Alþýðublaðið - 10.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.11.1919, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Úr eigin herbúðmn. Dagsbrún hélt tund í íyrra hvöld. Meðal annars var þar til umræðu skemt- un hin árlega, sem félagið er vant að halda. Samþykt var að kjósa sjö manna nefnd til undirbúnings, sem sé þeir Sigurður Sigurðsson, Jónbjörn Gíslason, Guðjón Gamal íelsson, Jón Jónsson frá Hól og Guðm. Guðmundsson. Skýrt var frá afdrifum kaup- hækkunarmálsins, að samkomulag hefði fengist um kr. 1,16 borgun um tímann. Fundarmenn vottuðu þeim Pétri G. Guðmundssyni og Jóni Baldvinssyni þakklæti sitt jneð því að standa upp. Síðasta mál á dagskrá var kosningar. Um þær spunnust langar umræður, og hnigu þær allar í hina sömu átt, að standa sem einn maður utan fulltrúa alþýðunnar, og létu fund- armenn í ijóst eindregið fylgi sitt. Um þetta mál töluðu þeir Ottó N. Þorláksson skipstjóri, Ingimar Jónsson stud. theol,, Ólafur Frið- riksson ritstjóri, H. Siemsen Ottós- son stud. juris, Jónbjörn Gíslason verkstjóri o. fl. Álþýðuflokksfunður var haldinn í Bárubúð í gær kl. 5 e. h. Ólafur Friðriksson var veikur og gat ekki mætt, en hinn frambjóðandi alþýðunnar,Þorv. Þor- varðsson, hóf umræður. Lýsti hann í fám orðum, en góðum, stefnu sinni, og var honum fagnað með dynjandi lófstaki. Næstur talaði Felix Guðmundsson, sem mæltist vel að vanda. Magnús V. Jóhann- esson skipasmiður hélt snjalla ræðu og sýndi vel fram á ranglæti ým- islegt, sem alþýðumenn ættu við að búa. Ottó N. Þorláksson lýsti með gagngerðri og ágætri ræbu kosningunum, hvernig fara ætti að kjósa og hvernig alþýðan myndi kjósa. Næstur talaði Sveinn Björns- son, frambjóðandi Sjálfstjórnar. Lýsti hann afstöðu sinni gagnvart kosningunum, og þótti mönnum helst til mikið um „bros og bukk“, en lítið um stefnur, enda var ger að lítill rómur, en úti í horni stóðu tveir prentarar úr „ísafold", einn skipstjóri og tveir búðarmenn og klöppuðu. Því næst talaði Ingimar Jónsson stud. theol., sem sýndi fram á missagnir og stefnuleysi Sveins. H. Siemsen Ottósson stud. jur. talaði því næst nokkur orð, þá Otto N. f’orláksson, Sveinn Björnsson og síðast Ingimar Jóns- son. Var auðheyrt á undirtektum fundarmanna, að nú ætlar alþýð- an að sigra 15. nóv. Áður en fundi var slitið, kvatti fundarstjóri, Kjartan Ólafsson múrari, menn til að sýna, að Alþýðuflokkurinn má sín mikils, þrátt fyrir mótstöðu auðvaldsins, og tóku fundarmenn undir með kröftugum húrraópum. + St. Jeanne ð’jlrc. Eftir Mark Twain í Harpers Magazin. Lausl. þýtt. (Frh.). Um það, hversu aðdáanleg her- kænska þessarar óæfðu stúlku var, og hversu mjög stjórnsemi henn- ar, sem hershöfðingja, bar af hin- um þaulæfðustu og herlærðustu fyrirrennurum hennar, fáum við ótvíræðasta sönnun í eiðfestum vitnisburði tveggja gamalla her- foringja, sem undir hana voru settir. Annar þeirra var hetoginn frá AlenQon, en hinn var Dunois, sem var einn af mestu herforingj- um Frakka á þeim tíma. Að skarpskygni hennar var mikil — ef til vill miklu meiri — þegar hún kom á vígvöll hinnar snið- ugu réttvísi, sést bezt af vitnis- burði Rouen-málsskjalanna og því, hversu lengi og hyggilega hún gat haldið uppi heiðarlegri vörn, gegn mestu málaflækju- og vitsmuna- mönnum Frakklands. Og aftur get- um við kallað Rouen-málssóknina til vitnis um það, að siðferðis- þrek hennar var jafnvel enn þá meira en vitsmunirnir, því að í tólf langar vikur stóðst hún með dæmalausri þolinmæði og stöðug- lyndi allar þær þrekraunir sem leiða af fangelsisvist, hlekkjum, einveru, veikindum, myrkri, mat- arskorti, þorsta, kulda, svívirðing- um, móðgunum, smánaryrðum, svefnleysi, svikum, vanþakklæti, örmagnandi umsátri og gagn- rannsóknum, hótunum um pind- ingar í kvalastólnum' og að lokum Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. böðlinum tilbúnum til aftökunnar, — og þrátt fyrir alt þetta fanst enginn biibugur á henni og hún heyrðist aldrei biðja um miskunn- semi. Og þótt hún væri nú ekki orðin annað en skuggi af sjálfri sér, þá var hún þó enn þá jafn óþvinganleg og andi hennar jafn ósigrandi, og við byrjun máls- sóknarinnar. Þótt Jeanne skaraði fram úr öðrum í mörgu tilliti, var hún þó sennilega mest í þeim göfugu dygðum, sem að framan eru nefndar: þrautseigju, staðfestu og stálvilja. Yið dirfumst ekki að vona, að við finnum tvíbura henn- ar eða jafningja í jafn tigulegum eiginleikum. Þar sem augu vor komast lengst, sjáum við að eins einkennilega andstæðu — það er hinn veiddi örn, sem Iemur brotn- um vængjunum við kletta St. Helen-eyjar. (Frh.). Langt gengið. Maður heitir Guðmundur, og hefir eitthvað fengist við múrverk. Er haDn nú á ferð um bæinn í í þeim erindum, að gæta að ofn- um og öðrum eldfærum. En nú er sá ljóður á manni þessum, a& hann ekki skilur vel, hver honum borgar fyrir starfann, því mestur kvað tíminn fara í að mæla með frambjóðendum Sjálfstjórnar, þeim herrum Jóni og Sveini, og ættu því launin að vera borguð frá þeim. En trúlegt er, að bæjar- sjóður fái að borga, og er þá nokkuð langt gengið, þegar smöl- um auðvaldsins er borgað úrbæj- arsjóði fyrir göngur sínar. IV.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.