Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2005, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2005, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 Barnabækur DV A himni blikar stjarna Villi íkorni safnar liði gegn fulltrúum hins illa: fram fram fylking Uppi í skýjum er nútímalegt æv- intýri um flótta að heiman og móð- urmissi, nýjan stað og nýja vini, hættulega stigu og leit að nýjum heimkynnum. Sagan er ný af nálinni og byggir á samstarfi þriggja virtra, breskra listmanna. Hún er auðveld aflestrar með stóru og skýru letri, hefur yfir sér nútímalegan skemmti- blæ teiknimyndanna með skýrum persónum með einfalda drætti og klárt erindi í plotti sögunnar. Gott ef sagan endar ekki á hvíta tjaldinu. Það em vandfundin þau verkefni sem McCartney (já, Bítiliinn) leggur nafn sitt við sem skapa honum ekki tekjur. Þetta er mórölsk saga fyrir nýja öld: boðskapurinn er að maðurinn hafi tortímt náttúm sinni sem em orð að sönnu og dýrið geti fundið sér sælustað í fjarlægum stað, eyju út í eilífðarútsæ. Þar er raunar fyrir sam- félag dýra sem minnir mest á hinn þjóðþekkta Hálsaskóg Egners. Meg- inþættir sögunnar minna á gamla sí- gilda sögu, Watership Down. En sagt er að við endurtökum í sífellu þessar fáu gmnnhugmyndir sem mann- kynið hefur gaman af og not fyrir. Því þá ekki einu sinni enn. Þetta er fallega unnin bók. Hún nær allt til ungra áheyrenda ef sögu- maður leggur sig í leik og kærkomin lesning yngstu lesendum. Hún er á lif- i Uppi í skýjun- um Paul McCartney, Geoff Dunbcr og Philip Ardagh Þýðing: Kristín Thor- lacius Uppheimar Verð 2.680 kr. Barnabækur andi máli og nöfn prýðilega snúin á íslensku. Aðeins eitt hnaut ég um: sögnina að leiðsegja... Myndskreytingar Dunbars em upphaflega teikningar en litun og bakgmnnar eru gerðir í tölvu. Þar er að finna klassískar vísanir eins og í ristur Piranesi. Litirnir em djúpir og í myndunum má finna fullt af smáatriðum sem duga jafnvel allra yngstu börnunum. Saga þeirra þrímenninga brúar þannig bil nokkurra kyn- slóða. Það er smákeimur af einstrengingslegum dýraverndaráróðri þeirra sem búa við góð efni í stórborgum - en gerir það til? Veitir af því að gera ungum borgurum grein fyrir þeirri vá sem maðurinn með tækjum sínum og tólum hefur dreg- ið yfir jarðkringluna og allt sem á henni lifir. pbb@dv.is Skrímslabókin Risaeðluáhugi krakka hefur vaxið hin seinni ár. Valda þar mestu tölvu- gerðar myndir af þessum fyrir- brigðum fyrri jarð- skeiða sem áttu upphaf sitt í tölvu- teiknuðum mynd- skeiðum í Jurassic Park-framhalds- myndaröð Stevens Spielberg. í fram- haldi þeirra var flutt hingað til lands far- andsýning í vélkynj- uðum eðlum af ýms- um tegundum sem öllum til undrunar var fásótt. Hvers kyns gúmmivörur hafa lengi verið fáan- legar á leikfangamarkaði af forneðl- um og ekki að undra að reynt sé að beisla áhuga barna á efni sem vakið getur frekari forvitni um forsögu jarðarinnar. Þannig er þessi bók tilkomin. Hún er ætluð krökkum sem eru orðnir vel læsir og þar rekja þær Maribel og Ingibjörg kunnug- ar upplýsingar um nokkrar tegundir af forneðlum, á hvaða tíma þær lifðu og hvernig fór fyrir þeim. Textinn er ein- faldur og skýr og stærðarhlutföll dýranna og kunnug- legri hluta sýnd í myndum. Maribel vinnur myndir sínar með tússi og Risaeðlutíminn Ingibjörg Briem og Maribel Gonzalez Sigurjóns: Mál og menning Verð 2.990 kr. ★ ★★☆☆ Barnabækur vatnslitum, með sterkum fígurum á veikum bakgrunnum. Vatnslitaðar myndskreytingar eru algengar í íslenskum barnabók- um þessa dagana. Þó gleðjast megi yfir þeim fjölda nýrra íslenskra barnabóka á markaði fyrir ólíka ald- urshópa, er því ekki að neita að meiri fjölbreytni mætti vera á mynd- skreytingum. Risaeðlutíminn er skemmtileg bók fýrir unga og fróðleiksfúsa les- endur. pbb@dv.is 44«ÍÉ». pws***1"*1* Þuluformið í sínum fjölbreyti- leika höfum við líklega yfirgefið full- snemma. Það sést á romsum Aðal- steins Ásbergs sem eru sprottnar af fornri bragíþrótt að slíkir bragir geta verið býsna glúmir ef andinn er ffjáls og rímið huganum fært. Það læðist gmnur að lesanda að nú séu síðbúnir lærisveinar Þórarins Eldjáms komnir á stjá enda er margt í gamansemi Aðalsteins sem er þeirrar ættar. Romsubókin er fýrir vel læsa krakka í stóm broti og með hörðum spjöldum. Hún er ekki myndlýst af Höllu með þeim hætti að myndir styðji lesturinn, ekkert myndefni stendur sjálfstætt og kallar á athygli augans utan textaheimsins. Þær em einfaldlega grunnar sem er miður, því undantekningar eins og í Mýr- arkattaromsu sýna að vel hefði mátt gera sér meiri mat úr kveðskapnum með beinni vísunum í romsumar. Hvað er romsa, spyrðu? Langir Romsubókin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Dimma Verð 2.450 kr. ★★☆☆☆* Barnabækur bálkar en þeir em alls átján eins og böm karlsins í álfheimum. Þar er allt í belg og biðu: sumar hreinlega uptalningar eins og Mannanafnaromsa og Fjallanafn- aromsa, en aðrar rekja ástand. Ein prýðileg öfugmælaromsa er í skræðunni en best þótti mér Ræf- ifstuskuromsan þar sem raunir borðmskunnar em raktar. Aðalsteinn hefur áður lagt sig eftir kveðskap fyrir krakka. Þótt hér sé gripið til ýmissa bragða (stórt let- ur, stundum í mismunandi lit) og spássía sé á reiki, óttast ég að roms- urnar séu í einni samfellu á síðu án þess að þær séu brotnar í vísuparta eða kafla, ungum lesanda ofviða. Það reynir fullmikið á ung augu að lesa svo langa bálka. Oft tekst Aðalsteini bráðvel upp. Hann er hugkvæmur á köflum og kveður ekki ódýrt nema á pörtum enda em þetta langavitleysur sem eiga sér víða ætingja og ekki bara í einu landi. Bókin er skemmtilegt tiltæki og vonandi láta romsuritarinn og teiknari hans ekki staðar numið heldur leggja út í nýjar langlokur. pbb@dv.is I v.Q'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.