Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.03.1939, Page 11

Símablaðið - 01.03.1939, Page 11
S í M A B L A Ð 1 Ð 11 liafði til að leysa það verk af liendi. Það var kæruleysi i garð þeirra, að demba þessu frumvarpsuppkasti inn í þingið, án þess að leitað væri umsagn- ar liinna ýmsu forstjóra ríkisstofnana, eða stéttafélaganna, og' sýnir, að sá hugsunarháttur er ríkjandi á æðstu stöðum, að hæg't sé að bjóða opinber- um starfsmönnum alt. Auk þess varð það ljóst, að höf. þessa frumvarps liafði farið mjög dult með það, og varð það ekki skilið öðru- vísi en að hann væri sér þess með- vitandi, að með því var hann að vega að þeirri stétt, sem hann hafði nána umgengni við. Það liefði mátt ætla, að hann hefði einhverntíma haft tækifæri til þess, að sýna póst- og símamálastjóra frum- varpið og ræða það itarlega við hann, hefði honum verið umhugað að vanda það verk. Það hefði lika mátt ætla, að hann hefði vikið að þvi einu orði við þá menn, er sömdu starfsmanna- reglur símans og mesta reynslu höfðu um framkvæmd þeirra, enda hefir hann í þær reglur sótt sitt litla vit á þessum málum, þó án þeirrar þekk- ingar, sem reynslan ein fær veitt. Og loks hefði mátt ætla, að hann hefði getað „orðið við“ þeirri heiðni fyrv. form. F. í. S., að lána honum frum- varpsuppkastið til lesturs. En það gai liann ekki. Þegar stjórn félagsins siðan tókst að kynna sér efni frumvarpsins fyrir vel- vild þingmanna, þá varð henni ljóst, að þessi vinnuaðferð höf. var eðlileg. Honum hlaut að vera það ljóst, að hann var að leggja drög að því, að brjóta fjöregg félagssamtaka siina- mannastéttarinnar og leggja í rústir árangurinn af 25 ára samstarfi þessa stéttarfélags og símastjórnarinnar. — Honum hlaut að skiljast það, að um- ræður um þetta fóstur lians, á byrj- andastigi, hlutu að leiða til þess, að það sæi aldrei Ijós Alþingis skína yf- ir sér, en yrði með góðlátlegu brosi stungið niður í pappírskörfu stjórnar- ráðsins. Það mun íeitun á því fyrirhrigði meðal lýðræðisþjóða, að hið opinhera heimti aftur þau réttindi, er það hef- ir veitt starfsmönnum sínum, eða færi starfskjör þeirra til hins verra, nenia alveg' sérstök þjóðarnauðsyn krefji. En einsdæmi mun liann vera, sá hugsun- arháttur, meðal manna í láglauna- stétt, er herjast fyrir lífi sínu, sem liggur á bak við þann verknað, að eiga upptök að svo víðtækum skerðingum á þessu sviði, sem hér eru í upp- siglingu á hendur annari láglaunastétl. Eggert Kristjánsson & Co. REYKJAVÍK Umboðs- og heildverslun Sími 1400 (3 línur). Simnefni: Eggert

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.