Símablaðið - 01.03.1939, Page 9
bí&dld
Útgefandi: Félag íslenskra símamanna.
Reykjavík 1939 2.-3. tbl.
Sl nrlí«mn 11 iui regiu i*mi i*
og1 stiiii]Mlkliikkmuálið.
Forsagct málsins.
Félag isl. símamanna er eitt elsta
stéttarfélag hér á landi. A næsta vori
á það 25 ára afmæli. Það hefir haft
víðtækari félagsstarfsemi en nokknrt
annað félag opinberra starfsmanna,
og hefir öll þessi ár átt þvi láni að
fagna, undantekningarlitið, að geta
unnið að hagsmunamálum stéttarinn-
ar, i samráði og samvinnu við stjórn
símans. Launakjör stéttarinnar hafa
lengst af verið mjög bágborin, og eru
það enn i ýmsum deildum stofnunar-
innar. Þó hefir hún oftar fengið launa-
bætur en nokkur önnur stétt opinberra
starfsmanna, og hefir hún þar notið
þess, að hún hefir jafnan átt vinsæld-
um að fagna meðal allra ráðandi
flokka og einstaklinga í landinu, þeg-
ar frá eru skyldar nokkrar hjáróma
raddir, sem jafnan hafa notað þau
tækifæri, sem gefist hafa, til að senda
henni kveðjur í götustrákatón. Starfs-
kjörin voru einnig lengi vel mjög bág-
borin. Húsakynnin víða langt fyrir
neðan þáð, er læknar töldu forsvaran-
legt (og eru þess dæmi enn). Vetrar-
fri frá þreytandi innistarfi í þröngum
híbýlum, þar sem fólki var þjappað
saman eins og síld í tunnu, þektust
ekki. Unnið var jafnt lielgidaga sem
virka daga — án sérstakrar þóknunar
—, maturinn var snæddur á hlaupum
og' félagsréttindi voru engin o. s. frv.
Með fullum skilningi á því, hverju liér
var ábótavant, var smám saman hætt
hér úr, eftir því, sem ástæður leyfðu
og þróun stofnunarinnar. Og það var
í livert skifti árangur af góðu sam-
starfi félagsins og símastjórnarinnar.
Og svo var komið, upp úr árinu 1930,
að í raun og veru voru starfskjör síma-
stéttarinnar komin i fastar skorður,
líkt og erlendis, þótt starfsmannaregl-
ur væru ekki skráðar í heild. En nú-
verandi forstjóri stofnunarinnar tók
sér fyrir hendur, nokkru eftir að hann
tók við emhætti, að færa þær í sama