Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Qupperneq 24
;i;o 24 MIÐVIKUDAGUR 7 9. OKTÓBER 2005 Sálin dv Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DV i málefnum sálarinnar. Þú getur sentþeim bréfá kaerisali@dv.is Óstjórnleg reiði er hættuleg heilsu þinni. Adrenalínið rýkur upp og blóðþrýstingurinn fer yfir eðlileg mörk. Enn verra er að þú endar með að særa einhvern og munt lík- lega sjá eftir því síðar. Afleiðingar reiðinnar sjást daglega í fréttunum. Ekki láta reiðina stjórna lífi þínu. Náöu stjóm á skapinu Lterðu úð slaka á Róaöu þig niður og dragöu djúpt inn and- ann. Imyndaðu þér aðþú blásir reiðinni út úr þér um leið ogþú kemur þér fyrir á ímynduðum„bamingjustað“ I huganum. Fáðu útrdt fyrlrrelðlna Þú lendir i rifrildi við félaga þinn. Hann sveik traustþitt. Þú ert brjálaður við hann og vilt hefna þln. I guðanna bænum forö- aðu þér áður en þú gerir eitthvað sem þú munt sjá eftir það sem eftir erævi þinnar. I rauninni viltu ekki meiða neinn, reiöin hefur einungis náð stjórn á heila þínum. Fáðu þér boxgræjur og kýldu reiðina I burtu. Ekki Imynda þér að þú sért að kýla vininn. Finndu þér stað þar sem enginn heyrir I þér og öskraðu. Fyrlrgefðu og gleymdu Ekkert er betra fyrir sálina en að fyrirgefa * einhverjum sem særði þig I fortíðinni. Það er mjög óheilbrigt að burðast með hatrið í gegnum ævina. Ekki láta þann sem sveik þig eyðiieggja lífþitt. Þjálfaðu llkamann Erfið en skemmtiieg æfing getur gert kraftaverk fyrir skapið i þér. Finndu þér einhverja hreyfingu sem þú hefurgaman af. Hlttuvlnlþtna Hafðu alltafeinhvern til að ræða við þeg- ar þér llður illa. Þér mun líða betur eftir að hafa létt á hjarta þlnu við einhvern sem þú treystir. V Hlustaðu d róandl tónllst Leggstu niður og hiustaðu á rólega og þægilega tónlistl tæpan hálftlma. Dragðu djúpt inn andann. Passaðu þig að velja rétta tónlist þvlsum lögin geta reitt þig tilreiði. Blddu bmnlr Biddu um hjálp. Biddu um leiðsögn. *■ Reynduaðfínnaþinninnrifrið. Haltu þir frd relðu fólkl Margir halda þvl fram aðþú getir smitast afreiðu fólki. Þú smitast ailavega afham- ingjusömu fólki. Haltu þig hjá þvl. *ættu sjálfstraustið Samvlskan heimtar Margir eyða miklum tíma í að tala um það sem þeir „ættu" að vera að gera. „Ég ætti að fara í göngutúr. Ég ætti að hætta að reykja." Þessar staðhæfingar minnka sjálfstraust þitt. Reyndu að taka sjálfum þér eins og þú ert. Engan samanburð í staðinn fyrir að bera þig stans- laust við aðra skaltu reyna að taka eftir muninum. Og mundu að þú ert einstakur. L&it&QU í jákvmúnl Finndu þér jákvæða og hressa vini og kunningja. Þú verður jafn- vel að losa þig við nokkra fýlu- Sæll Ég hef verið að velta fyrir mér hvemig ég get unnið mig úr erfiðum tilfinningum. Einu sinni skrifaði ég dagbók og tel að ég hafi getað þrosk- að mig smávegis þar. Getur það hjálpað manni að skrifa dagbók eða bara skrifa? Mér finnst nefnilega svo gott að skrifa. Takk Sæll vertu. Það hefur lengi verið vitað, að það að skrifa getur verið hjálplegt til að skilja tilfinningar sínar og komast í gegnum áföll og erfiðar aðstæður í lífinu. Það eru nokkrir hlutir sem eru mikilvægir varðandi skrif og get ég rakið þá lítillega hér. Það sem fyrst ber að nefna eru áföll og erfiðir atburðir. Skrif hafa reynst dýrmætt hjálpartæki í vinnu með áföll og sorgir þar sem fólk í raun „skrifar sig“ í gegnum áföllin eða sorgina. Með skrifunum getur fólk reynt að púsla saman atburðum betur. Oft er um atburði að ræða sem fólk hefur ekkert eða lítið tal- að um og forðast að rifja upp. Skrifin hjálpa fólki að átta sig betur á aðstæðunum og atburðarásinni. Það er talið mjög mikilvægt í þessu samhengi að skrifa um tilfinningar sínar því oft nær fólk þannig að losa sig við erfiðar tilfinningar og sætta sig við erfiða atburði. Skrifin gera fólki síðan jafnvel kleift að tjá þessar tilfinningar betur með orð- um síðar. í áföllum og sorg þar sem fólk hefur misst einhvern kærkominn, skrifar fólk oft beint til þess sem látinn er og nær auk þess oft að kveðja með skrifunum. Meiri einbeitni Skrif geta auk þessa reynst fólki þroskandi án þess að það sé beint