að færast of mikið í fang og verðurþví frekar stressaður. Hann flýt- ir sér stundum ofmikið. „Hann er duglegur, mjög skapandi og hugmynda- ríkur og á auðvelt með að vinna með fólki. Hann vill eiga samræður við leikarana og tekur kommentum og er ekki einstrengingslegur eins og sumir vilja verða. Hann er heiðarlegur og mjög góður vinur og hefur skemmtilegar skoðanir á hlutunum. Það er gaman að sitja og spjalla við hann um allt milli himins og jarðar. Hann getur hins vegar verið svolltið stressaður og mætti stundum flýta sér hægar." Víkingur Kristjánsson leikari. „Hann er alltafmeð við- bjóðslegt glott þegar hann er í viðtölum sem er mjög mikill kostur svo er hann ótrúlega frábær í að dansa með aðra rasskinnina úti. Hann er ótrúiega góður I leiknum Hver er rauðari en pík- an? Hann eræðislega frábær og viðurstyggiiega skemmtiiegur. Hann hefur hins vegar aldrei tlma til að taia við mig í símann því hann hefur svo mikið að gera og hann er haldinn brjóstafóbíu." Anna Gunndís Guðmundsdóttir athafnakona. „Aggi er mjög hreinskilinn og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, er ekki meö neitt bull. Hann er auðvitað ógeðsiega sætur og skemmtilegur og er alltaftil staðar hvernig sem viðr- ar. Hans eini galli er að hann ætl- arsérstundum ofmikið.“ Árni ólafur Ásgeirsson kvikmyndagerð- armaður. AgnarJón Egilsson erfæddurþann 13. ágúst árið 1973. Hann er menntaður leikari en hefurþó látið meira að sér kveða sem leikstjóri undanfarið. Hann leikstýrir nú leik- ritinu Pakkið á móti sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í slðustu viku. Hann leikstýrði einnig Welcome to theJungle á Nemenda- móti Verzlunarskóla íslands,Saumastofan 30 árum seinna og sjónvarpsþáttunum Reykjavikurnætur sem sýndir voru á Stöð 2. Þórhallur Bjarnason var nýlega kosinn formaður Sambands garðyrkjubænda. Hann er einnig hluthafi í Sölufélagi garðyrkjumanna. Sighvatur Hafsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður, gagnrýnir að söluaðili sé farinn að skipta sér af gras- rótinni. Einnig voru menn með umboð frá fjarstöddum á fundinum. HagsmunaMslrar skekja grasrót garöyrkjukamda Stjómarmaður og stór hluthafi í Sölufélagi garðyrkjumanna var kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda á aðalfundi fé- lagsins á dögunum. Framkvæmdastjóri sölufélagsins kaus stjórnarmanninn með umboði frá fjarstöddum bændum. „Það hlýtur að orka dálítið tví- mælis þegar söluaðili er að skipta sér af grasrótarhreyfingunni, þeim sem hann er í viðskiptum við,“ segir Sighvatur Hafsteins- son, kartöflubóndi og fyrrverandi stjórnarmaður garðyrkjubænda. Hagsmunaárekstrar Sighvatur segist hafa gert at- hugasemdir við það á aðalfundin- um að Þórhallur byði sig fram til formanns. Sér hafi ekki hugnast að stjórnarmaður og stór hluthafi í Sölufélaginu tæki að sér stjórn- arsetu í Sambandi garðyrkju- bænda. „Þarna eru miklir hags- munaárekstrar. Hvaða hagsmuna kemur hann til með að gæta, garðyrkjubænda eða Sölufélags- ins?" Sighvatur bendir einnig á að Þórhallur hafi sagt ástæðu þess að hann bauð sig fram vandræði með framkvæmdastjóra SG. Sá sé hins vegar hættur og rök fram- boðsins því marklaus. Með umboð frá fjarstödd- um Þá er Sighvatur afar ósáttur við að þarna hafi komið menn á aðalfund með umboð frá fjarstöddum bændum, sem sé ólöglegt. Hann bendir á að í lögum SG sé kveðið á um að hver bóndi hafi eitt atkvæði, en j hlutafélög og félagsbú geti ver-1 ið með allt að fjögur atkvæði. Þar sem ekki sé rætt um umboð og því eigi almenn lög ui umboð við, ekki líkt hluta- félögum þar sem menn kaupa sér atkvæðisrétt og ' geta því framselt hann að viid. „Ég fæ ekki betur séð en að þar eigi við sömu og með, til dæmis, alþingiskosn- ingar. Maður mætir ekíd með um- boð frá maka sínum umáð maður megi kjósa fyrir hann," segir Sig- hvatur. Ekkert óeðlilegt Nýkjörinn formaður, Þórhallur Bjarnason, segir ekkert óeðlilegt við það að hann eigi hluti í Sölufé- lagi garðyrkjumanna. „Ef ég man rétt á ég um 6% og finnst ekkert óeðlilegt við það, fyrrverandi