Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 31
DV Lífið FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 31 Aðþrengda eiginkonan Eva Long- oria sagði I viðtali nú á dögunum að henni líkaði vel við hjálpar- tæki ástarlifsins og sérstaklega gervilimi. Nú hafa orð hennar heldur betur valdið usla, þvi stúlkan getur ekkl þverfótað fyrir gerviUmum og auglýsingum um hjálpartæki sem karlmenn og fyr- irtæki hafa sent henni.„Ég fæ kassa á eftir kassa sem inniheldur vibratora bara afþví ég minntist á að ég hefði gaman afþeim," segir Eva. Stúlkan hefur verið bendluð við hina og þessa leik- menn í Hollywood og segist hún „ekki ætla að verða ein afþeim sem segist ekki eiga nægan tíma fyrir smá rómantík". Lindsey Lohan í bílslysi Lindsay Lohan lenti í lífsháska á þriðjudaginn. Æstur papparassí missti stjórn á bílnum sínum þeg- ar hann reyndi að ná mynd af ungu stjörnunni. Lindsay komst ósködduð frá slysinu. Stuttu síðar gafmóðir Lindsay út fréttatil- kynningu þar sem hún sagðist fegin að dóttirin hefði sloppið ómeidd. Papparassiar hafa orðið alræmdir síðan Díana prinsessa lést í svipuðu bílslysi í París. Blaðaljósmyndarinn sem lenti á bíl Lindsay hefur verið kærður fyrir vikið og var honum sleppt gegn tryggingu. Mikið hefur verið rætt og ritað um sjónvarpsþáttinn Strákana og vilja sumir foreldrar meina að Sveppi, Auddi og Pétur Jó- hann gangi of langt í gríni sínu. Á mánudaginn tók Sveppi inn svefntöflu í þættinum og þykir það ekki til eftirbreytni. Strákarnir ætla að bæta ráð sitt og leyfa aðdáendunum að henda rjómatertum í sig til styrktar góðu málefni. Svepfií étur svefntoflu í beinni Það vakti óhug margra í hinum sívinsæla þætti Strákarnir, í föstum dagskrárlið á mánudaginn kölluð- um Tilraun á setti, þegar Sveppi tók inn svefntöflu til þess að sjá hversu langan tíma tæki að sofna. Ekki tókst Sveppa að festa blund, en hann rétt náði að dotta á meðan Auddi og Pét- ur reyndu að maka varalit út um allt andlit hans. Mörgum áhorfendum var nóg boðið þar sem krakkar á öll- um aldri fylgjast grannt með hetjun- um sínum kvöld eftir kvöld. Krakkar apa eftir atriðunum „Við höfum fengið fjölmargar kvartanir frá foreldrum. Dagskrár- stjórar þessa þáttar gera sér ekki grein fyrir hver markhópur þáttarins er. Þarna eru börn frá aldrinum tveggja til 12 ára að horfa á. Og að borða töflur er einmitt það sem for- eldrar eru að reyna að halda börn- um sínum frá. Foreldrafélag grunn- skóla á Akranesi sendi bréf til Stöðvar 2 þar greint er frá atvik- um á skólalóðum þar sem krakkar apa eftir atriðum úr þættinum sem sýndur var kvöldið áður. Við viljum að þeir annaðhvort seinki út- sendingartímanum eða breyta áherslum þáttarins. Páll Magnússon sagð- ist ætla að skoða þetta mál. Vissu- lega hefur verið tekið á orðalagi þeirra, en það læðast alltaf inn einstaka atriði sem ganga of langt,“ segir Elín Thorarensen, firamkvæmda- stjóri Heimilis og skóla og spyr: „Hvert er siðferðisgildi þessa þáttastjórnanda, og hver er markhópurinn?" Eh'n tekur ennfremur fram að þátturinn sé ekki sá eini á Stöð 2 sem ekki er við hæfi barna. „Það þarf að gera almennar breytingar á dag- skrárstefiiu Stöðvar 2, eins og með Simpsons og endursýndar bíó- myndir sem sýndar eru um miðjan dag og eru stranglega bannaðar börnum. Það er annars margt gott í þessum þætti, en tilraunir og