Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 20

Símablaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 20
20 S í M A B L A fí I fí eða stærri, úr sameiginlegri fjárhags- jötu. Hvað verður svo starf þessara manna? Þeir liafa ekkert vit á vinnu- brögðum eða starfrækslu þeirra stofn- ana, sem þeir eru settir yfir, eru auð- vitað misjafnlega gefnir, eins og ger- ist, — langoftast meira og minna fyr- ir neðan meðallag, því að slíkir menn eru ætíð framastir í að viðra sig upp við valdamennina í hverju einasta þjóðfélagi, hverri einustu stofnun, — og gera það alltaf á kostnað hinna, sem valdaminni og veikari eru og ó- framfærnari. En þeir þykjast lika liafa vit á öllu allra manna hest — og trúa því líklega sjálfir. Þetta er hvoru- tveggja þrautreynt, svo langt sem sög- ur ná. Um ,,‘Soviet* í Landssímanum“ skrif- ar J. J., einn af aðalhöfundum Soviets á íslandi. Líkt og illi húsbóndinn, er sam- kvæmt sjálfsþekkingu sinni, grunar hjúin um græsku og sýnir engu þeirra traust, vill liann hafa „tíma- vél“, sem „með vísindalegri ná- kvæmni“ segir „glöggt til um það, hvenær hver starfsmaður kemur eða fer“, svo að „þeir, sem koma of seint og fara of snemma; þeir, sem svik.j- ast um að vinna fyrir sínu kaupi“, skuli „standa í þessari vél afhjúpað- ir í allri sinni nekt“. En þau pólitískt innsettu vinnulijú, sem helst hugsa um það, að fá sem mest kaup fyrir sem minsta vinnu, þau þekkja vel liina „vísindalegu ná- kvæmni“ „tímavélarinnar". Þau vita vel, að varðstjórunum, verkstjórun- um, er ekki treyst til að gæta stund- vísi starfsmanna, og að þá varðar því harla lítið um vinnubrögð þeirra. Þau koma nákvæmlega á réttum tíma að „tímavélinni“ og stimpla. Siðan ganga þau sinna erinda, utan liúss eða innan, lesa blöð, reykja nokkrar síg- arettur, masa saman, segja sögur; tefja sig og' aðra. Og að lokum fara þau á nákvæmlega réttum tíma. Með hjálp stimpilklukkunnar er af „vísindalegri nákvæmni“ lagt mat á manngildi þeirra og starfshæfni(!) En þeir eru líka til, sem hugsa að- eins um verk sitt. Þess vegna gleyma þeir iðulega „tímavélinni“. Þeir hafa setið langan tíma að verki, þegar þeir allt í einu minnast þess, að þeir liafa gleymt að stimpla komu sína. Og' það ber ekki ósjaldan við, að þeir eru svo niðursokknir i verk sitt og keppast svo við það, að þeir gleyma burtfar- artímanum og vinna langt fram yfir liann. Þegar heim er komið, athuga Onnumst allskonar prentmyndagerð fljótt og vel. PR ENTM YN DASTOFAN LEIFTUR Hafnarstræti 17. — Sími: 5379.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.