Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2005, Page 6
6 MANUDAGUR 19. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Baltasar í 100
spænsk bíó
Mynd Baltasars Kor-
máks, A Little Trip To
Heaven, verður sýnd í að
minnsta kostí 100 kvik-
myndahúsum á Spáni og í
Portúgal. Milljónum verður
eytt í kynningu og mark-
aðssetningu á kvikmynd-
inni. Um þetta var samið á
laugardag við dreifingarris-
ann Eurocine Films. Þessi
velgengni þykir eðlilegt
framhald á því að myndin
hafi komist á Sundance
kvikmyndahátíðina, en hún
er ein sú virtasta í heimin-
um. A Little Trip To Hea-
ven verður frumsýnd hér á
landi þann 26. desember.
Ekið á mann
á hjóli
Lögreglan í Keflavík fékk
tílkynningu um þrjúleytið á
föstudag að bifreið hefði
verið ekið á hjólreiðamann
þar sem hann var að hjóla
við Stekk á Njarðarbraut.
Hjólreiðamaðurinn kvart-
aði við björgunarmenn
undan eymslum í öxl og
mjöðm. Maðurinn var flutt-
ur á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands til skoðunar
eftir slysið og kom í ljós að
hann hafði tognað.
Eru íslendingar
neyslufíklar?
Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna.
„Við erum það bara lundantekn-
ingartilvikum en vissulega spenn-
um við bogann oft ansi mikið.
Skuldir heimitanna eru að mestu
vegna þess aö hver og einn þarf
að koma þaki yfir höfuðiö. Það er
áhyggjuefni effólk eyðir um efni
fram og vissulega faiia sumir I þá
gryfju, þvl miður. Ég treysti þvl að
flestir kunni fótum slnum forráð,
Freistingarnar eru þó ótrúlega
margar og er hart sótt aö neyt-
endum.“
Hann segir / Hún segir
„Benda ekki allar tölur til þess að
við séum neysluflklar? Ég tek sjálf
skorpur Iþessu en get veriö voða-
lega nægjusöm. Ég heid að þaö
eigi við okkur flest en þó erum við
ekkert að steypa okkur I glötun. Ég
heid að við þekkjum flest okkar
takmörk en auðvitaö þurfa allir að
gæta sín á að eyða ekki um efni
fram. Skuldir heimilanna eru mikl-
ar og það er áhyggjuefni.“
Katrín Júlfusdóttir
alþingiskona.
Daði Geir Sverrrisson var á föstudaginn í Héraðsdómi Reykja-
víkur dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
kynferðisafbrot gegn tólf ára stúlku og að borga henni sex
hundruð þúsund krónur í skaðabætur. Hann neyddi stúlkuna
til munnmaka í bfl með tveimur vinum sínum á meðan annar
vinur hans á að hafa tekið kynferðisafbrotið upp á myndavél.
Myndbandið ekki fundið
„Hvað á ég að gera ég vil ekki
vera hjá honum!! Nennuru að
hringja ég er ad snappa," er síð-
asta sms-ið sem fómarlambið
sendi til vinkonu sinnar úr bílnum
með Daða áður en hann framdi
ódæðið.
í kjölfar kynferðisafbrotsins
fékk fórnarlambið áfallahjálp.
Móðir hennar sagði í viðtali við
DV að dóttir hennar hafi setið
langtímum saman við internetíð í
leit að myndbandinu sem átti að
hafa verið tekið upp í bílnum.
Myndbandið fannst aldrei.
Á mörkum geðlægðar
Stúlkan sendi'sms-boð tíl Daða
Geirs og spurði af hverju hann
hefði gert henni þetta. Fyrir hér-
aðsdómi sagðist hún vera hrædd
við Daða Geir og vini hans. Enn-
fremur að henni hafi þótt óþægi-
legt að fara út á meðal fólks eftir
þennan hryllilega atburð. Sál-
ftæðingur hjá Barnahúsi sagði
i fyrir dóminum að stúlkan væri á
’ > mörkum geðlægðar en að líkur
væru á því að hún myndi ná
sér eftir atburðinn.
vaiur@dv.is
„Hæ, fokk ég er í bíl með Daða
og er að deyja,“ er fyrsta sms-ið
sem fórnarlamb Daða sendi vin-
konu sinni úr bílnum.
DV fjallaði um málið í byrjun
desember. Þá hélt Daði því fram
að hann hafi ekki vitað um aldur
stúlkunnar og að munnmökin hafi
átt sér stað með hennar samþykki.
Daði, sem er sonur Sverris
„tattú" Einarssonar, segir að hann
hafi ekki vitað aldur stúlkunnar.
Fyrir dómi fullyrti fórnalambið að
stjúpfaðir hennar hafi gert Daða
fyllilega grein fýrir aldri sínum.
Daði Geir Sverrisson
Dæmdur f skilorðsbundið
fangelsi.
Sverrir tattú Ein
arsson Viðriðinn
morðiö á Vegas.
Búiö er að dæma Daða Geir Sverrisson í fimm mánaöa skilorðsbundiö fangelsi og til
að borga stúlkunni sex hundruö þúsund krónur í skaðabætur. Stúlkan er enn í sárum
eftir atburðinn og segir sálfræðingur hjá Barnahúsi að hún sé á barmi geðlægðar.
Líkur á hvítum jólum sunnan heiða fara minnkandi segja einhuga veðurfræðingar
Fólk ætti að búa sig undir rauð jól
„Það stefnir allt í þokkaleg hlý-
indi, hitastigið verður á einhverju
flökti til jóla, en það virðist ætla að
verða sæmilega milt meginhluta
landsins," segir Sigurður Þ. Ragn-
arsson, betur þekktur sem Siggi
Stormur, um veðrið um jólin.
Þó svo að margur íslendingur-
inn vilji helst fá að sleppa við snjó-
þunga vetursins eru hvít jól á óska-
lista flestra, enda þykir snjór í
kringum jólin krydda örlítið upp á
hátíðarandann.
„Ég held að það verði rautt
hérna syðra," segir Sigurður en
bætir við að norðanmenn gætu átt
von á einhverjum gráma og
slyddu. „Við erum að tala um suð-
lægar áttir og frostlaust á landinu,
hiti verður um þrjú til sex stig . Það
gæti rignt hérna syðra á aðfanga-
dag," segir Sigurður um jólaveðrið
ennfremur.
Haraldur Eiríksson veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu íslands er
sammála Sigurði um spána en tek-
ur fram að aðeins sé um spá að
ræða og því ekkert víst eða öruggt.
Þróun í loftslagi undanfarin ár
hefur verið í þá átt að það vérður
alltaf hlýrra um jólin og því verður
jólasnjór æ sjaldgæfari.
„Líkurnar á hvítum jólum fara
minnkandi, þó svo að það sé alls
ekki útilokað. Fólk ætti því ekki að
vera bjartsýnt um hvít jól heldur
búa sig frekar undir rauð," segir
Stormurinn að lokum.
dori@dv.is
Sigurður Þ. Ragnarsson
Segir aðjólin verði hlý, mild
og snjólaus.„Fólk ætti því ekki
að vera bjartsýnt um hvít jól,"
segir Siggi stormur.