for- maður átti líka hlut. En ég mun segja mig úr stjórn sölufélagsins á aðalfundi nú í maí þar sem ég er nú orðinn formaður," segir Þór- hallur sem bauð sig fram gegn sitjandi formanni. Þórhallur segir að fundarstjóri hafi gefið leyfi fyrir Uth * Sighvatur Hafsteinsson „Það hlýtur að orka dálftið tvlmælis þegar söluaðili er að skipta sér of grasrótarhreyfingunni, þeim sem harm erf viðskiptum við." umboðsatkvæðunum fyrr- nefndu og úrskurðað fund- innlöglegan. „Það er nokkuð augljóst að í þegar menn eru með umboð er ' verið að vinna að einhverju ákveðnu. Það var ekkert bara fólk hjá Sölufélaginu heldur líka bændur," segir Þórhallur en við- urkennir þó að einhver undir- alda sé í Sambandinu. „Ef það berst einhver kæra út af þessu þá er ég meira en til í annan slag," segir Þórhallur sem hlaut um 2/3 hluta atkvæða í kjörinu. Engin kæra borist Már Pétursson lögfræðingur Bændasamtakanna segir að ekki hafi borist kæra til samtakanna vegna málsins. „Það gæti hins vegar verið að málinu yrði skotið „Efþað berst einhver kæra út afþessu þá er ég meira en til í annan slag" til Bændasamtakanna og þá gæti ég þurft að skila álitsgerð. Ég vil því Iítið tjá mig um málið á þessu stigi," segir Már en bendir þó á fundarsköp ýmissa félaga svo sem ASÍ og Orators þar sem ekki er heimilt að veita umboð. „Mér er hins vegar sagt að það hafi tíðkast hjá garðyrkjubændum að hægt væri að veita umboð, ef venja hef- ur skapast fyrir því snýr málið öðruvísi," segir Már Pétursson. breki@dv.is Kona í bræðsluna Alberta Guðjónsdóttír braut í vikunni blað í sögu loðnu- bræðslu Loðnuvinnsl- unnar á Fá- skrúðsfirði þegar hún tók fyrst kvenna til starfa í verksmiðju fyrirtækisins. Fram til þess dags höfðu konur einungis starfað á rannsóknarstofu fyrirtækisins eða við skúring- ar. Alberta mun samkvæmt if étt á heimasíðu Loðnu- vinnslunnar hafa fengið ljúf- ar móttökur annarra starfs- manna, sem „vom ánægðir að fá svo kattþrifna konu í hópinn", eins og segir á heimasíðunni. Pólskir starfsmenn fylgdust með útför páfa Pólverjar segja Samherja hafa hótað sér uppsögn „Okkur þykir leitt að hafa ekki strax í upphafi skynjað alvarleika málsins og það að viðkomandi starfs- menn litu á útför páfa sem kveðju- stund nákomins ættingja. Hins vegar viljum við taka það skýrt fram að starfsmönnum var aldrei hótað upp- sögn vegna málsins," segir í fréttatíl- kynningu á vef Samherja vegna frétta RÍíkisútvarpsins af því að níu Pólverj- um sem starfa hjá fyrirtækinu hafi ekki verið gefið frí til að fylgjast með jarðarför páfa og þeim raunar hótað uppsögnum mættu þeir ekki til vinnu. Samherjamenn segja í tilkynning- unni að það sé ekki rétt að fólkinu hafi verið hótað uppsögn, og vísa þar til trúnaðarmanns starfsmanna, enda hafi Pólverjarnir níu fengið frí þann dag sem jarðarförin var. Það frí fengu þeir þó ekki fyrr en um klukkan níu um morguninn, þegar athöfnin var hálíhuð, ef marka má fréttatilkynn- ingu sem pólsku starfsmennimir níu sendu sjálfir frá sér í vikunni, þar sem fullyrðingum Samherjamanna er mót- mælt og þær sagðar rangar. Þar er það fullyrt, og vísað til sam- tals tveggja íslenskra starfsmanna Samheija á Söðvarfirði, að á skrif- stofu Samherja hafi þeim verið tjáð að þeir sem ekki mættu til vinnu um- ræddan dag yrði sagt upp. Pól- verjamir kveðjast hafa óskað eftír firí- inu þremur dögum fyrir jarðarförina en þá ekki fengið ákveðið svar. Þetta hafi svo verið ítrekað næstu daga en þá hafi umrædd svör borist í samtali við skrifstofu Samherja á Akureyri. Pólverjarnir segja jafirframt að þeirra hugmynd hafi aldrei verið að fá frí á launum heldur hafi þeir ein- ungis ætlað sér að taka þátt í að syrgja landa sinn, páfann. helgi@dv.is Þorsteinn Már Forstjóri Samherja. Pólskir starfsmenn hans á Stöðvarfirði segja það ekki rétt sem komi fram ítil- kynningu frá fyrirtæk- inu að þeim hafi ekki verið hótað brott- rekstri mættu þeir ekki til vinnu. Pól- verjarnir segja að þannig hafi það víst verið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.