Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 26
SEX RAÐ
Þynnkan að drepa
þig? Fylgdu þessum
ráðum og sjáðu hvort
þér líður ekki betur.
Engifer og
súrsaðar
plómur
1. Glitbrá er jurt sem er góð
við mígreni og ætti að duga á
þynnkuhausverkinn. Til dæmis
fær maður ekki í magann af
henni líkt og af asperíni og fleiri
lyfjum. Þú finnur glitbrá í hylkj-
um í heilsubúðum.
2. Engifer er frábært gegn
flökurleika og sjóveiki. Taktu
tvær 500 milligramma töflur um
leið og þér verður flökurt. Engi-
ferte er líka gott í maga og getur
róað hann.
3. Vatn er gott við öllu, líka
þynnku. Drekktu vatn kvöldið
áður og Uka áður en þú ferð að
sofa það dregur úr því að líkam-
inn ofþorni sem hefur í för með
sér þreytu og höfuðverk.
26 FIMMTUDACUR 2. JÚNÍ2005
DV
4. Ef þú finnur heilsubúð
sem selur umebushi (þurrkaðar
og súrsaðar plómur) þá ertu í
góðum málum því þær eru frá-
bærar í þynnkunni - ef þú getur
komið þeim niður.
5. Sterkar B-vítamíntöflur
áttu að taka áður en þú byrjar
að drekka, rétt fyrir svefn og
þegar þú vaknar. Þá verðurðu
kannski ekki eins þjáð af kraft-
leysi og áhugaleysi sem oftast
fylgir þynnkunni. Þú getur líka
prófað B-12 töflu og láttu hana
bráðna undir tungunni.
6. Ef ekkert af fýrrgreindu
hentar þér, þá skaltu hella í
blandara 4 sl. af vodka, 12 sl.
tómatsafa, skvettu af sítrónu-
safa, worchesterhiresósu, smá
sellerísalti, pipar og nokkrum
dropum af tabascosósu og klök-
um. Hrærðu vel saman og helltu
iÞig.
Moccachino smoothie
í ísbúðinni í Kringlunni er hægt að fá
drykki sem nefnast „smoothies" og inni-
halda að mestu leyti fitulítinn jógúrtís.
Hægt er velja um margar tegundir ávaxta
og allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.
Fyrir kaffifíklana er tilvalið að velja sér
smoothie með kaffibragði og Moccachino
smoothie er geggjaður!
hópi fólks á eftir. Hann var auðvitað
mættur þangað og það fauk aðeins f
mig því mér fannst hann alveg geta
látið mig vera eitt kvöld.
Hann varð fokillur og reyndi að
draga mig heim en ég barðist á
móti. Ég sagði honum að þetta væri
búið og ég vildi ekki vera með hon-
um lengur og þá fór hann að hóta að
svipta sig lífi. Ég vildi ekki bera
ábyrgð á neinu slíku og fór með
honum heim en hugsaði mitt.
Næstu daga reyndi ég í sífellu að
finna góðan tíma til að ræða máhn
og slíta sambandinu en hann varð
alltaf mjög reiður og hótaði að gera
sjálfum sér mein.
Á þessum tímapunkti var ég al-
veg búin að missa áhugann á hon-
um og fyrir mér var sambandið
búið.
Gekk út
Eftir að hafa rætt við vinkonur
mínar tók ég þá ákvörðun að taka
ekki hótanir hans nærri mér því
þær útskýrðu fyrir mér að ég gæti
aldrei stoppað hann í því sem hann
vildi gera og hann væri bara að
kúga mig til að vera með sér. Ég fór
heim og sagði honum að þetta væri
búið og fór.
Næstu vikur voru hræðilegar.
Hann hringdi viðstöðulaust, mætti
á sömu staði og ég, dinglaði bjöll-
unni um nætur og klifraði upp á
svalirnar. Hótanirnar héldu líka
áfram en ég reyndi að láta þær ekki
á mig fá.
Gefst ekki upp
Nú eru átta mánuðir síðan við
hættum saman og hann hringir
enn. Næturheimsóknum hans hef-
ur fækkað en hann birtist alltaf af
og til hvenær sem er sólarhrings.
Það er lítið sem ég get gert annað
en að vera þolinmóð og vona að
hann hætti þessu á endanum.
mm
í þetta sinn sagði ég já og við sett-
um upp hringana viku síðar á heim-
ili foreldra minna.
