Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Page 19
BV Sport FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 19 Danskur leikmaður til Fylkis Lið Fylkis hefur samið við danska sóknarmanninn Christían Christíansen um að leika með lið- inu út tímabilið og er hann vænt- anlegur til landsins á allra næstu dögum. Christiansen þessi er 183 sentímetrar á hæð, 79 kíló og hef- ur leikið undanfarin ár með liði AAB Aalborg í dönsku úrvalsdeild- inni. Christíansen, sem er 23 ára gamall, er hugsaður sem arftaM Sævars Þórs Gíslasonar sem er með slitin krossbönd og verður ekki orðinn leikfær á ný fyrr en f lok ársins. Mál Gilardino í biðstöðu ítalska liðið Parma þarf að leika aukaleiki um að halda sæti sínu í Serie-A deildinni á Ítalíu. öll mál varðandi þeirra skærustu stjömu, Alberto Gilardino, hafa verið sett í biðstöðu þar til eftír þá leiki. Gilar- dino er einn eftirsóttasti sóknar- maður Evrópufótboltans um þess- ar mundir en talið er langlíkegast að hann fari til AC Milan. Sagan segir að ítalska stórliðið hatí náð samkomulagi við leikmanninn en eigi eftír að ná samingum við Parma sem setur líklegast himin- háan verðmiða á hami. Þá hefur Milan einnig verið orðað við vam- armanninn Massimo Oddo sem leikur með Lazio. Zenden tjáir sig ekki Boudewijn Zenden, leikmaður Middlesbrough, er þessa dagana orðaður við Evrópumeistara Liverpool. Zenden átti mjög gott tímabil hjá Boro eftír að hafa færst yfir á rniðja miðjuna ogheyrsthef- ur af áhuga frá Úðum víða um Evr- ópu. Meðal þessara liða er Liver- pool en Zenden sjálfur vill ekkert tjá sig um málið. „Ég hef heyrt af áhuga ýmissa liða en það er ekkert að segja um málið. Við- ræður standa yfir.“ Zenden. mgm Meistarar Detroit Pistons láta ekki fjaðrafokið í kring um þjálfara sinn trufla einbeit- ingu sína í titilvörninni og hafa nú jafnað metin í einvíginu gegn Miami. Rasheed Wallace hefur ákveðnar skoðanir á orðróminum um að þjálfarinn Larry Brown sé á leið til Cleveland og var með einföld skilaboð til blaðamanna. HættiD þessu helvítis Cleveland-kjaftæDi Vangaveltumar í kring um líklegt brotthvarf Larrys Brown þjálf- ara til Cleveland Cavaliers á næstu vikum, hefur að mati leik- manna liðsins ekki orðið til annars en að veita þeim innblástur á vellimun. Þeir sýndu það með góðum sigri í öðrum leiknum við Miami í fyrrinótt, þar sem þeir spiluðu sinn besta leik til þessa í seríunni sem nú stendur jöfn 2-2, eftir 106-96 sig- ur meistaranna. Meistaramir voru greinilega ekki á þeim buxunum að lenda undir 3-1 á heimavelli sínum og svöruðu tveimur tapleikjum í röð með góð- um leik í fyrrinótt. Pistons voru mjög grimmir í öllum sínum aðgerðum og komu Shaquille O'Neal strax í villu- vandræði, sem gerði það að verkum að hann gat Ktíð sem ekkert beitt sér í leiknum. Wade kaldur. Dwayne Wade var að venju at- kvæðamestur í liði gestanna og skoraði 28 stíg, en náði sér þó aldrei alveg í gírinn með Richard Hamilton límdan á sig allan tímann. Tayshaun Prince heftír hingað til séð um að dekka hann, en það gekk ekki sem skyldi og því brá Larry Brown á það ráð að setja fljótari vamarmann á hann. Þetta gafst ágætlega, en Wade vildi ekki meina að það hefðu ver- ið vamartilburðir Hamiltons sem gerðu út-slagið. „Eg fékk öll þau skot sem ég ætlaði mér í leikn- um, ég setti þau því miður bara ekki niður,“ sagði Wade. Hamilton var ekki síður drjúgur á hin- um enda vallarins og skoraði einnig 28 stíg. O'Neal í fýlu. Pistons náðu loksins að sýna sitt rétta andlit í ein- víginu og rétt eins og gegn Indiana í einvíginu á undan, hafa þeir náð að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1. Stóm menn- imir í liði þeirra, Rasheed og Ben Wallace létu mikið að sér kveða í leikn og Stan Van Gundy þjálfari Miami sagði það hafa riðið baggamuninn. „Stóra strák- amir vora gríðarlega öflugir hjá þeim, hreint út sagt stórkostlegir. Við fundum engin svör við leik þeirra," sagði hann. Shaquille O’Neal skoraði aðeins tólf stíg og gat h'tið beitt sér í leiknum vegna villu- vandræða, en hann fékk mjög fljót- lega sína þriðju villu í fyrri hálfleikn- um og þurfti því að sitja á bekkn- um. Hann neitaði að tala við blaða- menn eftir leikinn. Blaðamenn þyrptust að leikmönnum Detroit eftir „Stóru strákarnir voru gríðarlega öflugir hjá þeim, hreint út sagt stórkostlegir leikinn og reyndust ekki síður vilja fá álit leikmanna á fararsniðinu á þjálf- aranum, en á sigrinum. Tayshaun Prince sagði liðið ekki hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni. „Við erum á kafi í úrslitakeppn- inni og hvað sem gerist eftir hana skiptir okkur engu máli núna, við höfum títil að verja," sagði hann. Brown hefur sjálfttr engu neitað varðandi starfið sem bíður hans í Cleveland, en þrætir fyrir að það trufli leikmenn liðsins í úrslita- keppninni. „Ég hef verið í aðgerðum í allan vetur og hef þurft að vera mikið ifá liðinu. Það hefur ekki traflað þá og ég held að þetta geri það ekki held- ur,“ sagði hann. Rasheed Wallace var þó með afdráttarlausustu svörin eins og hans er von og vísa. „Hættíð með þetta helvítís Cleveland- kjaftæði," sagði hann við blaðamenn eftir leik- inn. Svo má hver dæma fyrir sig hvort þetta hefúr áhrif á liðið. batdur@dv.is Rasheed Wallace Kallar ekki allt ömmu sína og er ekki vanur að liggja d skoðunum slnum. vextir Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti lánin eru verdtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80% við endurfjarmögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% við kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin eða i eitthvað allt annað. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr. Holmgeir Holmgeirsson rekstrarfræöingur er lanafulltrui a viðskiptasvidi Lán meö jafngreiösluaöferö án veröbóta Ragnheiður ÞengTlsaóttír viöskiptafræðingur er lanafulltrui é viöskiptasvíöi Ráögjafat okkarveita aHar nándrí upplýsir»g3r. íhi getur Htiö ira> t Ármuia hrmgt i sima 54C 5000 eöa sent tdivupést á frjalsHHrjatsus Lánstimi 5 ár 25 ár 40 ár 4,15% vextir 18.485 5.361 4.273

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.