Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Page 27
]DV Útivist & feröalög MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 27 Fjölskyldan nestuð Fátt er skemmtilegra en fjölskylduferð úti (náttúrunni með nesti. Lítið mál er að undirbúa nestið fyrir ferðina en aðalatriðið er að passa upp á að það haldist ferskt þar til það er borðað. Taktu fram kæliboxið og mundu eftir kælingunni úr frystinum. Annað mikil- vægt atriði er að vefja öllu brauði inn f álpappfr svo það haldist sem nýtt. Settu viðkvæma hluti f plastflát svo þeir skemmist ekki. Ekki taka glerkrukkur með f ferðina. Gott ráð er að geyma að smyrja brauðið þar til á leiðarenda er komið svo samlokurnar verða ekki blautar og slepjulegar. DjJjjJjf'jiJ MMMÍ allSlá I hugum margra er frí tengt sólarlanda- og verslunarferð- um. Það er hins vegar hægt að ferðast innanlands og ekki aðeins yfir sumartfmann. Þeir sem þegar hafa skoðað landið fram og til baka f sumarleyfinu ættu einnig að gefa sér tíma og fara hringinn að vetri til. Mikil- vægt er að fara vel yfir bflinn og athuga að farangurinn er allt annar. Hlýir sokkar og gönguskór mega ekki ~ gleymast en hægt er að ' VÆií •<" nálgast ódýra gistingu um ‘SipífciívC allt land svo það er f lagi að skilja tjaldið eftir heima. í' Mmm- Dublin: Edinborg: Glasgow: Amsterdam: í hugum margra er Dublin þekktust fyrir sínar flölmörgu krár og írska þjóð- lagatónlist og popptónlist sem borið hefur hróð- ur lands og þjóðar um ( víða ver- i öld. írar segja að þeir syngi sem ekki geti skrifað og þeir eru stoltir af þeim heimsþekktu leikskáld- um, rithöfundum og ljóðskáld- um sem landið hefur alið. Mannlíf er fjölskrúðugt en síð- ari ár hefur fjöldi ferðamanna aukist og má segja að Dublin hafi breyst úr þorpi í stórborg. Borgin hefur þó haldið sínum sérstaka þokka sem ekki er síst að þakka hinu þægilega við- móti heimamanna sem eru lffs- glatt fólk og gott heim að sækja. Edinborg hefur einstæða töfra og býr yfir mikilli tign þar sem gamlar og tígurlegar bygg- ingar, heillandi borgarstæðið og hæðimar sjö sem umlykja borg- ina gefa henni fallega umgjörð. Helsta tákn borgarinnar er Edinborgarkastalinn sem var heimkynni Skotakonunga í aldaraðir og hefur mikið sögu- legt gildi. Lega kastaians uppi á háum kletti gerði hann illvinn- anlegan og út frá honum dreifð- ist byggðin. í gömlu götun- um niður af honum, við Grassmarket og Royal Mile, eru krár og veit- ingahús þar sem.upplagt er að fá sér hress- ingu. Á fjölum leikhúsanna og í tónleikasölum borg- arinnar má alla jafna finna áhugaverðar sýningar sem og á hinum fjöldamörgu söfn- um. Boston: Boston er hafnarborg með einstökum verslunarmöguleik- um, oft kölluð Evr- ópuborgin vegna áhrifa- valda henn- ar í menn- ingu, listum og arki- tektúr. Frægustu menntastofn- anir Bandaríkj- anna eru í grennd við borgina og iðar hún af lífi allan sólar- hringinn. Djassklúbbar, pöbb- ar og frábærir veitingastaðir gera borgina að eftirsóknar- verðum áfangastað í vetur. Kaupmanna- höfn: Alltaf sígild. Þangað flykkjast íslendingar á julefrokost með smorrebrod og góðum ol. Tívolíið heillar með jólamörk- uðum sínum og ilmi af brennd- um möndlum. Tívolí opnar þann 11. nóvember. Strikið er helsta verslunargatan með fjölda verslana