Símablaðið - 01.03.1939, Síða 17
S í M A I! L A fí I fí
17
ar héfir gert það, sem unt er á þessu stigi
málsins.
Jafnframt lýsir fundurinn ánægju sinni
yfir því, hve félagarnir hafa staðið einhuga
í þessum mótmælum, og sýnt hversu sterk
samtök félagsins eru, þegar á reynir.“
Bréf F.Í.S. til Póst- og símamála-
stjóra 8. maí 1939:
Hérmeð leyfum við okkur að tilkynna yð-
ur, herra póst- og símamálastjóri, að hér í
Reykjavík hefir farið fram leynileg atkvæða-
greiðsla meðal meðlima F.Í.S., um aðgerðir í
mótmælaskyni við uppkast það að frum-
varpi til laga um starfsmenn opinberra
stofnana, — sem vitað er að ríkisstjórnin
hefir sent Alþingi, og undirbúningi þess
máls.
Það er vitað, að frumvarp þetta, ef að lög-
um yrði, myndi nema úr gikli starfsmanna-
reglur þær, er þér og þáverandi atvinnu-
málaráðherra færðu símastéttinni að gjöf
á 20 ára afmæli F.Í.S., og sem er ávöxtur af
25 ára félagsstarfsemi símastéttarinnar, og
skilningi símastjórnarinnar á því, hversu
saman fer hagur stéttarinnar og stofnunar-
innar.
Ennfremur eru í lagafrumvarpi þessu bein-
línis skerð tvö hinna þýðingarmestu rétt-
inda, sem starfsmannareglurnar veita, auk
])ess, sem önnur myndu algjörlega niður
falla.
Þegar svo þýðingarmikið spor er stigið, þá
vill félagið mótmæla þeirri aðferð, sem við
hefir verið höfð, að senda uppkast þetta i
frumvarpsformi tii Alþingis, án þess að for-
stjórum opinberra stofnana eða stéttarfélög-
um opinberra starfsmanna gæfist kostur á
að fá það til umsagnar, einkum þeim aðil-
um, sem nú hafa starfsmannareglur til að
fara eftir.
Þá vill félagið með þeirri samþykt, sem
það hefir gert, lýsa megnri vanþóknun á því,
að frumvarp þetta skuli hafa verið samið af
manni, sem fyrir aðstöðu sina hefir hlotið
launað eftirlitsstarf við símann á mjög ó-
viðeigandi hátt, en sem starfsfólk símans
hefir þó til ])essa látið afskiftalaust. Og þar
sem frumvarpi þessu virðist einkum beint
að skerðingu þeirra réttinda, sem starfs-
mannareglur Landssimans veita símamanna-
stéttinni, getur félagsbundið starfsfólk þess-
arar stofnunar ekki felt sig við það, að eft-
irlit með stundvísi þess, veikindum og fjar-
veru, heyri undir höfund frumvarpsins.
Af þessum ástæðum hefir verið samþykt,
að félagar hér í Reykjavík hætti að nota
stimpilklukkur stofnunarinnar, frá og með
fimtudeginum 11. maí, þ. á., þar til ástæða
þykir til að nema þá samþykt úr gildi. Fln
jafnframt tilkynnist yður það, herra póst-
og símamálastjóri, að ráðstafanir hafa verið
gerðar til þess að eftirlit fari fram um stund-
visi fólksins, af trúnaðarmönnum félagsins,
sem eru í eftirlitsstöðum hjá stofnuninni.
Afrit af samþykt félagsins fylgir hér með.
En hana samþyktu við leynilega atkvæða-
greiðslu hér í Reykjavík 106 féiagar af 107,
sem á kjörskrá eru, eða allir sem greiddu
atkvæði.
I stjórn F.Í.S.
Th. Lilliendahl, Magnús Magnússon,
Ingólfur Einarsson, Kristján Snorrason,
Maríus Helgason.
RÍKISPRENTSMIÐJAN
GUTENBERG
Rvk.. Þingholtsstrseti 6, Pósthólf 164. Simar (3 línur) 2583, 3071, 3471.
PRENTUN. BÓKBAND. PAPPÍR.
Greið viðskifti. Vönduð vinna.