Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 Helgarblað DV Lögreglan skaut byssumann Lögreglan í Bretlandi skaut mann til dauða um síðustu helgi. Þegar Craig King.sem var 27 ára, skaut á eiginmann systur sinnar í gegnum glugga skaut lögreglan á hann. King hafði misst stjóm á sér þegar systir hans flutti inn til mannsins að nýju. Lögreglan kom á vettvang eftir að King hafði kastað stól í gegnum glugga á íbúð mannsins. Á meðan lögreglan yfirheyrði eig- inmanninn kveikti King í íbúð- inni, hljóp út og skaut í gegnum gluggann. Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan í Manchester hefur þurft að fella borgara. Morðalda í Bretlandi Tveir menn vom handteknir fyrir morðið á tveimur drengjum í Wokingham í Berkshire á sunnu- dagskvöldið. Drengirnir, sem vom 14 og 16 ára, fundust myrtir úti í skógi. Tveir verkamenn, báð- ir 18 ára, em taldir hafa framið verknaðinn. Játningar liggja ekki fyrir en lögreglan segir að morð- ingjamir hafi þekkt fórnarlömbin. Þrír menn em einnig í haldi lög- reglunnar í Bretlandi, gmnaðir um að hafa myrt mann um síð- ustu helgi. Líkin hafa enn ekki verið kmfin og lögreglan veitir fáar upplýsingar en segir þó að málin tvö séu ekki tengd. Skaut á hóp veiðimanna Sex létust og tveir slösuðust þegar maður skaut á hóp veiði- manna í Minnesota í Banda- ríkjunum. Chai Soua Vang á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi ef hann verður fundinn sekur um morðin. Vang hefur viðurkennt að hafa skotið á fólkið en segir það hafa neytt hann til þess. Vang var í leyfisleysi í landinu og vissi að fólkið ætlaði að segja til hans. Lögífæðingur hans segir hópinn hafa látið niðrandi kynþáttaat- hugasemdir falla og að skjólstæð- ingur hans hefði óttast um líf sitt. Diana Dyson hafði lifað skrautlegu lífi. Eftir að hafa misst tvo eiginmenn og barn með sviplegum hætti ákvað hún að flytja og skilja við fortíðina. Óheppnin átti þó eftir að elta hana og ganga að lokum af henni dauðri. í réttarhaldinu kom í ljós að Diana var ekki öll þar sem hún var séð. Flótti frá foriinni Líf Diönu Dyson var lyginni lík- ast. Hún varð ekkja ung að ámm eft- ir að eiginmaður hennar lést úr krabbameini og skildi hana eftir með fjögur ung börn. Rúmlega þrjá- tíu ámm síðar kynntist Diana Leon- ard Home, auðugum manni frá Sheffield, sem var þijátíu ámm eldri en hún. Diana flutti inn til hans sem heimilishjálp til að byrja með en nokkmm mánuðum síðar vom þau gengin í það heilaga. Árið 2000 hélt Diana að hún hefði loksins fundið lífshamingjuna en stuttu seinna framdi einn sona hennar sjálfsmorð. Reif sig upp úr vonleysinu Diana reyndi að púsla saman brotunum með hjálp sálfræðings en annað áfall reið yfir skömmu síðar. Leonard, sem var heymarlaus, blindur og bundinn við hjólastól, hafði tekist að binda endi á líf sitt með svefntöflum. Eftir aðeins tveggja ára hjónaband var Diana ein að nýju. Eftir dvöl á geðveikrahæli og nokkrar sjálfsmorðstilraunir ákvað Diana að rífa sig upp úr vonleysi for- tíðariniiar. Hún tók saman föggur sínar og flutti til Malaga á Spáni í von um að geta hafið nýtt líf. Hin 63 ára ekja leigði sér íbúð á Costa del Sol og kynntist nýju fólki. Henni var lýst sem líflegri, glæsilegri konu sem bar ávallt dýra skartgripi. Hún hafði erft peninga eftir seinni manninn sinn og bjóst við að lifa hinu ljúfa lífi til æviloka. Hún bjóst hins vegar ekki við því að líf hennar fengi svo snöggan endi sem raun bar vitni. „Hann hótaði að drepa börnin mín ef ég héldi ekki kjafti." Myrt vegna skartgripa í mars 2002 fannst lík hennar í íbúðinni og ljóst var að hún hafði verið látin í marga daga áður en hún fannst. Hún hafði verið barin í höf- uðið með járnstöng, kyrkt og að lok- um kæfð. Lögreglan rakti slóðina til fimmtugra breskra hjóna, Richard Monteith og eiginkona hans Anne- Marie, sem höfðu verið meðal vina Diönu. Eftir leit í íbúð þeirra fannst bróðurparturinn af skartgripum Diönu og hjónin voru handtekin. Richard var kærður fyrir að brjótast inn í íbúðina, rán og morð. Réttarhöldin hefjast í réttarhöldunum árið 2005 sagði Monteith að hann hefði ekki drepið Diönu en að hann vissi hver morð- inginn væri. „Fyrrum ástmaður hennar