Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.03.1939, Qupperneq 18

Símablaðið - 01.03.1939, Qupperneq 18
18 S / M /1 B L A fí I fí Sl;i4>r<k.\ ii«lii‘ii;ii‘ §tang:;is(. í „Tímanum" 23. maí s.l. stendur þetla m. a.: „í öllum mannmörgum stórfyrirtækjum um víða veröld, er fastur siður að hafa nokkurskonar „tímavél“, sem segir glögt ti! um það, hvenær hver stafsmaður kemur eða fer. Með vísindalegri nákvæmni kemur fram í þessu áhaldi örugg mynd af stundvísi oa reglusemi starfsmannanna. Þeir sem koma of seint og fara of snemma, ]jeir sem svíkjast um að vinna fyrir sínu kaupi, standi í þessari vél afhjúpaðir í allri sinni nekt. Tímavélin eykur hróður hinna góðu og skylduræknu starfsmanna, og hún ákærir vægðarlaust hinn svikula löglýð, sem venjulega er talsvert fjölmennur í mann- mörgum fyrirtækjum." (Leturbr. Símabl.). Einn af flokksmönnum höf. þessar ar klausu lýsir hinu sama þannig í einu blaði Framsóknarflokksins: „Þar sem framkvæmdarstjórn er réttlát og sterk, þarf enga stimpilklukku. Hennar var heldur ekki þörf hér (í Síldarverksmiðju ríkisins, á Siglufirði) meðan dugandi og rétt- látir menn fóru með framkvæmdarstjórnina. Það fer ekki illa á því, að núverandi fram- kvæmdarstjóri auglýsi vanmátt sinn, með því að taka sér til þessa útlendu hnútasvipu, sem kostar of fjár.“ (Einherji, blað Framsóknarmanna á Siglufirði, 20. tbl. 1937). Þess má geta líka, að þegar hinn röggsami núverandi forstjóri síldar- verksmiðj anna, Jón Gunnarsson, tók við þeim störfum, var það eitt lians fyrsta verk, að treysta á þegnskap fólksins og örfa það til trúmensku, með þvi að losa stofnunina við þessa útlendu hnútasvipu, og' bitlinginn, sem henni fylgdi. í Tímanum 6. júni síðastl., eru eins og endranær um þessar mundir, nokkrar sannleiksfjólur um síma- stofnunina, og starfsfólk hennar. Þar er þessi klausa: „Verkfalli eða uppreisn kommúnista i Landssimahúsinu er nú lokið. Urðu enda- lok þess þau, að stjórn stofnunarinnar fyr- irskipaði öllu starfsfólki símans að nota stimpilklukkurnar frá 1. þ. m., en áður höfðu ýmsir þeirra, sem hærra voru settir, ekki þurft að fullnægja þeirri skyldu. Töldu upp- reisnarforkólfarnir þann kost vænstan, að beygja sig fyrir þessum fyrirmælum. Voru þeir sumir í hópi þeirra, sem ekki höfðu þurft að stimpla áður. Má því ségja, að fyrir þá hafi verið betur heima setið en af stað farið. Hefir stjórn Landssímans tekið þann- ig á þessu máli, að hún á skilið þakkir fyr- ir, og munu kommúnistar tæplega fyrst um sinn byrja aftur á slíkum leik við stofn- anir ríkisins." ALLSKONAR Utgerðarvörur. Málningarvörur. Vélþéttingar. Verkfæri. Verkamannafatn- aður. Sjómannafatnaður. Regnkápur. Rest og jafnan ódýrast hjá VERSL. O. ELLINGSEN H. F. Símn.: Ellingsen. Reykjavík.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.