Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2005, Blaðsíða 21
Fjölskyldan DV ÞRIÐJUDAGUR 31.MAÍ2005 21 Of syfjaðir fyrir kynlíf Samkvæmt rannsókn sem gerð var í ^vinnu sögðust einfaldlega lent í því Washington á dögunum sofa að hafa sleppt því að mæta Bandarlkjamenn ekki nóg. Fæst- / _ vegna þreytu og algengt var ir geta sagt að morgni að þeir / að fólk gerði mistök í starfi hafi sofið vel og algengt er að vegna syfju. svefnleysi hafi áhrif á líf þeirra. VI 60% aðspurðra áttu (erfiðleik- Fjórðungur þátttakenda sögð- \. ./ um með að keyra og heil fjögur ust vera búnir að missa áhuga á v----prósent sögðust hafa lent í kynlífi eða ekki nenna að stunda það bílslysi eða rétt náð að forðast það vegna þreytu. 30% þeirra sem voru i vegna þess hver langþreyttir þeir séu. Hefur ekki enn hitt draumaprinsinn „Eg hef ekki enn hitt draumaprins- inn" segir Katrín Júlíusdóttir al- þingiskona. „Hann verður að vera skemmtilegur og Ijúfur, fyndinn og umburðarlyndur, hann þarf að vera það til þess að vera með mér. Ég veit ekkert hvernig hann á að líta út, það mun bara koma á óvart." Draumaprinsinn ) Netnotkun barna er foreldrum töluvert áhyggjuefni. Við vitum hvað það er auðvelt að nálgast ógeðfellt efni og að skuggahliðar netsins eru óhuggulegri en tárum tekur. Við vitum líka að netið er frábært samskiptatæki og nauðsynlegt í öllum samskiptum hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Netið hefur breytt lífi okkar. Börn eru orðin vön netinu og sumhver ansi lunkin við að nota netið. Er það dhætt eða eigum við að takmarka net- notkun barnanna okkar? Heimili og skóli hafa hleypt af stokkunum vakningarátaki um örugga netnotkun barna og unglinga. „Samfélag, fjölskylda og tækni, skammstafað SAFT, er nafnið á átakinu, átakið er styrkt af ESB í gegnum menntamálaráðuneytið," segir Anna Margrét Sigurðardóttir verkefnisstjóri SAFT. „Við erum einmitt með í gangi sögusam- keppni fyrir börn. Sögurnar eiga að fjalla um hvernig persónurnar okk- ar, stelpan Matta og hundurinn Alpha ferðast um netheima og komast hjá því að lenda í vandræð- um.“ Sögukeppnin er annars vegar fyrir krakka á aldrinum 9 - 12 ára og hins vegar 13-16 ára. „Þetta er til- valið tækifæri fyrir foreldra og börn að vinna saman að því að ræða þessi mál og setja saman sögu." Það eru vegleg verðlaun í boði; Ipod, Dell-fartölva, bækur og tölvuleikir. Sögunum þarf að skila á tölvutæku formi á netfangið si-stories@saft.is fyrir 20. júní. „Við sömdum netheilræðin 10 í tengslum við SAFT og vonum að foreldrar lesi þau og notfæri sér sem leiðbeiningar um netnotkun barna sinna.“ segir Anna Margrét. „Með þessu móti vonumst við til að skapa umræðu um netnotkun barna og hvernig foreldrar ættu að bregðast við þegar upp koma vafaatriði." Heimasíða átaksins er saft.is og þar er að finna allar upplýsingar varðandi samkeppnina sem og upplýsingar til foreldra og barna varðandi æskilega netnotkun. Venjulega höfum viö haldið að tölvuleikir og sjónvarpsgláp séu slæm fyrir okkur og börnin okkar. Rannsóknir hafa leitt í ljós þveröfuga niðurstöðu. Allt slæmt er gott fyrir þig Nýlega kom út í Bandaríkjunum bók sem valdið hefur töluverðum vangaveltum og jafnvel deilum í uppeldisgeiranum. Steven Johnson rithöfundur og fræðimaður sem gaf út bókina Mind Wide Open og hlaut lof fyrir, skrifaði bókina Everyting Bad is Good for You. Þar heldur hann þvi fram að tölvuleikir, víd- eógláp og hangs fyrir framan sjón- varpið sé í raun ekki skaðlegt fyrir krakka. Þvert á móti virðist þessi umdeilda hegðun stuðla að því að böm em með hærri greindarvísi- tölu. „Krakkar í dag sem spila tölvu- leiki, horfa endalaust á sjónvarp og hlusta á sömu tónlistina í tíma og ótíma em líkleg til að vera með hærri greindarvísitölu en foreldrar þeirra." Johnson bendir á að krakkar hafi lært í gegnum skjánotkun að greina kerfi og ferli á áður óþekktan hátt. „Krakkamir okkar em klárir, þeir em klárari en við,“ segir John- son. Rannsóknir benda til þess að sjónvarpsbörn taki betur eftir, hafi meiri orðaforðá og skilji betur það sem sagt er við þau. Johnson bendir á að sannarlega megi færa fyrir því rök að samfélagið sé að „heimskast upp“ á yfirborðinu, en staðreyndin sé sú að krakkamir sem við óttumst svo að verði vanþroska söktim slqá- Forheimskir krakkar eða gáfna- Ijós?Steven Johnson hefur skrifað bók sem ýtir til hliðar hefðbundum skoðun- um varðandi skjánotkun barna. notkunar séu ekki vitlaus. „Þau em að minnsta kosti klárari en við,“ seg- ir Johnson að lokum. 10 hollráð fyrir nýbakaðar mæður 1. Haltu dagbók. Finndu þér svolítinn tíma og skrifaðu í dag- bók. Það þarf ekki að vera oft en vertu hreinskilin við sjálfa þig. Ekki ritstýra dagbókinni, læstu henni svo þú getir skrifað um allt sem þig lystir. 2. Hreyfðu þig Það þurfa allir á hreyfingu að halda og ef eitt- hvað minnkar stress þá er það hreyfing. Gönguferðir em ókeypis og það þarf ekki að plana þær með löngum fyrirvara 3. Hlustaðu á tónlist Láttu val tónlistarinnar ráðast af skapinu sem þú ert í. Syngdu með og dansaðu ef þig langar. 4. Hláturinn lengir lfflð Settu fýndna spólu í tæk- ið. Hlátur dregur úr stressi og virkir lík- amann til að framleiða hormón sem leysir endorfín úr læðingi. 5. Njóttu litlu hlutanna Það að lesa blaðið með kaffinu á hverjum morgni getur verið þín stund. 6. Borðaðu góðan mat Mæð- ur með ungaböm eiga það til að gleyma að borða. Best er að borða mat úr flóknum kolvetn- um og fitulitlu próteini. 7. Ekki gleyma vinunum Gefðu þér tíma til að setjast nið- ur og hringja í bestu vinkonu þína, samtalið þarf ekki að vera langt en það getur verið mjög gefandi. 8. Leggðu þig Ef barnið sefur eða einhver er til staðar til að sinna því skaltu leggjast niður og hvíla þig í hálftíma. Gerðu það frekar snemma dags svo þú verðir ekki andvaka. 9. Buslaðu í baði Það er fátt betra en að liggja í baði og slappa af. Góð bók og baðsölt gera gæfumuiiinn. 10. Leiktu þér Þótt þú sért fullorðin máttu samt mála mynd eða róla þér. Það eykur hug- myndaflug og sköpunargleði og er gaman!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.