Mömmu fannst ég vera ansi ung
en samgladdist mér þó en pabbi
hristi bara höfuðið. Stuttu síðar
leigðum við okkur íbúð og fórum að
búa saman.
Afbrýðisemi
Ég hafði tekið eftir því frá byrjun
að hann var ansi afbrýðisamur og
skipti þá ekki öllu hverjir áttu í hlut,
vinkonur mínar, ókunnugt fólk eða
íjölskyldumeðlimir, það fór rosa-
lega í taugarnar á honum að hafa
ekki óskipta athygli mína. Sérstak-
lega braust þetta út hjá honum þeg-
ar við fórum út að skemmta okkur
og þá vildi hann algerlega kæfa mig
og ef ég fór ein með stelpunum þá
brást ekki að ég hitti hann „óvart“ á
einhverjum skemmtistað.
Þegar ég reyndi að vekja máls á-
þessu vandamáli hans, baðst hann
afsökunar eða eyddi því og vildi
aldrei ræða þetta af neinni skyn-
semi.
Hágrét
Það kom að því að ég fór að
missa þolinmæðina því hann var
alltaf ofan í andlitinu á mér, skoð-
andi hverja ég hafði verið að
hringja í og lesandi meilinn minn.
Það var sama hvað ég sagði við
hann, hann hætti bara ekki. Þegar
ég fyrst orðaði það við hann að ég
vildi hætta þessu brotnaði hann al-
veg niður og fór að hágráta og grát-
bað mig um að endurskoða það og
lofaði öllu fögru.
Mér fannst sjálfsagt að gefa
þessu séns og í nokkrar vikur gekk
allt eins og í sögu.
Föst
Svo kom að því að ég fór ein í
veislu og fór svo á skemmtistað með
Ung stúlka kynnist manni sem getur ekki hamið afbrýði-
semi sína. Þegar hún fær nóg neitar hann að skilja að
sambandinu sé lokið og lætur hana ekki í friði.
að hann var rosalega hrifinn af mér
og fór ekki dult með það. Hann vildi
vera með mér öllum stundum og
vildi helst ekki fara út af hótelher-
berginu.
Mér fannst svo sem ekkert at-
hugavert við það þar sem við vorum
nýbyrjuð að vera saman en mér brá
svolítið þegar hann fór að minnast á
trúlofun en var samt mjög upp með
mér. Ég tók þann pól í hæðina að
þykjast halda að hann væri að grín-
ast og eyddi því tali um sinn.
Trúlofun
Við kviðum fyrir að fara heim og
þurfa að takast á við veruleika hvers-
dagsins en það varð ekki umflúið því
við áttum bæði að mæta til vinnu.
Eftir að heim var komið höfðum við
eðlilega minni tíma til að hittast því
við unnum bæði fullan vinnudag.
Við eyddum samt öllum frítíma okk-
ar saman og það leið ekki á löngu
áður en hann spurði mig aftur hvort
ég vildi trúlofast honum, þá vorum
við búin að vera saman í þrjá mán-
uði.
Ég kynntist sambýlismanni mín-
um í sumarfríi á Spáni. Ég hafði tek-
ið mér frí frá menntaskólanámi og
var að vinna í fiski. Við höfðum farið
allar saman vinkonurnar í þriggja
vikna ferð sem við höfðum safnað
fyrir í langan tíma. Við vorum frekar
ungar, ég var 18 ára og hinar 19, og
ég fagnaði einmitt afmælinu mínu
þarna úti. Hann var nýútskrifaður úr
menntaskóla og var í útskriftarferð
með stórum vinahópi.
Óaðskiljanleg
Við smullum strax saman og vor-
um óaðskiljanleg alla ferðina. Það
vakti dálítinn pirring meðal vina
minna en ég lét það ekkert á mig fá
enda mjög hrifin af honum. Okkur
leið alveg svakalega vel þarna úti og
þegar leið að því að fara heim ákváð-
um við að lengja ferðina um viku svo
við gætum verið ein saman og
slappað af.
Þessi vika var æðisleg og við vor-
um mjög náin allan tímann. Þegar
leið að brottför var orðið alveg ljóst
// Lífsreynslusaga
Hundelt Eftir sambandsslitin
elti hann mig um allt og
hringdi viðstöðulaust.