Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 Barnabækur DV Bleiku fötin sett í hilluna Fíasól í hósiló Kristín Helga Gunnarsdóttir Teikningar: Hall- dór Baldursson Mál og menning Verð 2.490 kr. ★ ★★★☆ Barnabækur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þarf ekki að kynna fyrir íslenskum lesendum, hún hefur síðustu ár skipað sér sess meðal íslenskra barnabókahöfunda og um leið vakið athygli með bakþönkum í Frétta- blaðinu. Mál og menning gefur nú út aðra bók um Fíusól, en síðasta vetur kom út bókin Fíasól í fínum málum sem nú er fylgt eftir með Fíu- sól í hosiló. Fíasól er orðin sjö ára og hefur lagt bleiku fötin á hilluna enda mun sniðugra að vera í brúnu og bláu sem skitnar ekki eins hratt og bleikt. Fíusól líður best í hosiló, sem er ör- uggur staður þar sem öllum líður vel. Hún er lánsamur, lifandi og glaður krakki sem býr við góðar að- stæður og lendir í hversdagslegum en spennandi ævintýrum. Sagan gerist við íslenskar aðstæður þó að örnefni og staðarheiti megi hvergi fmna á korti. Kristín Helga hefur sérlega góð tök á að skrifa bækur fyrir byrjendur í lestri. Hver kafli inniheldur lítið ævintýri, sem flestir krakkar geta samsamað sig við. Ævintýrin eru raunveruleg og hættulaus og því langt frá þeim ævintýraheimi sem tölvuleikir og teiknimyndir færa þeim. Letrið er stórt, línubilið gott og setningarnar mátulega stuttar fyrir lesendur sem lesa hægt og eiga erfitt með að muna langar og flókn- ar setningar. Myndskreytingar Halldórs Bald- urssonar eru í góðu samhengi við hressilegan texta bókarinnar. Rétt eins og textinn eru myndimar hlaðnar gríni og glensi í senn raun- vemlegar og í skopmyndastíl. Myndimar bæta jafnvel við textann eins og gildir um mynd úr skólalífi Fíusólar, þar sem stelpan við hliðina á henni virðist lesa á blindraletri. f textanum er ekkert verið að velta sér upp úr því að krakkar sem sitja hlið við hlið í skóla í dag nýti sér mögu- lega mismunandi vinnuaðferðir, það er svo eðlilegt að það þarf ekki að nefna það. Fíasól í hosiló er hressileg saga úr hversdagslífinu án þess að vera of- urraunsæ eða með áherslu á að vera uppbyggileg og laumar Kristín Helga að foreldmm hugmyndum til þess að fá börn til þátttöku í húsverkum og gefur innsýn í lifandi hugarheim barna. Hér er á ferðinni skemmtileg bók fýrir byrjendur í lestri eða kvöld- saga fyrir káta krakka. Hildur Heimisdóttir Ingólfur örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir Iþriðju út- leggingu sinni á söguefni Njálu sýna þau vaxandi styrk iþessu kröfuharða listformi, myndasögunni. ' OF S6IMT, ' UWSI MAPUK, WÚ BRUP P\V FAWSAK , MiWIR! , Látum Gamminn geisa Vetrarvíg - sögur úr Njálu Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björnsson Mál og menning Verð 2.990 kr Stöðugt fer þeim fram í frásagn- artækni, teikningu og litun, Emblu og Ingólfi. Þriðja sagan þeirra sem sprottin er úr heimi Njálu er heild- stæðasta og langbest heppnaða myndasaga þeirra til þessa. Þau hafa styrkst í tökum sfnum á miðl- inum og þessi partur Njálu stendur vel sér: hefst á sigrum Þráins Sigfús- sonar við Noregsstrendur og lýkur þegar Njáll leiðir Höskuld son hans heim til Bergþórshvols eftir að Skarphéðinn hefttr vegið Þráin og Hrapp. Þau spenna söguna líka út, gera meira úr styttri köflum og em fund- vís á myndræn sjónarhorn til að drífa frásögnina áfram. Letur er skýrt og setningastíllinn nútímaleg- ur, þó lesanda Njálu kunni að þykja sem fullmiklu sé fómað af perlum sögunnar í tilsvörum. Það er álita- mál hvetju sinni hversu mikið skuli endurskrifa og hveiju halda. Ekki mun sagan öll komin í þetta merkilega frásagnarform og aðrar sögur bíða þeirra. Þá er bara spurt: Hvernig gengur að koma efríinu á framfæri við erlenda markaði. Er hér útrásartækifæri í hinum harða heimi myndasagna. Það em jú hin- ar menntuðu Evrópuþjóðir sem helst líta við efiú af þessu tagi þar sem það sker allar stéttir og aldurs- hópa án tillits til menntunar. En myndasagan á í vök að verjast og hetur raunar flutt sig enn um set og sest að í kvik- myndinni: Það væri máski ráð fyrir þá kvikmyndagerðar- menn sem sitja nú og em að koma sögu Þórðar kakala í mynd að huga að því strax að koma