Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Blaðsíða 50
50 LAUCARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Það þarf að spila mótið „Ég er búin að vera svo lengi í þessu að ég tek þessu mjög létt,“ segir Harpa Melsteð fyrirliði handknatt- leiksliðs Hauka. Haukastúlkum er spáð íslandsmeistaratitlinum þetta árið, en þær unnu einmitt titilinn eftirsótta á síðasta tímabili. „Sumir taka þessu alvarlega en ég geri það ekki," segir Harpa um spána. „Auð- vitað er ánægjulegt að fólk hafi trú á liðinu, en það hefur ekki þau áhrif að fólk ofmetnist, við tökum þessu með fyrirvara. Það þarf auðvitað að spila mótið." Harpa hefur trú á að liðið geti gert góða hluti í vetur, en spáir því þó að mótið verði jafnara en síðustu ár. „Liðunum sem er spáð fimm efstu sætunum eiga eftir að vera að reita „Ég var byrjuð að spila í september. Ég komst mun fyrr ístand en ég bjóst við og raunar fyrr en ég ætlaði." stig hvert af öðru." Harpa eignaðist barn sumarið 2004 og bjuggust hand- boltaspekingar við að í kjölfarið myndi hún taka sér góða pásu frá handboltanum, jafnvel hætta. inn. „Ég var byrjuð að spila í septem- ber. Ég komst mun fyrr í stand en ég bjóst við og raunar fyrr en ég ætlaði." Þrátt fyrir fjöldamörg ár í boltanum og urmul titla og viðurkenninga er Harpa þó hvergi nærri södd. Henni finnst handbolti alltaf jafn skemmti- legur. „Ég væri ekki að fórna öllum þessum tíma í þetta ef mér þætti þetta ekki gaman. En aðrir þættir í lífi mínu, eins og dóttir mín, eru orðnir mikil- vægari. Handbolti er auðvitað líkams- ræktin manns og félagsskapur." Harpa var þó ekki lengi að koma sér aftur á völl- Harpa Melsteð hefur verið fyrirliöi kvennaliðs Hauka í handknatt- leiksfðustu ár. Hún er ein sigursælasta handknattle'kskQnalands- ins Liði hennar er spáð Islandsmeistaratitlmum á komandl timabili. Úr bloggheimum Slangan • „Ég horfði á Contender I gærog það varskemmti- legurþáttur sem endranær.Slangan ógur- lega vann, ég hélt eiginlega með báðum, ég hélt með Jesse afþví hann ersvo skemmtilegur ep með Slöngunni því hann hefur aldrei átt neinn pening og þvl mamma hans hefur þurft að vinna ^vo mikið, það er miklu skemmtilegra að horfa á box þegar maður þekkir söguna á bak viðmennina." Sigríður Lilja Skúladóttir - folk.is/siggalilja Erfittað vera fréttamaður „Það er varla að maður leggi í að skrifa blogg eftir málið með manninn á svæðisútvarpi Suðurlands. Spurning hvort fréttamenn geti yfirhöfuð hald- ið úti svona siðum. Þorbjörn Brodda- son, sem er oft mjög skyn- samur, segir nei. En ég er svolítið ósáttur við að rétt- indi séu tekin afmanni fyrir það eitt að vinna á fjölmiðli. Það er töiuvert sem við ekki getum, við get- um ekki haft flokkspólitískar skoðanir (það er nú reyndar ekkert mál), eða *pólitiskar skoðanir yfirleitt, við getum að sjálfsögðu ekki verið að vasast f pólitík á neinn hátt. Við getum ekki gerthvað sem er utan vinnutíma og við getum ekki skrifað hvað sem er á btoggsíður." G. Pétur Matthiasson - gpet- ur.blogspot.com Coing to the chapel... „ Við fórum i ráðhúsið hér í Odense og giftum okkurþar, tók rétt um 10 mln....efþað varsvo langur tími. Eftir þetta settumst við á næsta pöbb og sátum úti í bliðunni og fengum okk- jjr einn kaldan ásamt ná- grönnum okkar,sem komu með okkur í ráðhúsið." Davið Örn Ólafsson - doolafs.blog- spot.com Fölsk minning „...