Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Síða 14
74 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Ósamræmi
í matvöru-
verslunum
Verðstríðið sem hófst fyrr á þessu ári á matvörumarkaði hefur enn ekki tekið
enda. Víða mátti sjá mjólkurlítra nánast gefins og myndaðist örtröð í þeim versl-
unum sem þátt tóku. Krónan hóf verðstriðið og var ætlunin að ná samkeppnis-
hæfni við Bónus.
ASÍ hefur kannað
verð í 63 verslunum um
allt land. Kannaðir voru
tuttugu vöruliðir. Ósam-
ræmi var heldur mikið á
milli verslana í sömu
keðju og var það mest í
verslunum Samkaupa-
Úrvals, eða í 18 tilvikum.
Næst var Krónan með
ósamræmi í 17 tilvikum.
í Samkaupum-Strax
voru tilvikin 14 og ráku
Bónus og Kaskó restina
með 10 tilvik. Taka þarf
fram að um margar og
mismunandi verslanir er
að ræða. Þetta kemur
fram á heimasíðu ASÍ.
Heitir reitir
um allan bæ
Sífellt færist í aukana að
fyrirtæki bjóði upp á Heita
reiti sem er þráð-
laus háhraðanet-
tenging, frá Og
Vodafone. Nú em
um fimmtíu veit-
inga-ogkaffihús í
Reykjavík og á Akureyri þegar
komin með þessa þjónustu
og sffelit fleiri bætast við. í
Heitu reitunum komast far-
tölvunotendur frítt í netteng-
ingu þar sem alla helsm net-
þjónustu er að finna. Þeir
staðir sem bjóða upp á Heita
reiti em sérmerktir og á þeim
má nálgast frekari leiðbein-
ingar um hvemig þjónustan
virkar.
Heita vatnið
lækkar
Orkuveita Reykjavíkur
tilkynnti í gær um 1,5 pró-
senta lækkun á heitu vatni
til notenda á höfuöborgar-
svæðinu og tók lækkunin
gildi strax í kjölfarið. „Þetta
var ákveðið fyrir nokkrum
vikum og tók gildi núna 1.
júní. Við ákváðum að
hækka ekki með vísítöl-
unni sem hefur hækkað
um 3,5 prósent," segir
Helgi Pétursson, almanna-
tengslafulltrúi Orkuveitu
Reyfqavfkur. Þrátt fyrir
þessa hækkun ákvað
Orkuveitan að hækka ekki
vegna aukinnar sölu á
heitu vami og reiknast því
heildarlækkunin um 5
prósent þar sem venja er
að hækka en ekki lækka
þegar vísitalan hækkar.
Samkeppni
heldur bens-
ínverði niðri
Töluverðra hreyfinga varð
vart á bensínmarkaðnum í
gærogffyrradag
þegar Esso hækk-
aði verðin hjá sér
ogfórlítrinnaf95
oktan bensíni í
tæpar 107 krónur.
Oh's kom í kjölfarið
með álfka hækkanir
en um kvöldið
lækkaði Esso aftur
ogOlísumhádegið
í gær. „Það var þörf fyrir
hækkun miðað við heims-
markaðsverð og lækkunin
kom til af markaðsástæðum.
Við teljum að verðið eigi að
vera gegnsætt og endurspegl-
ast hér innanlands en það
virðast ekki allir sömu skoð-
unar og því bmgðumst við við
á þeim forsendum," segir
Magnús Ásgeirsson hjá Esso.
Krónan Seldimjólk-
ina á slikk I upphafi
verðstríðsins.
f Bónus Verðstriðið hafðilför
Imeðsérað neytendur keyptu
óvenjumikið af vörum sem von
lækkaðar sérstaklega mikið.
Verðkönnun ASÍ
í verðkönnun sem fram-
kvæmd var af ASÍ í síðustu viku
kemur fram að mikill verðmunur
er milli verslana í landinu. Allar
verslanir voru teknar fyrir í þeirri
könnun en í töflunni hér til hliðar
em tilgreind verð Bónuss og Krón-
unnar 25. maí.
Krónan hóf eins og kunnugt er
verðstríðið í ár með því að lækka
verð á nokkrum vörutegundum í
verslunum sínum. „Krónan lækkaði
verð á nokkrum vömtegundum,
það leiddi svo af sér lækkun á mark-
aðnum. Hver verslunin á fætur
annarri lækkaði þá vömr og endaði
þetta svona," segir Jón. Einnig tek-
ur hann fram að þetta verðstríð sé
ekkert einsdæmi. „Það vom tvö
svipuð verðstríð í fyrra á matvöru-
markaði, svo þetta er ekkert nýtt,“
segir hann. „Það má segja að verð-
stríðið endi aldrei."
Enginn gróði í einni
krónu
Það sem hvað
mest hefur skilað
sér í buddu neyt-
enda er án efa
gríðarleg lækkun
á aðalneysluvör-
um íslendinga og
ber þá helst að
nefna verð á vör-
um úr mjólkur-
iðnaði. Verð á
mjólkurlítranum
hefur rokkað frá
hálfri krónu og allt
upp í sextíu til
sjötíu krónur,
sem áður
fyrr var
kaup-
„Spurningin er bara hvar verðstríð birtíst. Verðstríðið núna er
ekkert einsdæmi í sögunni," segir Jón Bjömsson forstjóri Haga,
sem rekur meðal annars Bónus. Verðstríðið sem hófst í byrjun
þessa árs hefur ekki farið framhjá neinum. Krónan og Bónus
vom hvað mest áberandi í stríðinu og mættí ætla að stórfellt tap
hefði orðið hjá þeim verslunum vegna þess.
verð á mjólk í lágvömverslunum.