auk þess sem gott er að enda verslunar- leiðangurinn á Ny- havn þar sem mannlífið er ijöl- breytt og úrval veit- ingastaða mikið. Gaflmjó húsin við síkin og þröngar göturn- ar. Ein- stæð kaffi- húsa- menn- ing fyrir sem lyfta sér upp. Amsterdam er listaborg og þar er hægt að skoða glæsileg listasöfn eða líta inn á næstu krá. Þar er lfka skemmtilegt að skella sér í kvöldsiglingu á síkjabát eða bregða sér inn í dyn og fjör á kraftmiklum skemmtistað. Borgin er í senn alþjóðleg og menningarleg með gamla sögu. I Glasgow bjóðast miklir möguleikar til upplyftingar og skemmtunar. Veitingastaðir, pöbbar, vínbarir, kaffihús og klúbbar. Þar er gróskumikið lista- og menningarlíf og eru þar haldnar listahátíðir og efnt til sérstakra listviðburða allt árið um kring. Glasgow er kjör- in borg fyrir fólk í verslunarhug- leiðingum. NewYork: London: Skýjakljúfamir á Manhattan 5 fyrsta sem fólk kur eftir þegar tii New York er komið. Tákn eins mesta viðskipta- veldis mann- kynssögunn- ar fer saman með fjöl- breyttu lista- og mannlífi. Hughrif- in em sterk og mögu- leikamir óþijótandi. Nokkrir dagar í borginni geta enst manni lífið í minningunni, enda um einstaka borg að ræða. Þangað er um fimm tíma flug. London er ekki bara höfuð- borg Englands og ein af fjöl- breyttustu borgum Evrópu heldur er hún líka einn af mið- punktum menningar, viðskipta og tísku í heimin- um, heimsótt af um 30 millj- ónum ferða- manna á hverju ári. Verslanir, pöbbar og veitinga- staðir em sjaldan fleiri og jafn fjölbreytt- ir og í London, enda hefur borgin verið einstaklega vinsæl hjá íslendingum. 1. VÍN ER ÓKEYPIS með flest- um máltlðum, en þú verður að borga fyrir kaffið. 2. ALMENNINGSSALERNI eru ekki með klósettsetu. 3. GÖTURNAR ERU í ALLAR ÁTTIR og gatnamót eru oft hring- laga. Gangi þér vel að ratal 4. ÞAÐ ERU NÆSTUMjafn margar skellinöðrur og mótorhjól eins og bílar. 5. FLESTIR BÍLSTJÓRAR flauta mikið og út af öllu mögulegu. 6. BJÓR ER LÚXUS sem er ekki notaður hvenær sem er. Vín flæðir hins vegar (stríðum straumum. 7. ÞÚ VERÐUR AÐ TAKA ÞAÐ FRAM ef þú vilt eitthvað annað en vln að drekka á veitinga- húsum. 8. KAFFIBOLLI er ekki uppáhell- ingur. Espresso er normið. 9. HVER FRAKKI notar um 3,9 kíló af kaffi á ári. 10. EIFFEL-TURNINN er mesta tákn Frakklands. Smlði hans var lokið 1889 og er 313 metra hár. Þó daginn sé tekið að stytta er nauðsynlegt að halda áfram að hreyfa sig. Það er því gott til þess að vita að Ferðafélagið Útivist stendur fyrir gönguferðum kl. 18 á fimmtudögum. Farið er frá bílastæðinu þar sem Skógrækt- arfélag Reykjavíkur var í Foss- vogi og gengið vestur með öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undir Ægisíðu. Farið er sömu leið til baka og gönguferðin tek- ur rúma klukkustund. Tilgangur Útivistarræktarinnar er marg- þættur. Auk þess að standa fyrir útivist og líkamsrækt og við- halda gönguþoli allt árið er félagslegi þátturinn mikilvægur. Fólk kynnist og spjaliar saman á göngunni, fer gjaman saman í lengri Útivistarferðir eða tekur þátt í öðru félagsstarfi Útivistar. Ailir velkomnir, ekkert þátttöku- gjald! Það er nauð- synlegt að halda áfram að hreyfa sig þó dag- inn taki að stytta NQTALEG ISKAMM- DEGINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.