Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 28

Símablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 28
42 S I M A B L A Ð I Ð nefna þessi: Gjaldamálin, neistastöðva- málin og bylgjusviðsskiftinguna, einkum þó stækkun útvarpsbylgju- sviðsins. Býst landssímastjóri við, að við Islendingar getum, eftir atvikum, verið ánægðir með niðurstöðuna í öll- um þessum málum. Mun vonandi síðar verða tækifæri til að skýra nánar frá þeim hér í blaðinu. En til þess að menn fái hugmynd um þá fjárhagslegu þýð- ingu, sem þessi mál geta haft, segir landssímastjóri, skal eg geta þess, að liefði ekki tekist að hindra niðurfærslu þá sem til stóð á terminal-gjaldi fslands, mundi það eitt hafa rýrt árlegar tekjur landssímans um tugi þúsunda króna. Yfirleitt var hagsmunastreitan afar hörð milli ríkjanna. í Madrid leið mér vel, og kunni eg ágætlega við Spánverja, enda eru þeir framúrskarandi góðlátir menn, sem vilja alt fyrir mann gera. Auk þess var sérlega skemtilegt og lærdómsrikt, að kvnnast liinum ýmsu fulltrúum á ráðstefnunui,og starfsaðferðum þeirra. A. : Hvernig stendur á því, kunningi, að stafirnir, sem skrifaðir eru i annan endann á ritsímanum, koma út i hinn endann? B. : Skilurðu l)að ekki! Reyndu bara að klípa í skottið á hundinum þínum, og heyrðu svo hvort ekki kemur hljóð út um trýnið. Sjóræningi: Góði guð! ef þú hjálpar mér úr þessum lífsháska, þá skal eg fara í kirkju á hverjum sunnudegi. Annar sjóræningi: Skammastu þín ekki, heigullinn þinn! Fyrsti sjóræningi: Uss, — eg er bara að plata hann. Undur nútfmans. Undir þessari fyrirsögn hafa öðru hverju birst greinar hér í blaðinu, um ýmislegt af þeim uppfyndingum og viðfangsefnum nútím- ans, sem vakið hafa mesta athygli, — og bent hafa inn á hin dásamlegustu svið. Hér á eftir skal að nokkru gerð grein fyrir tveim við- fangsefnum vísindamannanna, sem mikið er ritað um, og athygti manna beinist nú mikið að, — en það eru loftskeytaöldurnar og jarð- geislar. Loftskeytaöldurnar. I. Við og við liafa blöðin flutt fregnir af nýjum uppgötvunum viðvíkjandi loftskeytaöldunum, sem m. a. hafa komið læknavísindunum í góðar þarf- ir, og byggjast oftast nær á áhrifum á taugakerfi mannsins. í sambandi við fregnir þessar liefir oft verið skýrt frá lamandi áhrifum aldnanna á ýms til- raunadýr. Almenningur hefir viljað misskilja margt af þessu, og hafa margir álvktað, að öldurnar hefði skað- leg áhrif á taugakerfi og ýms líffæri mannslíkamans. Blaðið „Radio News“ i New York hefir fengið mörg hréf frá lesendum sínum út af þessu, þar sem menn láta í ljósi ótta sinn yfir þess- um framförum og spvrja blaðið ráða. Skulu hér tilfærð nokkur dænti. 1. Maður nokkur Iiafði lesið í blað- inu, að hægt væri með loftskevtaöld- um að framleiða hitasótt í mannslík- amanum, og jafnvel lömun á heilan- um. Hann liefir litla loftskeytastöð sér til skemtunar, og' hefir veitt því at- hygli, að honum hættir til að fá slæni- an höfuðverk, einkum á kvöldin, er hann hefir unnið lengi með stöðinni, og spyr blaðið, hvort lifi hans og heilsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.