Mjólkin var nánast gefins og héldu
viðskiptavinir að vitfirring hefði
gripið um sig hjá stjórnendum
verslana vegna þess. „Það er ljóst að
enginn græðir á vöm sem kostar
krónu," segir Jón og tekur fram að
verðstríðið auki fjölda viðskipta-
vina verslana sökum aukins kaup-
máttar. „Ég sé það bara jafri vel og
þú að fólk kaupir meira ef það hef-
ur meiri kaupmátt. Menn bæta
jafnframt við sig viðskiptavinum og
það sér ekki fyrir endann á því."
Krónan lækkaði fyrst
Hróar Bjömsson
rekstrarstjóri Krón-
unnar segir versl-
anir þeirra hafa
byrjað verðstríð-
ið á því að lækka
sig um 25 pró-
sent. „Við lækk-
uðum okkur um
25% til þess að
halda okkur í
þessum Bónus-
verðum. Þar ætl-
um við að halda
okkur og bökk-
um ekkert með
það,“ segir
Hróar. Krónan
virðist hafa fest
sig í sessi
á
„Við höfum fjölgað
viðskiptavinum okkar
um80% ogþaðer
töluvert."
matvörumarkaði eftir verðstríðið
og segir Hróar aukninguna vera
gríðarlega. „Við höfum fjölgað við-
skiptavinum okkar um 80% og það
er töluvert."
Bónus með lægsta verðið
„Við höfum bara látið verkin tala
og ég bendi bara á verðkannanir
ASÍ. Þar er þetta allt svart á hvítu,"
segir Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónusverslan-
anna. Hann segir Bónus alltaf hafa
haft yfirhöndina á markaðnum
hvað verðstríð varðar og það sé
ekkert á leiðinni að breytast. „Nú
síðast vom tvær verðkannanir með
stuttu millibili og var Bónus ódýrari
í báðum," segir Guðmundur.
VERÐKONNUN ASÍ
Cheerios 567 g. Bónus 199 Krónan 201
Strásykur 1 kg. 58 63
Hveiti 2 kg. 39 69
Ora fiskib. 830 g dós 93 95
Gulrætur 1 kg. 45 196
Paprika græn 1 kg. 187 189
Tómatar ísl. 1 kg. 154 156
Kartöflur gullauga 2 kg. 129 ekki til
Kínakál 1 kg. 131 133
Appelsínur 1 kg. 50 52
Bananar 1 kg. 69 73
Epli gul 1 kg. 78 80
Kíví 1 kg. 138 140
BKI kaffi extra 400 g. 115 263
Merrild kaffi 103 500 g. 263 265
Pickwick te 20 stk ekkitil 199
Svali appelsfnu 1/4 Itr. 21 39
Coca cola 2 Itr. 106 106
Pepsi Max 1/2 Itr. 63 63
Egils Malt 1/2 Itr. 73 75
Verðstr ðiö tekur
Framboð á dýru íbúðarhúsnæði hefur aldrei verið meira og verð aldrei hærri
Yfír 20 íbúðir rjúfa 50 milljón króna múrinn
Yfir tuttugu íbúðir, allar á höfuð-
borgarsvæðinu, eru metnar á yfir 50
milljónir króna í Fasteignablaði
Fréttablaðsins í vikunni. Þar af eru
tólf metnar á yfir 55 milljónir. Sú
dýrasta, 366,8 fermetra íbúð á
Viðar Böðvarsson Hjá fasteignasölunni
Fold segir fleiri hafa efni á að kaupa dýr hús
í dag.
tveimur hæðum í Garðabæ, var met-
in á 69,9 milljónir.
„Það er orðið mun auðveldara að
selja dýrari eignir en áður. Fleira fólk
hefúr efiii á því að kaupa þessi dýru
hús og svo hafa aukin lán gert það að
verkum að hinn almenni borgari
treystir sér til að fjárfesta í dýrara en
áður,“ segir Viðar Böðvarsson hjá
fasteignasölunni Fold um
helstu ástæður þess að svo
mikið er af íbúðarhúsnæði á
þessu háa verði.
„í kringum árin 1994 til 1995
þótti einbýlishús á Arnamesinu sem
var metið á yfir 20 milljónir mjög
dýrt og eitt árið sá ég ekki neitt íbúð-
arhús fara á yfir þeirri tölu á sölunni
hjá mér."
Viðar segir að það hafi verið áber-
andi aukning á ffamboði á húsnæði
á háu verði síðustu tvö árin, eða eft-
ir að bankarnir fóru að veita nýjar
Jéjéí í
tegundir húsnæðislána. „Væntingar
um framtíðartekjur og þar með talin
greiðslugeta og ákveðin bjartsýni
ráða ríkjum," segir Viðar og sam-
þykkir að út frá fermetrafjölda hafi
stór hús á góðum stað hækkað f
verði. „Þau hafa hækkað hlutfalls-
lega mest stór hús á góðum stað og
ég myndi skjóta á að fbúð sem nú er
metin á 65 til 70 milljónir og er um
300 fermetrar hafi kostað um 45 til
50 milljónir fyrir þremur árum."
tj@dv.is
50
til 60 milljónir? Yfir
tuttugu hús á borð við
þetta kosta meira en 50
milljónir i síðasta fast-
eignablaði Fréttabiaðsins.