að vinna með ákveðna atburði eða tilfinningar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem skrifa reglulega (jafnvel um alveg hlutlausa hluti) þroski með sér betri eiginleika til að tjá sig um hluti í öðrum, raun- verulegum samskiptum. Möguleg IDagbókarskrif Hafa hjálpaö mörg um til að skilja til- finningar slnar. Skrifad ígegnum sorgina ástæða þess getur verið að í skrif- um lærum við að skoða hluti í ólíku samhengi og auk þess gera skrifin hug okkar frjórri. Reynsla sálfræðinga í starfi er að skrif geta hjálpað við mismuftandi vandamál í mörgum mismunandi meðferðarformum. Hér áður minntist ég á gagnsemi þess í sorg- armeðferð. Auk þess hefur reynst vel að skrifa í tengslum við vinnu með aðrar tilfinningar eins og t.d reiði. Skrif reynast auk þess vel við að hjálpa fólki að átta sig á aðstæð- um sínum, þar sem það stendur á ákveðnum tímamótum. Þegar fólk fer frá því að hugsa um hlutina yfir í að skrifa um þá, virðist fólk oft einbeita sér betur að því sem það er að velta fyrir sér og hugmyndir þess verða meðvitaðri og meira ljóslif- andi. Enn eitt dæmið sem hægt er að nefna til að átta sig á hvernig skrif geta hjálpað fólki í gegnum erfiðleika er dagbókarskráning í hugrænni atferlismeðferð. Hugræn atferlismeðferð er ein árangursrík- asta meðferðin sem sálfræðingar beita í dag. Einn mikilvægasti hluti meðferðarinnar er heimaverkefni sem að miklu leyti byggist á því að skrá niður hjá sér reglulega að- stæður sem koma upp, tilfinning- arnar sem unnið er með og hugs- anirnar sem kvikna og viðhalda erf- iðu tilfinningunum. Með því að vinna með þessar hugsanir í ákveðnu dagbókarformi er hægt að yfirvinna flest þau tilfinninga- vandamál sem fólk er að glíma við. Reynslan er að stundum getur ver- ið erfitt að virkja þessa skráningar- vinnu hjá fólki, en á sama tíma virðist reynslan sýna að þeir sem vanir eru að skrifa á einhvern hátt eins og að halda dagbók eiga oft auðveldara með að tileinka sér þennan hluta meðferðarinnar. Gangi þér vel! Bjöm Haröarson sálíræbingur. 9 reglup w& samMíð með þunglymllssJÉIiial 1. Taktu þér tíma og lærðu um þunglyndi. Það eru ótrúlega margir sem misskilja þunglyndi og enn aðrir sem afneita tilvist sjúk- dómsins. 2. Þeir sem þjást af þung- lyndi geta ekíd rifið sig upp úr því. Mundu að um sjúkdóm Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN er að ræða. Þeir sem eru með krabbamein geta ekki ákveð- ið að rífa sig upp úr því. Ekki sýna pirring eða reiði en mundu samt eftir eigin tilfinningum. Þú getur prófað að segja „ég veit að þú getur ekki að þessu gert W en ég er orðinn svekktur." Reyndu iflca að benda á björtu hliðarnar. 3. Spurðu um líðanina og hvemig bamæsku félagi þinn átti. Reyndu að fá hann til að ræða um tilfinning- ar sínar. Hlustaðu án þess að dæma. 4. Viðurkenndu van- kunnáttu þína. Margir halda að þeir geti lækn- að ástvini sína einfald- lega með ástinni. Ekki fyllast sektarkennd yfir að geta ekki hjálpað. Þetta er ekki þér að kenna og þú getur ekki læknað makann þinn sjálfur. Leitaðu aðstoðar geðlæknis, spyrðu hvað þú getur gert. 5. Ekki ætía að bjarga. Þú berð ekki ábyrgð á sjúk- dómnum. Láttu fagaðila um að lækna sjúklinginn. 6. Ekki búa til afeakanir fýrir þunglyndissjúkling. Ekki ganga í lið með afneituninni. Ekki ljúga fyrir þunglyndissjúkling. Með þessu ertu aðeins að fresta batanum. 7. Hvettu sjúklinginn að leita sérhjálpar. Margir sem þjást af þunglyndi afneita sjúk- dómnum eða reyna að lækna sig sjálfa með áfengi, vinnu eða peninga- eyðslu. Allt em þetta gervi- leiðir sem veita stutta fróun. 8. Hugsaðu um sjálfan þig. Gerðu þér grein fyrir því ef þú leitar í þunglyndið. Hefurðu verið í sambúð með mörgum þunglyndissjúklingum? Af hverju? Líður þér betur í vondu skapi ef þú ert ekki sá versti á heimilinu? Pantaðu þér viðtal hjá sál- fræðingi. 9. Segðu maka þínum hvers þú þarfnast. Hann er veikur en þú stól- ar samt á hann. Reynið að ganga milliveginn. Ef þú ert ekki heiðar- legur mun honum líða enn verr. Ekki lofa upp í ermina á þér og stattu við þaðsemþú hefur lofað. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.