ég á tvær minningar um eitthvað sem ég ætti ekki að muna eftir. Þegar ég var rétt eins árs dattégá glerborð og er ennþá meðörá kinninni eftir það. Eg hefheyrt tvær útgáfur á því hvernig þetta gerðist og ég sé þær báðar jafn Ijóslifandi fyrir mér. Ég seg- istalltafmuna vel eftirþessu...þegar mamma hélt handklæðinu blóðugu upp viö kinnina á mér og pabbi kom hlaupandi heim úr vinnunni. Skrýt- \ð..." Sigrún Cuðmundsdóttir - ungfru- sigrun.blogspot.com Stjórnarskrá Bandaríkjanna undirrituð I dag Á þessum degi árið 1787 var stjórn- arskrá Bandaríkjanna undirrituð í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Ekki voru þó allir á eitt sáttir með nýju stjórnarskrána og þrír fulltrúar af þeim 41 sem voru við- staddir neituðu að skrifa undir. Banda- ríki Norður-Ameríku höfðu fengið fullt sjálfstæði fjórum árum fyrr þegar undirritaður var friðarsamningur við Breta. Þrátt fyrir að stjórnarskráin hafi verið undirrituð á þessum degi greindi sjöunda grein hennar á um að hún yrði ekki bindandi fyrir rík- in þrettán fyrr en þau hefðu öll samþykkt hana. Sjö ríki undirrit- uðu stjórnarskrána fyrir árslok en erfiðlega gekk að fá samþykki hinna sex. Það var ekki fyrr en í júlí 1788 sem síðasta fylkið undirritaði stjórnarskrána, New York-fylki. Eftir sem áður nutu fylkin töluverð- rar sjálfsstjórnar. Með eigið lög- áriö 1844 var í fyrsta skipt- iö kostið til Alþingis í Reykjavík. Sveinbjörn Egilsson. rektor Læröa skóians, íekk ílest atkvæði, 15 talsins. Hann neitaði þó þingsetu. gjafárþing, ríkisstjóra og dómstóla. Stjórnarskráin var með fyrstu stjórnarskrám á því formi sem við þekkjum í dag og sú elsta sem enn er í gildi. Hún tók gildi um svipað leyti og fyrsti forseti Bandaríkj- anna, George Washington, var svarinn í embætti. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. Raunverulegt tolk Einarlngvi Magnússon skrífar. Hve það er hræðilegt að vera normal í dag. Ég gæti heldur aidrei af- borið það. Viðmið samfélagsins eru orðin svo óvistvæn náttúru manns- ins. Fólk er hlekkjað í félagslegt hegð- unarmynstur, sem hefur gert það að andlega lokuðum heilabúum. Búið er Lesendur að forrita fólk fyrir neyslusamfélags- lega hegðun sem felst í því að lifa til að virma lengur en frá níu til fimm, til að kaupa meira og neyta meira í dag en í gær. Það er ekkert spennandi lengur að vera normal. Þvert á móti opnar það nýja veröld hins sanna lífs og tilveru að leyfa sér að vera raunverulegur, laus við forritun og gildi samfélagsins, stjómmálastefnanna, heimsspekinn- ar og trúarbragðanna. Það er frelsi sem er fólgið í því sem þjóðfélagið uppnefnir heimsku og aumingjaskap. Að þora að vera raunverulegur maður er ekki á allra færi, enda fjöldinn skemmdur og þar af leiðandi ófær að lifa eðlilegu h'fi. Ég tek ofan fyrir geðveiku fólki, því sem samfélagið hefur sett til hliðar, stimplað í þriðja flokk og krossfest fram í dauðann. Nútíma siðmenning er löngu komin í andlegt þrot. Hún er ómenning, sem fer iila með mann- eskjuna, nauðgar henni á