Símablaðið - 01.03.1939, Síða 13
S í M /1 B L A fí I fí
13
sem bak við frumvarpsuppkastið ligg-
ur. En sem betur fer, mun mega
treysta því, að flestir þeir, sem um
það eiga að fjalla, sé réttsýnni í þess-
um málum, en þessi fulltrúi láglauna-
stéttanna. Það hefði mátt vera undar-
lega skapi farið fólk, sem ekki hefði
„þykknað í“, er vegið var svo mjög
að kjörum þess og félagssamtök-
um, og það því fremur, sem það
aldrei liafði gert ráð fyrir um
liöfund frumvarpsins, að ættjörðin
frelsaðist þar. En fremur skoðað
liann sein eitt af þessum nýju „gen-
íum“, sem talsvert ber orðið á í opin-
beru lífi — i „nefndum“ og „ráðum“
— og eru eins konar vörtur á ásjón-
um hinna pólitísku flokka.
Mótmælin.
Að því hefir oft verið spurt, hvers
vegna símafólkið hafi valið þá leið til
mótmæla, að hætta að nota stimpil-
klukkurnar.
Til þess liggja þessi drög:
Félagið taldi rétt að mótmæla þeim
réttarskerðingum, sem frumvarpsupp-
kastið fól í sér. En jafnframt taldi
það viðeigandi, að gera það á þann
hátt, að í þeim fælist einnig hend-
ing um afstöðu símafólksins til höf-
undar frumvarpsins, og þess fyrir-
hrigðis, sem hefur fleytt honum til ó-
venjulegra mannvirðinga. En hin ersú,
að það telur það móðgun við sig, að
þessi maður skulivera setturtil að liafa
eftirlit með stundvísi þess, veikindum
og annari fjarveru. Ekki einungis fyr-
ir það, hvernig hann hefir unnið að
smíði frumvarpsins. Hvernig hann lief-
ir á mjög áberandi hátt stefnt vitandi
vits að því, að skerða réttindi þess,
gera starfskjör þess verri, rífa niður
áratuga viðkvæmt félagsstarf, samtím-
is því að liann umgengst þetta fólk með
bros á vör, þiggur laun af þeirri stofn-
un, sem það starfar við, og sem gef-
ið liefir því þessi réttindi og starfs-
kjör. En ekki síst fyrir það, að slíkan
bitling er ekki hægt að fá fyrir aug-
liti svo margra manna, að það valdi
ekki hneyksli. Og símafólkið hneyksl-
aðist þá líka á því, eins og góðir borg-
arar, þegar þessi formaður rekstrar-
ráðs símans, sem þangað var settur til
að gæta sparnaðar í stofnuninni, og
auka á siðgæði starfsmanna, — fékk
launað starf við þetta eftirlit, sem áð-
ur var hægt að inna af hendi á skrif-
stofum símans, og er hægt enn.
Með hliðsjón af þessu, var ákveðið
að hætta að nota stimpilklukkur sím-
ans i 20 daga.
Eitt blaðið hefur nefnt þessi mót-
mæli uppreisn. Það er tæplega svara-
By §*§iiig*a vörur!
Linoleumdúkar, Gaseldavélar o. s. frv.
Allar vörur til húsgagnabólstrunar. Margar tegundir áklæða.
O. V. JÓHANNSSON & CO.
Umboð' & Heildverslun. Reykjavík. Sími: 2363, Símnefni: „Heimir“. —