Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 13
L,aun a Gíróreikn inf/utn Kynningarfundur uni Gíróþjónustuna. Um nokkurt árabil hafa fastráðnir starfsmenn hinna ýmsu deilda Pósts og síma í Reykjavík fengið laun sín greidd með ávísunum, sem skrifaðar hafa verið út af Skýrsluvélum ríkisis og Reykjavíkur- borgar og útgefnar af ríkisféhirði. Póst- og símamálastjórnin ákvað fyrir nokkru að breyta fyrirkomulagi á launa- greiðslum þessara starfsmanna á þann veg, að þau yrðu framvegis lögð inn á gírór- reikninga viðkomandi starfsmanna hjá Póstgíróstofunni og skyldi breytingin eiga sér stað 1. apríl 1972. Tilkynnti póst- og símamálastjóri viðkomandi starfsmönnum þetta með bréfi dags. 23. febrúar sl., en breytingin nær til um 650 manns. Jafn- framt voru aðalatriði málsins kynnt fyr- ir forsvarsmönnum starfsmannafélaganna, sömuleiðis voru upplýsingar veittar starfs- fólki á hinum ýmsu vinnustöðum eftir því sem tími og aðstæður leyfðu. Þá var haldinn kynningarfundur fyrir starfsmenn 7. marz í Sigtúni, þar sem gíróþjónustan var einnig kynnt almennt og fyrirspurn- um svarað. Helztu atriði þessa nýja fyrirkomulags eru þessi: — Launin verða lögð inn á reikningana við mánaðamót og verða til ráðstöfunar 1. hvers mánaðar. — Sundurliðun launa verður send ásamt reikningsútskrift, í óbreyttu formi. Þegar sparimerki fylgja sendist þetta í ábyrgðar- bréfi. SIMABLAÐIÐ 13

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.