henni í mynda- söguformið sam- fara myndlýsingar- vinnu og slá þannig fleiri en eina flugu... Emblu og Ing- ólfi verður að hrósa fyrir þolgæði og forleggjara þeirra íyrir að koma verk- inu til lesenda í þriðja sinn. Bókin er prentuð og bundin í Dan- mörku. pbb@dv.is Rakkarapakkið komið á kreik Rakkarapakk - með kveðju frá jóla- sveininum Sigrún Edda Björnsdóttir og Jan Pozok JPV útgáfa Verð 2.680 kr. ☆ Barnabækur Fyrir langa löngu stóð sá útgef- andi sem gefur út myndasögusafn þeirra lans og Sigrúnar Eddu fyrir því að senda frá sér á bók útúrsnún- ing þeirra Brians Pilkington og Þór- arins Eldjárn um jólasveinana. Sú bók hefur lengi verið í uppáhaldi hér hjá ungum lesendum og þeim sem yngri em og lærðu fljótt að fletta. Nú er höggvið í sama knémnn: Rakk- arapakk er safn af myndasögum um Grýlu og hennar syni og eiginmann. Sigrún Edda hefur kokkað upp skemmtilegar sögur með gaga og fá- ránlegum húmor þar sem sveinarnir og foreldrar eru leidd í hinar hörmu- legustu aðstæður í nútímanum. Teikningar Jans em lifandi og fullar af spennu, litir djúpir og prentun til sóma, en hún er gerð hér heima hjá Odda. Bókin er varla ætl- uð ungum lesendum þótt þeir njóti hennar í lestri með fullorðnum. Letrið er of smátt, allt ffá formála og aftur úr. Gæta verður að texta í tal- bólur. Verði hann of smár er hætta á að lesendur hverfi frá. Sigrún Edda er hugmyndaríkur höfundur og hefur í langan tíma erjað sama akurinn: spaugsöm til- vik, textabrengl og skmmskæling eru hennar ær og kýr og duga henni vel til í þessu sagnasaftii. Hér er oft- ast heil saga lögð á síður, byggir gjarna á einni einfaldri brandara- hugmynd sem hlaupið er að í nokkmm römmum. Það hefur heppnast vel með þessa bók - þau Jan hafa áður unnið saman en þessi samvinna þeirra skilar skemmtun fyrir fólk á öllum aldri þori það á annað borð að leggj- ast yfir myndasögu - sem gæti hreint komið því á óvart. pbb@dv.is Þverúlfur grimmi vel- heppnaðuríalla staði Þorgerður Jörunsdóttir Sam einarþað sem vel- heppnað barnaefni þarf aðbúayfir. Þverúlfs saga grimma er fyrsta frumsamda bók Þorgerðar Jör- undsdóttur en hana hefur hún sjálf myndskreytt með klippimyndum úr ýmsum áttum. Það em þó ljós- myndir af syni hennar sem em fyr- irferðamestar í skreytingunum enda fjallar sagan um ævintrýri hans milli raunveruleikans innan veggja heimilisins og þess ímynd- aða heims sem hann leitar til þegar hlutimir ganga ekki eins og hann sjálfur hefði óskað. í byrjun bókar- innar er þungt yfir myndunum rétt eins og litla drengnum sem situr inni þungbúinn og horfir á óveðrið sem úti geisar. Hann má ekki hafa hátt þar sem litli bróðir hans sefur og ekki hefur stóra systirin mikinn áhuga á að halda honum skemmt- an. Það fýkur f litla p tinn og þegar foreldrar hans bjóöa honum ullar- sokka á kaldar tær og heitan graut í magann bregst harrn hinn versti við og tekur á það ráð að flýja á vit furðuskepna ‘■WT ímyndun- / araflsins. í ,:fiíÍB8S4k ímyndun- g inni gefur hann sér Það viíöu- ■to-; lega nafn W j Þverúlfur í * grimmi og ýWP' v tekur ir/’ajj5PBrr að sér að J|9É|Æi - ‘y' reyna Þorgerður Jörundsdóttir Þverúlfs saga grimma Bókaútgáfan Æskan Verð 2.680 kr. hafa stjóm á risaeðludrekum, draugageimverum og öðm illþýði sem þar tekur á móti honum. Þó þessi heimur virðist í fyrstu öllu meira spennandi en sá sem við- gengst á heimili hans lendir sér hann fljótlega að válegum furðu- skepnum er ekki treystandi og tek- ur á það ráð að beijast við þær með ullarstingusokkum og graut sem áður hafði hraldð hann á braut. Sagan sameinar þá þætti sem þarf til í velheppnuðu barnaefni. Það treður ekki boðskapnum að bömum, skemmtunin er ávallt í fyrirrúmi og það talar til lesanda af virðingu. Textinn gerir ekki ráð fyr- ir að bam sé hálfómálga og reynir ekki að höfða til þeirra með því að troða slangri inn í ólíklegustu setn- ingar eins og mikið hefur tíðkast í bamaefiii að undanfömu. Þorgerður Jörundsdóttfi hefur hlotið verðlaun fyrir þýðingar sín- ar. Bamabólan Þverúlfs saga grimma sýnir hæfileika hennar til frumsamdra verka svo um munar því það er vel heppnuð bók í alla staði. Karen Kjartansdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.