áskor- anir geta gengið of langt," segir Eh'n. Engar kvartanir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár segir að ekki hafi rignt inn kvört- unum vegna tilraunarinnar í þættinum á mánudeginum og engar sérstakar athugasemdir hafi borist vegna at- viksins. „Það er ahtaf eitthvert fólk óánægt með þáttinn og fáum við alltaf kvartanir annað slagið," segir Heimir og tekur frarn að strákarnir hafi leitað til læknis og tekið það skýrt fram að enginn skyldi apa eftir svefiitöfluátið. En strákunum þykir vænt um að- dáendur sína og fólkið sem kvartar vegna þeirra. Á morgun ætla strák- arnir að mæta við klukkrma á Lækj- artorgi stundvíslega á hádegi. Þar getur fólk tekið út gremju sína á köppunum með því að henda í þá rjómatertum og eggjum sem þríeyk- ið mun selja. AUur ágóði rennur tíl langveikra barna. hanna&dv.is Sveppi tók inn eina svefntöflu tii að sjá hversu langa tlma þaðtækiaðsofna DV-mvnd Valli Fékk hund- ruð sím- v»iiarlirekk „Það er alveg fáránlegt hvaö er hægt að setja inn á netiö," segir Ragnar Bjömsson 17 ára nemi í Flensborgarskólanum. Hann lenti nýlega í því að síma- númer hans birtist við auglýs- ingu á fjórum splunkunýjum gsm-símum til sölu á vefeíöunni Kassi.is. Uppsett verð var 500 krónur á stykkið. „Fyrsta daginn hringdu 50 manns, svo næstu daga vom það 40-50 manns á dag,“ segir Ragnar en hann vissi ekkert af birtingu auglýsingarinnar. Svo mikið var áreitið að Ragnar, sem jafnan er kaUaður Abraham, lagði símanum sínum á tímabUi tíl að sleppa við þessi símtöl. AUt á þetta sér eðlUegar skýr- ingar en þannig er mál með vexti að vinur Ragnars, kaUaður Messiah, setti auglýsinguna á netið tU þess að strfða félaga sínum. Svo virðist sem þessi skondni hrekkur hafi heppnast fullkomlega. „Við erum aUtaf að gera eitthvað svona við hvom annan," segir Ragnar en bætír við að hann erfi þetta ekki við félaga sinn: „Þetta er bara fynd- ið. Ragnar Björnsson Fékk ótal slmtöl út af hrekk vinarslns. Vinur Ragnars Björnssonar aug- lýsti síma á 500 kall undir hans nafni Breytingar hjá Geira á Goldfinger Þorgeir Ástvaldsson | Kristófer Helgason | Ásgeir Páli Ágústsson Geiri með pípsjóv á Vatnsenda „Ég pakkaði pípsjóvinu og dUdó- unum ofan í gám og fór með upp á Vatnsenda til Þorsteins Hjaltested vinar míns. Hann ætlar að geyma þetta fyrir mig," segir Geiri á Gold- finger en fyrir nokkrum mánuðum lokaði hann pípsjóvi sem hann rak við Frakkastíg. „Ég keypti þetta húsnæði á sínum tíma og settí upp pípsjóv og dótabúðina. Nú á að fara að rífa aUt húsið og mér var boðið að selja þetta og ég sló tíl,“ segir Geiri en hann mun hafa fengið dágott verð fyrir fasteignina. Geiri lofer því að pípsjóvið verði opnað aftur: ,Að sjálfeögðu kemur það aftur, ég hef veriö að þreifo fyrir mér varðandi staðsetningu og það ættí að skýrast á næstunni hvar Góður á því Það verður seintsagt að Geiri kunni ekki að lifa llfinu. Dildó Eins gott aöþæráVatns- enda komist ekki i þennan. þetta verður." Á meðan einbeitir Geiri sér að rekstri nektardans- staðarins Goldfinger í Kópavogi þar sem gott er að búa eins og allir landsmenn vita. Pípsjóvið bíður ósnert í gámnum og segir Geiri það í góðum höndum „Ég vona bara að hann passi þetta vel svo kerlingam- ar á Vatnsendanum komist ekki í víbratorana," segir Geiri skellihlæj- andi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.