myrti hana," sagði Monteith og benti á mann sem kallaður hefur verið Jackson. „Jackson hafði sam- band við mig eftir að þau höfðu rif- ist. Hann vildi að ég hjálpaði sér við að ná sáttum við hana. Því fórum við saman heim til hennar," sagði Monteith. Þegar þeir komu þangað opnaði Diana fyrir þeim, að hans sögn. Hún faðmaði hann strax að sér en skyndilega ýtti Jackson honum til hliðar og barði hana í höfuðið með járnstöng. „Ég hljóp inn á bað og kastaði upp. Þegar ég kom til baka var Diana látin. Ég vildi ekki gera henni mein og vissi ekki hvað hann hafði í huga,“ sagði Monteith með tárin f augunum. Sakamál Skartgripirnir voru gjöf Monteith sagðist ekki hafa rænt skartgripunum. Diana hefði gefið eiginkonu hans þá í von um að fá peninga út úr tryggingunum. Anne- Marie sagði lögreglunni sömu sögu. Hún sagðist oft hafa reynt að skila skartgripunum því að að hún hefði ekki viljað taka þátt í tryggingasvik- um. „Ég fór oft til hennar í von um að geta skilað skartgripunum en hún opnaði aldrei fyrir mér. Hún ætlaði að fá háar upphæðir frá tryggingafyrirtækinu," sagði Anne- Marie. Monteith hafði einnig skýr- ingu á því að hann hafði ekki leitað ■ Diana Dyson Við réttarhöldin fékk dómarinn ágætis sýn inn i lifDionu. Hún varmeð peninga á heilanum og hafði reynt að kaupa mann til að myrða seinni eiginmann hennar. til lögreglunnar. „Hann hótaði að drepa börnin mín ef ég héldi ekki kjafti." 13 ára fangelsi fyrir morð Dómarinn trúði ekki sögu hjón- anna og þann 8. apríl 2005 var Monteith dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir morð og þrjú ár að auki fyrir innbrot og rán. Anne-Marie fékk vægari dóm fyrir að bera ljúgvitni. Við réttarJiöldin kom fram mynd af lífi Diönu Dyson. Vinir hennar og kunningjar lýstu henni sem furðu- fugli sem hefði verið með peninga á heilanum. Hún átti peninga og gerði allt til að sýna öðrum hversu rík hún virkilega væri. f ljós kom einnig að hún hafði beðið garðyrkjumanninn sinn að myrða seinni eiginmanninn. Það reyndist óþarfi. Hafði aldrei hitt þá myrtu Herra Jackson, sem Monteith hafði reynt að ldína morðinu á, skil- ur ekki sinn hlut í málinu. Hann hafði haldið að þeir Monteith væru vinir. í sjónvarpsviðtali sagðist hann ekki enn þá skilja af hverju Monteith kenndi honum um morðið. „Ég vildi að ég hefði aldrei kynnst þessum Fimmtán ára drengur myrti móður sína og kom líkamshlutunum fyrir í tösku Spánn Diana Dyson flutti til Spánar i von um að geta hafið nýtt lif. Það fékk hins vegar snöggan endi stuttu siðar. manni. Hann sagði lögreglunni að ég hefði myrt konu sem ég hafði aldrei heyrt minnst á fyrr en ég las um morðið í fjölmiðlum." Jackson hafði eytt deginum fyrir morðið með Monteith-hjónunum. „Ég tók ekki eftir neinu óvenjulegu en það sýnir einungis hversu góður leikari hann er. Ég hélt að við værum vinir. Mér verður óglatt þegar ég hugsa til þess sem hann gerði. Við höfðum eytt heilum degi saman og svo fer hann og drepur og kennir mér um. Hann hefur kennt mér að treysta engum." 15 ára myrti mömmu sína Lögreglan í New York í Banda- ríkjunum hefur kært 15 ára dreng fyrir morð. Angel Rosa er talinn hafa gefið móður sinni, Madeline Irene, svefntöflur og kyrt hana. Líkamshlutar hennar fundust í ferðatösku í skurði nálægt heimili þeirra. Á sama tíma handtók lögreglan hinn fimmtuga Edwin Gimenez fyrir mannrán og kynferðislega misnotkun á Rosa og öðru barni sem ekki hefur verið nafngreint. Lögreglan segir málin tvö tengd. „Gimenez segir að drengurinn hafi myrt móður sína en Rosa heldur því fram að Gimenez hafi skipað honum að myrða hana," sagði lög- reglumaður. „Gimenez segist að- eins hafa hjálpað honum að fela lfldð." Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar vingaðist Gimenez við Rosa og vin hans fyrir um einu ári. Hann misnotaði þá kyn- ferðislega og virðist hafa náð að heilaþvo Rosa. Lfldð af Irene fannst þann 23. ágúst en eftir henni var ekki lýst fyrr en fyrrum eiginmaður hennar kom í heimsókn frá Florida í sept- ember. Réttað verður yfir Rosa sem full- orðnum einstak- lingi. Exi Likið var bútað niður og kom - ið fyrir í ferðatösku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.