altari fé- fíkninnar og græðginnar. Hún bannar fólki að gráta undan hinni illu með- , ferð. Hún bannar fólki að þreytast og lýjast undan svipuhöggum þræla- haldaranna. Hún bannar fólki að dreyma um raunverulegt líf og raun- verulegt fólk. Þeir sem þrá raunveru- leikann verða að vera svolítið meir en geggjaðir. Það er þess vegna sem ég hef verið geðveikur í mörg ár og uni mér best á meðal hinna útskúfuðu samfélagsins vesalinga. Ég get alla vega lifað laus við blekkingu þrælahaldaranna úti f óbyggðum langt frá ósiðmenningu nútímans og ræktað andann sem Guð blés mér í bijóst er hann gaf mér lífið. Gillzenegger skrifar vikulega pistla f Fókus í DV í föstudögum. Þeir lýsa skoðunum hans en á Haldiö til haqa engan hátt skoðunum blaðsins. í pistli sínum f gær talaði hann fjálglega um knattspyrnudómar- ann Garðar Örn Hinriksson og biður DV Garðar og alla honum nákomna afsökunar. Stórir fimmtudagar / KmlÉi Öm Létaessti ^ Fræiil.Dayíös Oddssonar Guðmundur Magnússon skrifai: Ég er mikill aðdáandi DV og hef verið áskrifandi lengi. Oftast er efni blaðsins mjög skemmtilegt og það hefur farið batnandi með tímanum. DV er jú bara lítið barn sem byijaði að ganga snemma og eldist með hveijum deginum. Það sem mér finnst gott við blaðið er að það tekur breytingum dag frá degi. Nýir fastir liðir byrja og ferskir pennar eru Lesendur fengnir í kjallaraskrif og annað. Nýjasta viðbótin við blaðið eru hinir svokölluðu „Stóru fimmtudagar", eins og það er kallað á mínu heimili. Við konan og börnin sláumst nefni- lega um Hér&nú sem fylgir blaðinu á fimmtudögum. Það er fátt betra en að byrja daginn á þeim pakka og eiginlega nauðsynlegt ef maður ætlar að vera viðræðuhæfur í vinn- unni. Ég fagna öllum breytingum og held að Hér&nú sé á réttri leið. Vildi bara koma þessu á framfæri. Það eru nefnilega alltof fáir sem hrósa því sem vel er gert en alltaf eru ein- hverjir sem eru til- búnir að rakka allt niður. Haldið áfram á réttri braut! epnBHlsaBig „ ofskytijaitanveppa I hónd t. Ánægður lesandi Guömundur segist vera mikill aðdáandi DV. Sylvía Dögg Halldórsdóttir vegur og metur timann. Myndlistarneminn segir Brosborgun Flestir hafa val um gjörðir sín- ar. Ég geri alltaf það sem ég vil gera. Og helst aðeins þannig að ég hafi unun af. Þegar um skapandi vinnu er að ræða getur verið erfitt að vega og meta hvort önnur borg- un séþörf en ánægjan einsömul. Ménn þrífast á því að gera hluti sem þeir una en ekki allir hafa kost á því. Eitt verk er alltaf skref að því næsta og því oftast réttlætanlegt. í enda dags er tíminn peningar. Það er alltaf hægt að eyða tímanum sínum í verðugri hluti eða verk- efni. En þegar ánægjan í útrásinni er að vinna að ákveðnu verki er erfitt að setja það í samhengi pen- inga og segja skilið við það. Vegna þess að borgunin er jú „aðeins" ánægjan ein... Ég get ekki ákveðið hvort ég eigi að segja skilið við ákveðið verkefni sem ég unni að gera á for- sendunni að ég ætti að fá borgað fyrir það. Að fá borgað í ánægju og viðbrögðum eru góð laun í minni bók. En því miður vegur ekki rétt á móti tímanum sem ég dreg frá öðrum verk- um. Leiðin- leg út- koma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.